Sólin Sólin Rís 08:13 • sest 18:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:20 • Sest 00:24 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:43 • Síðdegis: 15:15 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 08:57 • Síðdegis: 21:43 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 08:13 • sest 18:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:20 • Sest 00:24 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:43 • Síðdegis: 15:15 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 08:57 • Síðdegis: 21:43 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Var Sherlock Holmes til í alvöru?

Þorgerður Þorleifsdóttir

Sherlock Holmes er sögupersóna í bókum skoska rithöfundarins Arthurs Conans Doyles (1859-1930). Sherlock Holmes var þess vegna ekki til í alvörunni en vafalaust hafði rithöfundurinn ýmsar fyrirmyndir fyrir sögupersónunni, til dæmis prófessor Joshep Bell sem kenndi Doyle í háskóla. Á Netinu er hægt að finna bollalengingar um það að Holmes hafi verið til, meðal annars á síðunni The Straight Dope.

Margir lesendur Vísindavefsins velta því oft fyrir sér hvort hin og þessi fyrirbæri séu til í raun og veru og hægt er að lesa meira um það í svörum við eftirfarandi spurningum:Conan Doyle skrifaði fjölmargar bækur, til að mynda vísindaskáldsögur, sögulegar skáldsögur, leikrit og ljóð. Sögurnar um Sherlock Holmes eru nákvæmlega 56 en fjórar stórar skáldsögur fjalla eingöngu um ævintýri Holmes. Conan Doyle ætlaði að verða læknir og lærði það. Á meðan hann beið eftir sjúklingum á læknastofu sinni fór hann að skrifa smásögur og hætti seinna sem læknir og sneri sér alfarið að ritstörfum.

Fyrsta smásaga Conan Doyle hét „J. Habakuk Jephson´s Statement“ en hún var birt árið 1884. Hún fjallaði þó ekki um Sherlock Holmes. Fyrsta sagan um hann hét „A Study in Scarlet“ og hún birtist í Beeton´s Christmas Annual árið 1887.



Hér sést Sherlock Holmes með pípu í hönd og vinur hans Dr. Watson á góðri stundu. Teikningin er eftir aðalteiknara Conans Doyles, Sidney Paget.

Þegar á leið fékk Conan Doyle leið á Sherlock Holmes og fannst hann þurfa að verja tíma sínum í eitthvað annað og merkilegra en söguskrif um hann. Móðir hans, Mary Foley, sagði þá að hann skyldi ákveða það sjálfur hvort hann hætti að skrifa um Holmes en almenningur myndi ekki taka því vel. Árið 1893 lét Doyle Sherlock Holmes deyja í söguni „The Final Problem“. En óánægja lesenda hans olli því að hann hélt áfram að skrifa um Holmes. Skömmu síðar gaf Conan Doyle út bókina Baskvervillehundinn (The Hound of the Baskervilles) en hún gerist áður en Holmes deyr. Í sögunni „The Adventure of the Empty House“ kemur Conan Doyle svo með þá skýringu að Holmes hafi einungis þóst vera dáinn vegna fjölda óvina sem hann átti.

Í sögunum býr Sherlock Holmes á Baker Street 221B með vini sínum og aðstoðarmanni, lækninum Dr. John H. Watson. Sögurnar eru allar fyrstu persónu frásagnir Dr. Watsons.

Það er hægt að lesa allar sögurnar um Shelock Holmes á vefsíðunni Sir Arthur Conan Doyle. Sögurnar eru líka til á flestum bókasöfnum, margar í íslenskri þýðingu.

Heimildir og myndir:


Þetta svar er eftir nemanda á námskeiði sem haldið var í júnímánuði 2007 á vegum Háskólaseturs Vestfjarða fyrir ungmenni á aldrinum 12-16 ára.

