Sólin Sólin Rís 03:43 • sest 23:08 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:44 • Síðdegis: 19:04 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:47 • Síðdegis: 12:50 í Reykjavík

Hvað er merkilegt við logra?

ÍDÞ

Í svari Kristínar Bjarnadóttur við spurningunni: Hvað er stærðfræðitáknið e og hvaða tölu stendur það fyrir? segir eftirfarandi um logra:

Hvað er þá logri? Í upphafi nýrrar lærdómsaldar í stærðfræði og stjörnufræði á 17. og 18 öld fóru menn að þurfa að reikna með mjög stórum tölum. Margföldun og deiling stórra talna er mjög tímafrek og með logrum fundu menn leið til að snúa þeim yfir í samlagningu og frádrátt. Valin var grunntala, til dæmis 10, og fundið hvaða veldi þyrfti að hefja 10 í til að fá upphaflegu töluna. Til dæmis er
2 = 100,3010 og 3 = 100,4771
Þá er talan 0,3010 tíu-logrinn af 2 og 0,4771 tíu-logrinn af 3.

Nú má reikna:
2·3 = 100,3010·100,4771 = 100,3010+0,4771 = 100,7781 = 6
Þetta er að sjálfsögðu óþarfa fyrirhöfn við að margfalda saman 2 og 3 en sjá má í hendi sér að þessi aðferð gæti verið hentug ef margfalda þarf saman tvær fjögurra stafa tölur eða stærri. Þá má spyrja hvernig veldisvísarnir (lograrnir) voru fundnir. Þeir voru reiknaðir fyrir allmargar tölur í eitt skipti fyrir öll og gefnir út í töflum. Síðan eru ákveðnar reglur um það hvernig finna má logra annarra talna út frá logrunum í töflunni.

Spírallinn í skelinni fylgir nokkurn veginn lografalli.

Lograr geta haft mismunandi grunntölur, í raun hvaða tölu sem er, en algengast er að notast við grunntöluna 10, e eða 2. Til dæmis er grunntalan e víða notuð í náttúruvísindum en grunntalan 2 í tölvunarfræði.

Lograr eru þó ekki einungis nytsamlegir til þess að margfalda saman stórar tölur. Ýmsar mælieiningar og kvarðar notfæra sér logra, til dæmis mælieiningin desíbel, Richterskvarðinn og sýrustig. Flækjustig reiknirita í tölvunarfræði er gjarnarn sýnt á lograformi, auk þess sem lograr koma víða fyrir í tölfræði.

Meira má lesa um logra og notkun þeirra í eftirfarandi svörum á Vísindavefnum:

Mynd:

Höfundur

Ívar Daði Þorvaldsson

M.Sc. í hugbúnaðarverkfræði og fyrrverandi starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

9.6.2017

Spyrjandi

Hjalti Þór Ísleifsson

Tilvísun

ÍDÞ. „Hvað er merkilegt við logra?“ Vísindavefurinn, 9. júní 2017. Sótt 24. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=66802.

ÍDÞ. (2017, 9. júní). Hvað er merkilegt við logra? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=66802

ÍDÞ. „Hvað er merkilegt við logra?“ Vísindavefurinn. 9. jún. 2017. Vefsíða. 24. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=66802>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er merkilegt við logra?
Í svari Kristínar Bjarnadóttur við spurningunni: Hvað er stærðfræðitáknið e og hvaða tölu stendur það fyrir? segir eftirfarandi um logra:

Hvað er þá logri? Í upphafi nýrrar lærdómsaldar í stærðfræði og stjörnufræði á 17. og 18 öld fóru menn að þurfa að reikna með mjög stórum tölum. Margföldun og deiling stórra talna er mjög tímafrek og með logrum fundu menn leið til að snúa þeim yfir í samlagningu og frádrátt. Valin var grunntala, til dæmis 10, og fundið hvaða veldi þyrfti að hefja 10 í til að fá upphaflegu töluna. Til dæmis er
2 = 100,3010 og 3 = 100,4771
Þá er talan 0,3010 tíu-logrinn af 2 og 0,4771 tíu-logrinn af 3.

Nú má reikna:
2·3 = 100,3010·100,4771 = 100,3010+0,4771 = 100,7781 = 6
Þetta er að sjálfsögðu óþarfa fyrirhöfn við að margfalda saman 2 og 3 en sjá má í hendi sér að þessi aðferð gæti verið hentug ef margfalda þarf saman tvær fjögurra stafa tölur eða stærri. Þá má spyrja hvernig veldisvísarnir (lograrnir) voru fundnir. Þeir voru reiknaðir fyrir allmargar tölur í eitt skipti fyrir öll og gefnir út í töflum. Síðan eru ákveðnar reglur um það hvernig finna má logra annarra talna út frá logrunum í töflunni.

Spírallinn í skelinni fylgir nokkurn veginn lografalli.

Lograr geta haft mismunandi grunntölur, í raun hvaða tölu sem er, en algengast er að notast við grunntöluna 10, e eða 2. Til dæmis er grunntalan e víða notuð í náttúruvísindum en grunntalan 2 í tölvunarfræði.

Lograr eru þó ekki einungis nytsamlegir til þess að margfalda saman stórar tölur. Ýmsar mælieiningar og kvarðar notfæra sér logra, til dæmis mælieiningin desíbel, Richterskvarðinn og sýrustig. Flækjustig reiknirita í tölvunarfræði er gjarnarn sýnt á lograformi, auk þess sem lograr koma víða fyrir í tölfræði.

Meira má lesa um logra og notkun þeirra í eftirfarandi svörum á Vísindavefnum:

Mynd:...