Sólin Sólin Rís 11:06 • sest 15:34 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:16 • Sest 01:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:14 • Síðdegis: 12:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:21 • Síðdegis: 19:10 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:06 • sest 15:34 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:16 • Sest 01:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:14 • Síðdegis: 12:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:21 • Síðdegis: 19:10 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvar og í hvers konar vistkerfi lifa afríkufílar?

JMH

Afríkufílar (Loxodonta spp.) greinast í tvær tegundir. Önnur þeirra og sú stærri er gresjufíllinn (L. africana). Hann finnst á opnum svæðum utan regnskóga Mið-Afríku, meðal annars á gresjunum og staktrjáasléttum (e. savanna) í austurhluta Afríku en einnig á gisnu svæði utan þéttustu skóga í vesturhluta álfunnar og á Kalahari-svæðinu í sunnanverðri Afríku.

Gresjufíll (Loxodonta africana).

Hin tegund fíla í Afríku er skógarfíllinn (L. cyclotis) sem finnst í þéttum regnskógum í miðhluta Afríku, aðallega í norðanverðu Kongó en einnig í Kamerún og aðliggjandi löndum þar sem þéttur hitabeltisregnskógurinn liggur.

Útbreiðsla afríkufíla sýnd með grænum lit.

Myndir:

Höfundur

Útgáfudagur

17.3.2014

Spyrjandi

Egill Hallgrímsson

Tilvísun

JMH. „Hvar og í hvers konar vistkerfi lifa afríkufílar?“ Vísindavefurinn, 17. mars 2014, sótt 9. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=66887.

JMH. (2014, 17. mars). Hvar og í hvers konar vistkerfi lifa afríkufílar? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=66887

JMH. „Hvar og í hvers konar vistkerfi lifa afríkufílar?“ Vísindavefurinn. 17. mar. 2014. Vefsíða. 9. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=66887>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvar og í hvers konar vistkerfi lifa afríkufílar?
Afríkufílar (Loxodonta spp.) greinast í tvær tegundir. Önnur þeirra og sú stærri er gresjufíllinn (L. africana). Hann finnst á opnum svæðum utan regnskóga Mið-Afríku, meðal annars á gresjunum og staktrjáasléttum (e. savanna) í austurhluta Afríku en einnig á gisnu svæði utan þéttustu skóga í vesturhluta álfunnar og á Kalahari-svæðinu í sunnanverðri Afríku.

Gresjufíll (Loxodonta africana).

Hin tegund fíla í Afríku er skógarfíllinn (L. cyclotis) sem finnst í þéttum regnskógum í miðhluta Afríku, aðallega í norðanverðu Kongó en einnig í Kamerún og aðliggjandi löndum þar sem þéttur hitabeltisregnskógurinn liggur.

Útbreiðsla afríkufíla sýnd með grænum lit.

Myndir:...