Sólin Sólin Rís 08:54 • sest 18:29 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:18 • Sest 09:37 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:41 • Síðdegis: 19:01 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:33 • Síðdegis: 12:58 í Reykjavík

Menga kýr mikið þegar þær leysa vind?

Jón Már Halldórsson

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:
Ég er að leita að upplýsingum um mengun frá vindgangi kúa en ég finn ekki neinar upplýsingar á íslensku. Gætuð þið sagt mér eitthvað um þessi málefni?

Þegar jórturdýr melta myndast töluvert af metani (CH4). Dýrin losa sig við metanið með vindgangi en þó aðallega með því að ropa. Styrkur metans í andrúmslofti hefur aukist nokkuð á undanförnum áratugum og er talið að aukninguna megi að miklum hluta rekja til fjölgunar nautgripa til þess að bregðast við sífellt aukinni fæðuþörf mannkyns.

Metan myndast við súrefnissnauðar aðstæður þar sem bakteríuflóra er að verki. Metan losnar út í andrúmsloftið með ýmsum leiðum. Það myndast í maga húsdýra, sérstaklega jórturdýra, og við meðhöndlun húsdýraáburðar. Metan losnar einnig í töluverðu magni við rotnun lífrænna efna, frá votlendi, í sorphaugum og við hrísgrjónarækt. Enn fremur losnar metan frá og við vinnslu og bruna jarðefnaeldsneytis vegna ófullkomins bruna og/eða leka.

Kýr í Moorepark-rannsóknarsetrinu á Írlandi með sérstakan búnað sem notaður er til þess að mæla hversu mikið metan þær gefa frá sér við ropa og öndun.

Talið er að um 30-40% af heildarlosun metans sé vegna náttúrulegra aðstæðna, það er vegna rotnunar lífrænna efna og frá jórturdýrum, en um 60% losnar við framleiðslu jarðefnaeldsneytis (olíuiðnaður), hrísgrjónarækt og brennslu á lífmassa.

Metan er ein af svokölluðum gróðurhúsalofttegundum. Það er í miklu minna mæli í andrúmsloftinu en koltvíildi (CO2) en er rúmlega 20 sinnum virkari gróðurhúsalofttegund.

Talið er að yfir 14% af heildarlosun gróðurhúsalofttegunda í heiminum megi rekja til landbúnaðar. Stór hluti þess er á formi metans frá nautagripum en talið er að allt að 35% þess metans sem losnar út í andrúmsloftið vegna athafna manna, megi rekja til kvikfjárræktar. Með aukinni velmegun og mannfjölgun er talið að aukning á losun metans verði allt að 60% fram til ársins 2030.

Vísindamenn hafa reynt að meta hversu mikið metan losnar hjá venjulegri kú sem notuð er til mjólkurframleiðslu. Í heimildum koma fram nokkuð mismunandi viðmið, allt frá 100 upp í 500 lítrar á sólarhring. Holdanaut losa að öllum líkindum eitthvað minna. Ef miðað er við að heildarfjöldi nautgripa sem mannkynið heldur til matvælaframleiðslu sé um 1,5 milljarður þá er ljóst að losun metans er mjög mikil, jafnvel þótt stuðst sé við lægsta viðmið um metanlosun á dag.

Ástandið er vissulega misjafnt milli landa allt eftir því hvað landbúnaður og nautgriparækt er útbreidd og mikilvæg atvinnugrein. Sem dæmi má nefna að á Bretlandseyjum eru um 10 milljón nautgripir og eiga þeir þátt í 3% af heildarlosun gróðurhúsalofttegunda á Bretlandseyjum og 25-30% af losun á metani. Ástandið er annað á Nýja-Sjálandi þar sem búfjárrækt er mjög stór iðnaður. Þar má rekja um 34% af heildarlosun gróðurhúsalofttegunda til nautgripa og sauðfjár.

Metanlosun nautgripa er öllu meiri en hjá sambærilegum villtum tegundum. Skýringin er mataræðið eða fóðrið sem búfé er látið éta, en í Bandaríkjunum og Evrópu eru dýrin fóðruð á rýgresi og skyldum tegundum sem eru fljótvaxta og ódýrari í framleiðslu en náttúrulegri grastegundir. Þetta fóður skortir einnig ýmis lífsnauðsynleg næringarefni og eru erfiðari í meltingu fyrir skepnurnar. Afleiðingin er sú að metanframleiðsla í meltingarvegi þeirra eykst til muna.

Metanlosun einstaklinga á ári.

