Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Hvað getur þú sagt mér um Neil Armstrong?

Guðjón Sveinsson og Vignir Már Lýðsson

Neil Armstrong var bandarískur geimfari sem öðlaðist frægð þegar hann varð fyrsti maðurinn til að stíga fæti á tunglið. Hann fæddist þann 5. ágúst árið 1930 á bóndabæ ömmu sinnar og afa í Auglazie-sýslu í Ohio-fylki. Um 13 ára aldur fluttist fjölskylda hans til bæjarins Wapakoneta sem er einnig í Ohio. Sá bær hefur fengið viðurnefnið "heimili fyrsta tunglfarans". Strax á unga aldri varð Neil Armstrong heillaður af flugi og fór í sína fyrstu flugferð aðeins 6 ára gamall í flugvéĺ af gerðinni Ford Tri-Motor.

Árið 1947 hóf Armstrong nám í flugvélaverkfræði við Purdue-háskóla í Indiana-fylki í Bandaríkjunum en tveimur árum síðar var hann kallaður til skyldustarfa hjá sjóhernum og þá sem flugmaður. Þegar Kóreustríðið hófst árið 1950 var hann sendur til Kóreu og flaug þar hinum svokölluðu Panther-þotum í 78 bardögum. Árið 1955 lauk hann námi sínu við Purdue-háskóla og hlaut gráðu í flugvélaverkfræði.

Neil Armstrong stillir sér upp fyrir Apollo 11 leiðangurinn árið 1969.

Armstrong starfaði sem reynsluflugmaður og flaug meðal annars byltingarkenndu herþotunni Bell X-5. Árið 1962 hóf hann þjálfun sína sem geimfari og fjórum árum síðar, þann 16. mars 1966, fór hann í sína fyrstu geimferð í geimfarinu Gemini 8. 20. júlí árið 1969 varð Armstrong heimsfrægur þegar hann og Edwin "Buzz" Aldrin úr Apollo 11 leiðangrinum, lentu tunglfarinu Erninum (e. The Eagle) á yfirborði tunglsins. Það kom í hlut Armstrongs að stíga á tunglið og þá sagði hann eina frægustu setningu allra tíma:
That's one small step for a man, one giant leap for mankind.

sem á íslensku útleggst sem:

Þetta er lítið skref fyrir mann en risastökk fyrir mannkynið.

Armstrong lét af störfum sem geimfari árið 1970. Honum var veitt prófessorsnafnbót í eldflaugaverkfræði við Suður-Kaliforníu-háskóla og starfaði við kennslu. Armstrong tók einnig þátt í rannsókn vegna Apollo 13 slyssins árið 1970.

Neil Armstrong hefur átt í nokkrum málaferlum vegna nafn síns og persónu. Árið 1994 kærði hann fyrirtækið Hallmark Cards fyrir að framleiða jólakúlu með áletruninni "That's one small step for a man, one giant leap for mankind." Árið 2005 seldi svo rakari nokkur lokk úr hári Armstrongs fyrir 3000 dali sem jafngildir tæpum 200 þúsund krónum. Nokkur fyrirbæri hafa verið nefnd í höfuðið á honum og má þar nefna Armstrong-gíginn á tunglinu, Armstrong-vatn í Star Trek-þáttunum og nokkra skóla og söfn.

Frekara lesefni á Vísindavefnum

Heimildir og mynd


Þetta svar er að hluta eftir nemanda í Háskóla unga fólksins, röð námskeiða á vegum Háskóla Íslands fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2007.

Höfundar

nemandi í Háskóla unga fólksins

Útgáfudagur

16.7.2007

Spyrjandi

Viðar Sigurðarson

Tilvísun

Guðjón Sveinsson og Vignir Már Lýðsson. „Hvað getur þú sagt mér um Neil Armstrong?“ Vísindavefurinn, 16. júlí 2007. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=6719.

Guðjón Sveinsson og Vignir Már Lýðsson. (2007, 16. júlí). Hvað getur þú sagt mér um Neil Armstrong? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6719

Guðjón Sveinsson og Vignir Már Lýðsson. „Hvað getur þú sagt mér um Neil Armstrong?“ Vísindavefurinn. 16. júl. 2007. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6719>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað getur þú sagt mér um Neil Armstrong?
Neil Armstrong var bandarískur geimfari sem öðlaðist frægð þegar hann varð fyrsti maðurinn til að stíga fæti á tunglið. Hann fæddist þann 5. ágúst árið 1930 á bóndabæ ömmu sinnar og afa í Auglazie-sýslu í Ohio-fylki. Um 13 ára aldur fluttist fjölskylda hans til bæjarins Wapakoneta sem er einnig í Ohio. Sá bær hefur fengið viðurnefnið "heimili fyrsta tunglfarans". Strax á unga aldri varð Neil Armstrong heillaður af flugi og fór í sína fyrstu flugferð aðeins 6 ára gamall í flugvéĺ af gerðinni Ford Tri-Motor.

Árið 1947 hóf Armstrong nám í flugvélaverkfræði við Purdue-háskóla í Indiana-fylki í Bandaríkjunum en tveimur árum síðar var hann kallaður til skyldustarfa hjá sjóhernum og þá sem flugmaður. Þegar Kóreustríðið hófst árið 1950 var hann sendur til Kóreu og flaug þar hinum svokölluðu Panther-þotum í 78 bardögum. Árið 1955 lauk hann námi sínu við Purdue-háskóla og hlaut gráðu í flugvélaverkfræði.

Neil Armstrong stillir sér upp fyrir Apollo 11 leiðangurinn árið 1969.

Armstrong starfaði sem reynsluflugmaður og flaug meðal annars byltingarkenndu herþotunni Bell X-5. Árið 1962 hóf hann þjálfun sína sem geimfari og fjórum árum síðar, þann 16. mars 1966, fór hann í sína fyrstu geimferð í geimfarinu Gemini 8. 20. júlí árið 1969 varð Armstrong heimsfrægur þegar hann og Edwin "Buzz" Aldrin úr Apollo 11 leiðangrinum, lentu tunglfarinu Erninum (e. The Eagle) á yfirborði tunglsins. Það kom í hlut Armstrongs að stíga á tunglið og þá sagði hann eina frægustu setningu allra tíma:
That's one small step for a man, one giant leap for mankind.

sem á íslensku útleggst sem:

Þetta er lítið skref fyrir mann en risastökk fyrir mannkynið.

Armstrong lét af störfum sem geimfari árið 1970. Honum var veitt prófessorsnafnbót í eldflaugaverkfræði við Suður-Kaliforníu-háskóla og starfaði við kennslu. Armstrong tók einnig þátt í rannsókn vegna Apollo 13 slyssins árið 1970.

Neil Armstrong hefur átt í nokkrum málaferlum vegna nafn síns og persónu. Árið 1994 kærði hann fyrirtækið Hallmark Cards fyrir að framleiða jólakúlu með áletruninni "That's one small step for a man, one giant leap for mankind." Árið 2005 seldi svo rakari nokkur lokk úr hári Armstrongs fyrir 3000 dali sem jafngildir tæpum 200 þúsund krónum. Nokkur fyrirbæri hafa verið nefnd í höfuðið á honum og má þar nefna Armstrong-gíginn á tunglinu, Armstrong-vatn í Star Trek-þáttunum og nokkra skóla og söfn.

Frekara lesefni á Vísindavefnum

Heimildir og mynd


Þetta svar er að hluta eftir nemanda í Háskóla unga fólksins, röð námskeiða á vegum Háskóla Íslands fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2007....