Höfundur

Útgáfudagur

15.6.2007

Spyrjandi

Katrín Birgisdóttir, f. 1987
Viktor Traustason, f. 1989

Tilvísun

Þorgerður Þorleifsdóttir. „Var Sherlock Holmes til í alvöru?“ Vísindavefurinn, 15. júní 2007, sótt 13. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6686.

Þorgerður Þorleifsdóttir. (2007, 15. júní). Var Sherlock Holmes til í alvöru? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6686

Þorgerður Þorleifsdóttir. „Var Sherlock Holmes til í alvöru?“ Vísindavefurinn. 15. jún. 2007. Vefsíða. 13. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6686>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Var Sherlock Holmes til í alvöru?
Sherlock Holmes er sögupersóna í bókum skoska rithöfundarins Arthurs Conans Doyles (1859-1930). Sherlock Holmes var þess vegna ekki til í alvörunni en vafalaust hafði rithöfundurinn ýmsar fyrirmyndir fyrir sögupersónunni, til dæmis prófessor Joshep Bell sem kenndi Doyle í háskóla. Á Netinu er hægt að finna bollalengingar um það að Holmes hafi verið til, meðal annars á síðunni The Straight Dope.

Margir lesendur Vísindavefsins velta því oft fyrir sér hvort hin og þessi fyrirbæri séu til í raun og veru og hægt er að lesa meira um það í svörum við eftirfarandi spurningum:

Conan Doyle skrifaði fjölmargar bækur, til að mynda vísindaskáldsögur, sögulegar skáldsögur, leikrit og ljóð. Sögurnar um Sherlock Holmes eru nákvæmlega 56 en fjórar stórar skáldsögur fjalla eingöngu um ævintýri Holmes. Conan Doyle ætlaði að verða læknir og lærði það. Á meðan hann beið eftir sjúklingum á læknastofu sinni fór hann að skrifa smásögur og hætti seinna sem læknir og sneri sér alfarið að ritstörfum.

Fyrsta smásaga Conan Doyle hét „J. Habakuk Jephson´s Statement“ en hún var birt árið 1884. Hún fjallaði þó ekki um Sherlock Holmes. Fyrsta sagan um hann hét „A Study in Scarlet“ og hún birtist í Beeton´s Christmas Annual árið 1887.



Hér sést Sherlock Holmes með pípu í hönd og vinur hans Dr. Watson á góðri stundu. Teikningin er eftir aðalteiknara Conans Doyles, Sidney Paget.

Þegar á leið fékk Conan Doyle leið á Sherlock Holmes og fannst hann þurfa að verja tíma sínum í eitthvað annað og merkilegra en söguskrif um hann. Móðir hans, Mary Foley, sagði þá að hann skyldi ákveða það sjálfur hvort hann hætti að skrifa um Holmes en almenningur myndi ekki taka því vel. Árið 1893 lét Doyle Sherlock Holmes deyja í söguni „The Final Problem“. En óánægja lesenda hans olli því að hann hélt áfram að skrifa um Holmes. Skömmu síðar gaf Conan Doyle út bókina Baskvervillehundinn (The Hound of the Baskervilles) en hún gerist áður en Holmes deyr. Í sögunni „The Adventure of the Empty House“ kemur Conan Doyle svo með þá skýringu að Holmes hafi einungis þóst vera dáinn vegna fjölda óvina sem hann átti.

Í sögunum býr Sherlock Holmes á Baker Street 221B með vini sínum og aðstoðarmanni, lækninum Dr. John H. Watson. Sögurnar eru allar fyrstu persónu frásagnir Dr. Watsons.

Það er hægt að lesa allar sögurnar um Shelock Holmes á vefsíðunni Sir Arthur Conan Doyle. Sögurnar eru líka til á flestum bókasöfnum, margar í íslenskri þýðingu.

Heimildir og myndir:


Þetta svar er eftir nemanda á námskeiði sem haldið var í júnímánuði 2007 á vegum Háskólaseturs Vestfjarða fyrir ungmenni á aldrinum 12-16 ára....