Reynt er að finna leiðir til að draga úr metanlosun búfjár. Gerðar hafa verið ýmiskonar tilraunir með fóður, bæði innihald þess og magn, til dæmis hefur verið prófað að bæta í það fituefnum og breyta samsetningu kolvetna. Þá hefur verið gerð tilraun til að auka magn plantna sem eru ríkar af tanníni í fæðu en hliðarverkun þess er einnig aukin mjólkurframleiðsla. Vandamálið er að of mikið af tanníni getur hindrað vöxt og viðgang nautgripanna. Meira að segja hefur verið prófað er að setja hvítlauk í fæðu nautgripa. Niðurstöðurnar lofa góðu hvað snertir losunarþáttinn en frekari rannsóknir er verið að gera á því hvort slík viðbót við mataræði þeirra hafa áhrif á afurðir dýranna.

Áhrif búfjárræktunar á umhverfið er í reynd miklu víðtækari en það sem snertir losun á gróðurhúsalofttegundum, því búfénaður losar meira en 100 aðrar gerðir af mengandi gastegundum. Meðal annars má rekja tæplega 70% af heildarlosun á ammóníum sem veldur súru regni til búfjár. Sístækkandi nautgripahjarðir þurfa meira land og er þar komin ein meginorsök eyðingar skóglendis á jörðinni, sérstaklega í Suður-Ameríku. Auk þess fylgir mjög mikil vatnsnotkun nautgriparæktun, en talið er að það þurfi rúma 950 lítra af vatni til að framleiða einn lítra af mjólk. Þá er vert að gefa gaum að fóðurframleiðslunni sem nauðsynleg er vegna allra þeirra milljóna eða milljarða nautgripa og sauðfjár sem mennirnir halda. Ýmiskonar mengandi næringarefni eru notuð til að auka vöxt fóðurplantnanna en þessi næringarefni skolast síðan til sjávar og vatna og valda ástandi sem við nefnum ofauðgun og leiðir meðal annars til offjölgunar á þörungum. Þáttur skordýraeiturs og hormóna hefur einnig mjög neikvæð áhrif á vistkerfi jarðar en úti þá þætti verður ekki farið í hér í þessu svari.

Heimildir og myndir:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

27.10.2014

Spyrjandi

Gestur Dan

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Menga kýr mikið þegar þær leysa vind?“ Vísindavefurinn, 27. október 2014. Sótt 24. febrúar 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=66837.

Jón Már Halldórsson. (2014, 27. október). Menga kýr mikið þegar þær leysa vind? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=66837

Jón Már Halldórsson. „Menga kýr mikið þegar þær leysa vind?“ Vísindavefurinn. 27. okt. 2014. Vefsíða. 24. feb. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=66837>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Menga kýr mikið þegar þær leysa vind?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:

Ég er að leita að upplýsingum um mengun frá vindgangi kúa en ég finn ekki neinar upplýsingar á íslensku. Gætuð þið sagt mér eitthvað um þessi málefni?

Þegar jórturdýr melta myndast töluvert af metani (CH4). Dýrin losa sig við metanið með vindgangi en þó aðallega með því að ropa. Styrkur metans í andrúmslofti hefur aukist nokkuð á undanförnum áratugum og er talið að aukninguna megi að miklum hluta rekja til fjölgunar nautgripa til þess að bregðast við sífellt aukinni fæðuþörf mannkyns.

Metan myndast við súrefnissnauðar aðstæður þar sem bakteríuflóra er að verki. Metan losnar út í andrúmsloftið með ýmsum leiðum. Það myndast í maga húsdýra, sérstaklega jórturdýra, og við meðhöndlun húsdýraáburðar. Metan losnar einnig í töluverðu magni við rotnun lífrænna efna, frá votlendi, í sorphaugum og við hrísgrjónarækt. Enn fremur losnar metan frá og við vinnslu og bruna jarðefnaeldsneytis vegna ófullkomins bruna og/eða leka.

Kýr í Moorepark-rannsóknarsetrinu á Írlandi með sérstakan búnað sem notaður er til þess að mæla hversu mikið metan þær gefa frá sér við ropa og öndun.

Talið er að um 30-40% af heildarlosun metans sé vegna náttúrulegra aðstæðna, það er vegna rotnunar lífrænna efna og frá jórturdýrum, en um 60% losnar við framleiðslu jarðefnaeldsneytis (olíuiðnaður), hrísgrjónarækt og brennslu á lífmassa.

Metan er ein af svokölluðum gróðurhúsalofttegundum. Það er í miklu minna mæli í andrúmsloftinu en koltvíildi (CO2) en er rúmlega 20 sinnum virkari gróðurhúsalofttegund.

