Sólin Sólin Rís 05:26 • sest 21:28 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:24 • Sest 05:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:10 • Síðdegis: 18:30 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:11 • Síðdegis: 12:20 í Reykjavík

Geta hvalir talist meindýr?

Jón Már Halldórsson

Hvort hvalir geti talist meindýr eða ekki fer eftir því hvaða skilning við leggjum í hugtakið meindýr.

Gömul skilgreining á meindýrum er eftirfarandi: dýr sem valda mönnum skaða á heimili, við vinnu eða á eigin skinni. Aðra og aðeins nánari skilgreiningu er að finna í reglugerð 350/2014 um meðferð varnarefna og notendaleyfi, sem einnig gildir um meindýraeyðingu. Þar eru meindýr talin vera vera rottur og mýs annars vegar og skordýr og aðrir hryggleysingjar hins vegar, sem valda tjóni eða umtalsverðum óhreinindum í eða við hýbýli manna, í gripahúsum, farartækjum, vöruskemmum og svo framvegis. Ein skilgreining enn, er sú að meindýr séu dýr sem valda eða geta valdið tjóni á eigum fólks eða sýkingarhættu (sjá 941/2002 - Reglugerð um hollustuhætti). Þessar skilgreiningar, eða útfærsla á þeim, ná sjálfsagt yfir það sem flestir telja meindýr í daglegu tali.

Hnúfubakur (Megaptera novaeangliae).

Vel má hugsa sér að skilgreiningin sé víkkuð út á þann hátt að til meindýra teljist öll dýr sem valda mönnum einhverjum efnahagslegum skaða. Þetta geta verið dýr sem keppa beint við menn um bráð, til dæmis dýr sem éta úr þeim fiskistofnun sem menn nýta, eins og sumar hvalategundir gera, eða óbeint með því að keppa um æti við nytjadýr mannsins. Þar má nefna stórvaxna skíðishvali sem lifa á átu sem er mikilvæg fæða margra nytjastofna.

Fæstir eru þó líklega þeirrar skoðunar að kalla dýr sem hafa slíkan „snertiflöt“ við hagsmuni mannsins, meindýr. Þetta eru einfaldlega samkeppnisaðilar um gæði náttúrunnar, líkt og ýmis önnur dýr svo sem selir. Þau valda okkur ekki beint meini heldur frekar óbeinu fjárhagstjóni, ef við kjósum að reikna dæmið þannig, þar sem þau eru í samkeppni við okkur um verðmæti.

Mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

30.9.2014

Spyrjandi

Bjarni Páll Ingason

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Geta hvalir talist meindýr?“ Vísindavefurinn, 30. september 2014. Sótt 23. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=67274.

Jón Már Halldórsson. (2014, 30. september). Geta hvalir talist meindýr? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=67274

Jón Már Halldórsson. „Geta hvalir talist meindýr?“ Vísindavefurinn. 30. sep. 2014. Vefsíða. 23. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=67274>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Geta hvalir talist meindýr?
Hvort hvalir geti talist meindýr eða ekki fer eftir því hvaða skilning við leggjum í hugtakið meindýr.

Gömul skilgreining á meindýrum er eftirfarandi: dýr sem valda mönnum skaða á heimili, við vinnu eða á eigin skinni. Aðra og aðeins nánari skilgreiningu er að finna í reglugerð 350/2014 um meðferð varnarefna og notendaleyfi, sem einnig gildir um meindýraeyðingu. Þar eru meindýr talin vera vera rottur og mýs annars vegar og skordýr og aðrir hryggleysingjar hins vegar, sem valda tjóni eða umtalsverðum óhreinindum í eða við hýbýli manna, í gripahúsum, farartækjum, vöruskemmum og svo framvegis. Ein skilgreining enn, er sú að meindýr séu dýr sem valda eða geta valdið tjóni á eigum fólks eða sýkingarhættu (sjá 941/2002 - Reglugerð um hollustuhætti). Þessar skilgreiningar, eða útfærsla á þeim, ná sjálfsagt yfir það sem flestir telja meindýr í daglegu tali.

Hnúfubakur (Megaptera novaeangliae).

Vel má hugsa sér að skilgreiningin sé víkkuð út á þann hátt að til meindýra teljist öll dýr sem valda mönnum einhverjum efnahagslegum skaða. Þetta geta verið dýr sem keppa beint við menn um bráð, til dæmis dýr sem éta úr þeim fiskistofnun sem menn nýta, eins og sumar hvalategundir gera, eða óbeint með því að keppa um æti við nytjadýr mannsins. Þar má nefna stórvaxna skíðishvali sem lifa á átu sem er mikilvæg fæða margra nytjastofna.

Fæstir eru þó líklega þeirrar skoðunar að kalla dýr sem hafa slíkan „snertiflöt“ við hagsmuni mannsins, meindýr. Þetta eru einfaldlega samkeppnisaðilar um gæði náttúrunnar, líkt og ýmis önnur dýr svo sem selir. Þau valda okkur ekki beint meini heldur frekar óbeinu fjárhagstjóni, ef við kjósum að reikna dæmið þannig, þar sem þau eru í samkeppni við okkur um verðmæti.

Mynd:

...