Sólin Sólin Rís 03:40 • sest 23:12 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:00 • Síðdegis: 00:00 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:00 • Síðdegis: 00:00 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hvernig á að bera í bætifláka?

Guðrún Kvaran

Upphaflega spurningin hljómaði svona:

Orðatiltækið að bera í bætifláka. Er það komið úr jarðrækt og er bætiflákinn til sem sjálfstæð eining eða er það fláki sem verður bætifláki þegar einhver tekur að sér að bæta helgidaga í reit sem einhver hefur borið illa á?


Í seðlasöfnum Orðabókar Háskólans er elsta heimild um orðið bætifláki úr Vídalínspostillu (1720–1724). Það virðist eingöngu notað í sambandinu að bera í bætifláka fyrir einhverjum/einhvern í merkingunni 'afsaka einhvern, færa eitthvað fram sem málsbætur fyrir einhvern’. Dæmið úr Vídalínspostillu er svona:

ber (þú) eckert i Bæteflaaka fyrer þier hia honum sem veit hvad med Mannenum bijr.

Óvíst er hvað bætifláki merkir. Hugsanlega er átt við landskika sem borið er á til að græða hann upp.

Í elstu heimildum er notað þágufall, fyrir einhverjum, en nú er þolfall einrátt (fyrir einhvern). Ásgeir Blöndal Magnússon hefur bætifláka sem flettu í Íslenskri orðsifjabók (1989:100). Hann segir óvíst hvað bætifláki merki en segir hugsanlegt að átt sé við landskika sem borið er á til að græða hann upp. Til samanburðar bendir hann á orðasamböndin að bera í vanginn fyrir einhvern og bera skarn í vænginn fyrir einhvern 'afsaka einhvern, mæla einhverjum bót’. Undir þetta taka Halldór Halldórsson í Íslensku orðtakasafni (1991:99) og Jón Friðjónsson í Merg málsins (2006:128).

Heimildir:
  • Ritmálsskrá Orðabókar Háskólans.
  • Ásgeir Blöndal Magnússon 1989. Íslensk orðsifjabók. Orðabók Háskólans, Reykjavík.
  • Halldór Halldórsson. 1991. Íslenzkt orðtakasafn. 3. útgáfa aukin. Almenna bókafélagið, Reykjavík.
  • Jón Friðjónsson. 2006. Mergur málsins. Önnur útgáfa, aukin og endurbætt. Mál og menning, Reykjavík.

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

28.4.2014

Spyrjandi

Linda María Magnúsdóttir

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvernig á að bera í bætifláka? “ Vísindavefurinn, 28. apríl 2014. Sótt 25. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=66772.

Guðrún Kvaran. (2014, 28. apríl). Hvernig á að bera í bætifláka? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=66772

Guðrún Kvaran. „Hvernig á að bera í bætifláka? “ Vísindavefurinn. 28. apr. 2014. Vefsíða. 25. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=66772>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvernig á að bera í bætifláka?
Upphaflega spurningin hljómaði svona:

Orðatiltækið að bera í bætifláka. Er það komið úr jarðrækt og er bætiflákinn til sem sjálfstæð eining eða er það fláki sem verður bætifláki þegar einhver tekur að sér að bæta helgidaga í reit sem einhver hefur borið illa á?


Í seðlasöfnum Orðabókar Háskólans er elsta heimild um orðið bætifláki úr Vídalínspostillu (1720–1724). Það virðist eingöngu notað í sambandinu að bera í bætifláka fyrir einhverjum/einhvern í merkingunni 'afsaka einhvern, færa eitthvað fram sem málsbætur fyrir einhvern’. Dæmið úr Vídalínspostillu er svona:

ber (þú) eckert i Bæteflaaka fyrer þier hia honum sem veit hvad med Mannenum bijr.

Óvíst er hvað bætifláki merkir. Hugsanlega er átt við landskika sem borið er á til að græða hann upp.

Í elstu heimildum er notað þágufall, fyrir einhverjum, en nú er þolfall einrátt (fyrir einhvern). Ásgeir Blöndal Magnússon hefur bætifláka sem flettu í Íslenskri orðsifjabók (1989:100). Hann segir óvíst hvað bætifláki merki en segir hugsanlegt að átt sé við landskika sem borið er á til að græða hann upp. Til samanburðar bendir hann á orðasamböndin að bera í vanginn fyrir einhvern og bera skarn í vænginn fyrir einhvern 'afsaka einhvern, mæla einhverjum bót’. Undir þetta taka Halldór Halldórsson í Íslensku orðtakasafni (1991:99) og Jón Friðjónsson í Merg málsins (2006:128).

Heimildir:
  • Ritmálsskrá Orðabókar Háskólans.
  • Ásgeir Blöndal Magnússon 1989. Íslensk orðsifjabók. Orðabók Háskólans, Reykjavík.
  • Halldór Halldórsson. 1991. Íslenzkt orðtakasafn. 3. útgáfa aukin. Almenna bókafélagið, Reykjavík.
  • Jón Friðjónsson. 2006. Mergur málsins. Önnur útgáfa, aukin og endurbætt. Mál og menning, Reykjavík.

Mynd:

...