Sólin Sólin Rís 05:51 • sest 21:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 09:47 • Sest 06:52 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:02 • Síðdegis: 12:48 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:36 • Síðdegis: 18:53 í Reykjavík

Hvernig jórtra dýr?

Jón Már Halldórsson

Jórtrun er eitt best þekkta dæmi um samlífi spendýra (Mammalia) og örvera. Dýr sem jórtra hafa fjórskiptan maga og kallast magahólfin vömb, keppur, laki og vinstur.

Þegar jórturdýr bíta gras berst það lítt tuggið niður í vömbina. Þar er fæðan möluð og blandast munnvatni. Jórturdýr framleiða gríðarlegt magn af munnvatni, til að mynda geta kýr framleitt allt að 150 lítra af munnvatni á sólarhring. Í vömbinni er aragrúi örvera, rannsóknir hafa sýnt að í 1 ml af innihaldi vambarinnar eru 10-50 milljarðar gerla og ein milljón frumdýra, og að auki eitthvað af sveppum. Þessar örverur sundra beðminu (sellulósanum) og framleiða úr því fitusýrur sem jórturdýrin nýta sem aðalorkugjafa. Framleiðsla í vömbinni er algerlega loftfirrð og þar myndast mikið magn af koltvíildi (CO2) og metangasi (CH4) sem skepnan verður að losa sig við með því að ropa.

Næst ælir dýrið fæðunni aftur upp munn í smá skömmtum, tyggur hana betur og kyngir svo. Þessi fyrsti hluti í meltingu fæðunnar nefnist jórtrun en flestir sem fylgst hafa með búfénaði, svo sem nautgripum og sauðfé, kannast við að sjá dýrin liggja í rólegheitum í haga og tyggja fæðuna líkt og þau væru með tyggigúmmí.

Magi jórturdýra skiptist í fjögur hólf, vömb, kepp, laka og vinstur.

Þegar fæðunni er kyngt í annað sinn berst hún áfram í hin magahólfin þrjú þar sem fram fer frekari melting og upptaka næringarefna (aðallega fitusýra) og vatns. Eftir að fæðan hefur verið meðhöndluð berst hún niður í smágirnið þar sem upptaka á amínósýrum og fleiri næringarefnum fer fram. Venjulega eru þrjú fremstu magahólfin kölluð formagi en vinstrin hinn eiginlegi magi.

Dýr sem ekki eru lífeðlisfræðilega byggð fyrir jórtrun geta ekki nýtt beðmi og þurfa því mun margbreytilegri fæðu en jórturdýr. Kostir samlífis fyrir jórturdýrið eru þeir að það getur lifað á tiltölulega næringarsnauðu fæði, því örverurnar umbreyta beðmi í orku og eins fær dýrið lífræn efni eins og nitur, brennistein og fósfór úr örverumassanum. En örverurnar hagnast líka á samlífinu þar sem þær fá mjög stöðugt og öruggt umhverfi til að lifa í og fjölga sér.

Til eru rétt rúmlega 150 tegundir jórturdýra, bæði húsdýr og villt. Hugtakið jórturdýr er ekki flokkunarfræðilegt hugtak, en jórturdýr eru til dæmis nautgripir (Bovidae), geit- og sauðfé (Caprinae), gíraffar (Giraffidae), dádýr (Cervidae), kameldýr (Camelidae), lamadýr (Lama spp.), antilópur (sem teljast til ættar nautgripa) og kóalabirnir (Phascolarctos cinereus) en einnig ranaapar (Nasalis spp.) og nilgai-antilópur (Boselaphus tragocamelus).

Þess má geta að orðið að jórtra er komið af latneska orðinu ruminare sem þýðir „að tyggja aftur“.

Mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

29.1.2013

Spyrjandi

Þóra Katrín Erlendsdóttir

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvernig jórtra dýr?“ Vísindavefurinn, 29. janúar 2013. Sótt 16. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=63564.

Jón Már Halldórsson. (2013, 29. janúar). Hvernig jórtra dýr? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=63564

Jón Már Halldórsson. „Hvernig jórtra dýr?“ Vísindavefurinn. 29. jan. 2013. Vefsíða. 16. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=63564>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvernig jórtra dýr?
Jórtrun er eitt best þekkta dæmi um samlífi spendýra (Mammalia) og örvera. Dýr sem jórtra hafa fjórskiptan maga og kallast magahólfin vömb, keppur, laki og vinstur.

Þegar jórturdýr bíta gras berst það lítt tuggið niður í vömbina. Þar er fæðan möluð og blandast munnvatni. Jórturdýr framleiða gríðarlegt magn af munnvatni, til að mynda geta kýr framleitt allt að 150 lítra af munnvatni á sólarhring. Í vömbinni er aragrúi örvera, rannsóknir hafa sýnt að í 1 ml af innihaldi vambarinnar eru 10-50 milljarðar gerla og ein milljón frumdýra, og að auki eitthvað af sveppum. Þessar örverur sundra beðminu (sellulósanum) og framleiða úr því fitusýrur sem jórturdýrin nýta sem aðalorkugjafa. Framleiðsla í vömbinni er algerlega loftfirrð og þar myndast mikið magn af koltvíildi (CO2) og metangasi (CH4) sem skepnan verður að losa sig við með því að ropa.

Næst ælir dýrið fæðunni aftur upp munn í smá skömmtum, tyggur hana betur og kyngir svo. Þessi fyrsti hluti í meltingu fæðunnar nefnist jórtrun en flestir sem fylgst hafa með búfénaði, svo sem nautgripum og sauðfé, kannast við að sjá dýrin liggja í rólegheitum í haga og tyggja fæðuna líkt og þau væru með tyggigúmmí.

Magi jórturdýra skiptist í fjögur hólf, vömb, kepp, laka og vinstur.

Þegar fæðunni er kyngt í annað sinn berst hún áfram í hin magahólfin þrjú þar sem fram fer frekari melting og upptaka næringarefna (aðallega fitusýra) og vatns. Eftir að fæðan hefur verið meðhöndluð berst hún niður í smágirnið þar sem upptaka á amínósýrum og fleiri næringarefnum fer fram. Venjulega eru þrjú fremstu magahólfin kölluð formagi en vinstrin hinn eiginlegi magi.

Dýr sem ekki eru lífeðlisfræðilega byggð fyrir jórtrun geta ekki nýtt beðmi og þurfa því mun margbreytilegri fæðu en jórturdýr. Kostir samlífis fyrir jórturdýrið eru þeir að það getur lifað á tiltölulega næringarsnauðu fæði, því örverurnar umbreyta beðmi í orku og eins fær dýrið lífræn efni eins og nitur, brennistein og fósfór úr örverumassanum. En örverurnar hagnast líka á samlífinu þar sem þær fá mjög stöðugt og öruggt umhverfi til að lifa í og fjölga sér.

Til eru rétt rúmlega 150 tegundir jórturdýra, bæði húsdýr og villt. Hugtakið jórturdýr er ekki flokkunarfræðilegt hugtak, en jórturdýr eru til dæmis nautgripir (Bovidae), geit- og sauðfé (Caprinae), gíraffar (Giraffidae), dádýr (Cervidae), kameldýr (Camelidae), lamadýr (Lama spp.), antilópur (sem teljast til ættar nautgripa) og kóalabirnir (Phascolarctos cinereus) en einnig ranaapar (Nasalis spp.) og nilgai-antilópur (Boselaphus tragocamelus).

Þess má geta að orðið að jórtra er komið af latneska orðinu ruminare sem þýðir „að tyggja aftur“.

Mynd:...