Talið er að yfir 14% af heildarlosun gróðurhúsalofttegunda í heiminum megi rekja til landbúnaðar. Stór hluti þess er á formi metans frá nautagripum en talið er að allt að 35% þess metans sem losnar út í andrúmsloftið vegna athafna manna, megi rekja til kvikfjárræktar. Með aukinni velmegun og mannfjölgun er talið að aukning á losun metans verði allt að 60% fram til ársins 2030.

Vísindamenn hafa reynt að meta hversu mikið metan losnar hjá venjulegri kú sem notuð er til mjólkurframleiðslu. Í heimildum koma fram nokkuð mismunandi viðmið, allt frá 100 upp í 500 lítrar á sólarhring. Holdanaut losa að öllum líkindum eitthvað minna. Ef miðað er við að heildarfjöldi nautgripa sem mannkynið heldur til matvælaframleiðslu sé um 1,5 milljarður þá er ljóst að losun metans er mjög mikil, jafnvel þótt stuðst sé við lægsta viðmið um metanlosun á dag.

Ástandið er vissulega misjafnt milli landa allt eftir því hvað landbúnaður og nautgriparækt er útbreidd og mikilvæg atvinnugrein. Sem dæmi má nefna að á Bretlandseyjum eru um 10 milljón nautgripir og eiga þeir þátt í 3% af heildarlosun gróðurhúsalofttegunda á Bretlandseyjum og 25-30% af losun á metani. Ástandið er annað á Nýja-Sjálandi þar sem búfjárrækt er mjög stór iðnaður. Þar má rekja um 34% af heildarlosun gróðurhúsalofttegunda til nautgripa og sauðfjár.

Metanlosun nautgripa er öllu meiri en hjá sambærilegum villtum tegundum. Skýringin er mataræðið eða fóðrið sem búfé er látið éta, en í Bandaríkjunum og Evrópu eru dýrin fóðruð á rýgresi og skyldum tegundum sem eru fljótvaxta og ódýrari í framleiðslu en náttúrulegri grastegundir. Þetta fóður skortir einnig ýmis lífsnauðsynleg næringarefni og eru erfiðari í meltingu fyrir skepnurnar. Afleiðingin er sú að metanframleiðsla í meltingarvegi þeirra eykst til muna.

Metanlosun einstaklinga á ári.

Reynt er að finna leiðir til að draga úr metanlosun búfjár. Gerðar hafa verið ýmiskonar tilraunir með fóður, bæði innihald þess og magn, til dæmis hefur verið prófað að bæta í það fituefnum og breyta samsetningu kolvetna. Þá hefur verið gerð tilraun til að auka magn plantna sem eru ríkar af tanníni í fæðu en hliðarverkun þess er einnig aukin mjólkurframleiðsla. Vandamálið er að of mikið af tanníni getur hindrað vöxt og viðgang nautgripanna. Meira að segja hefur verið prófað er að setja hvítlauk í fæðu nautgripa. Niðurstöðurnar lofa góðu hvað snertir losunarþáttinn en frekari rannsóknir er verið að gera á því hvort slík viðbót við mataræði þeirra hafa áhrif á afurðir dýranna.

Áhrif búfjárræktunar á umhverfið er í reynd miklu víðtækari en það sem snertir losun á gróðurhúsalofttegundum, því búfénaður losar meira en 100 aðrar gerðir af mengandi gastegundum. Meðal annars má rekja tæplega 70% af heildarlosun á ammóníum sem veldur súru regni til búfjár. Sístækkandi nautgripahjarðir þurfa meira land og er þar komin ein meginorsök eyðingar skóglendis á jörðinni, sérstaklega í Suður-Ameríku. Auk þess fylgir mjög mikil vatnsnotkun nautgriparæktun, en talið er að það þurfi rúma 950 lítra af vatni til að framleiða einn lítra af mjólk. Þá er vert að gefa gaum að fóðurframleiðslunni sem nauðsynleg er vegna allra þeirra milljóna eða milljarða nautgripa og sauðfjár sem mennirnir halda. Ýmiskonar mengandi næringarefni eru notuð til að auka vöxt fóðurplantnanna en þessi næringarefni skolast síðan til sjávar og vatna og valda ástandi sem við nefnum ofauðgun og leiðir meðal annars til offjölgunar á þörungum. Þáttur skordýraeiturs og hormóna hefur einnig mjög neikvæð áhrif á vistkerfi jarðar en úti þá þætti verður ekki farið í hér í þessu svari.

Heimildir og myndir:

...