Sólin Sólin Rís 10:50 • sest 15:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 22:12 • Sest 15:15 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:13 • Síðdegis: 22:44 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:49 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík

Af hverju er fugladrit hvítt?

Jón Már Halldórsson

Ólíkt spendýrum þá pissa fuglar ekki. Nýru þeirra vinna köfnunarefnissambönd úr blóðinu líkt og spendýr gera, en í stað þess að leysa nitursamböndin í vatni og losa út sem þvag eru nitursamböndin losuð út á formi þvagsýru.

Þvagsýra hefur afar litla leysni í vatni þannig að hún gengur úr fuglum sem hvítt og seigljótandi efni sem við nefnum í daglegu tali drit. Með dritinu losa fuglar úrgang úr meltingarveginum í gegnum op sem nefnt er gotrauf eða klóak.

Hér sést vel hvernig fuglskítur er oft sambland af hinu hvíta seigfljótandi efni og saur.

Þannig er fugladrit oft sambland af hvítu seigu efni og saur. Gotraufin hefur margþætt hlutverk í starfsemi fugla. Auk þess að gegna hlutverki við úrgangslosun fer þar einnig fram frjóvgun og eggin ganga jafnframt þar út.

Mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

2.8.2007

Spyrjandi

Kristín Gísladóttir, Estherina OHara

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Af hverju er fugladrit hvítt? “ Vísindavefurinn, 2. ágúst 2007. Sótt 3. desember 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=6737.

Jón Már Halldórsson. (2007, 2. ágúst). Af hverju er fugladrit hvítt? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6737

Jón Már Halldórsson. „Af hverju er fugladrit hvítt? “ Vísindavefurinn. 2. ágú. 2007. Vefsíða. 3. des. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6737>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju er fugladrit hvítt?
Ólíkt spendýrum þá pissa fuglar ekki. Nýru þeirra vinna köfnunarefnissambönd úr blóðinu líkt og spendýr gera, en í stað þess að leysa nitursamböndin í vatni og losa út sem þvag eru nitursamböndin losuð út á formi þvagsýru.

Þvagsýra hefur afar litla leysni í vatni þannig að hún gengur úr fuglum sem hvítt og seigljótandi efni sem við nefnum í daglegu tali drit. Með dritinu losa fuglar úrgang úr meltingarveginum í gegnum op sem nefnt er gotrauf eða klóak.

Hér sést vel hvernig fuglskítur er oft sambland af hinu hvíta seigfljótandi efni og saur.

Þannig er fugladrit oft sambland af hvítu seigu efni og saur. Gotraufin hefur margþætt hlutverk í starfsemi fugla. Auk þess að gegna hlutverki við úrgangslosun fer þar einnig fram frjóvgun og eggin ganga jafnframt þar út.

Mynd:...