Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 149 svör fundust

category-iconHeimspeki

Eru hvítt og svart litir?

Segja má að svarið við þessu ráðist meðal annars af því hvort átt er við liti sem ljós úr ljósgjafa eða liti sem endurvarp ljóss, auk þess hvað átt er við með hugtakinu litur. Í svari Hauks Más Helgasonar og Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni Hvers vegna eru grunnlitir listmálara gulur, rauður og blár en gr...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Af hverju er fugladrit hvítt?

Ólíkt spendýrum þá pissa fuglar ekki. Nýru þeirra vinna köfnunarefnissambönd úr blóðinu líkt og spendýr gera, en í stað þess að leysa nitursamböndin í vatni og losa út sem þvag eru nitursamböndin losuð út á formi þvagsýru. Þvagsýra hefur afar litla leysni í vatni þannig að hún gengur úr fuglum sem hvítt og seig...

category-iconNæringarfræði

Getur fæða eins og hvítur sykur, hvítt hveiti og ger haft slæm áhrif á líkamann og valdið ofnæmi?

Mikil neysla á fínunnum sykri (hvítum sykri) getur haft í för með sér að næringarþéttni fæðisins verði lítil og að þörf kyrrsetufólks fyrir næringarefni sé ekki fullnægt. Ástæðan er sú að hvítum sykri fylgja engin lífsnauðsynleg vítamín né steinefni - aðeins orka. Ef þörf okkar fyrir næringarefni er ekki fullnægt,...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Er hvítt súkkulaði búið til úr hvítum kakóbaunum?

Nei, hvítt súkkulaði er ekki úr hvítum kakóbaunum heldur vantar í það efnin sem gera súkkulaði venjulega brúnt. Venjulegt dökkt eða brúnt súkkulaði er samsett úr þremur meginþáttum, kakómassa eða kakóþurrefnum, kakósmjöri og sykri auk bragðefna. Í hvítu súkkulaði eru hins vegar ekki kakóþurrefni, heldur aðeins ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað merkir orðasambandið 'að vera ekki um hvítt að velkja'?

Spurt var um orðasambandið ekki er um hvítt að velkja, það er ekki hvítt að velkja og það er ekki um hvítt að velkja í útvarpsþáttum Orðabókar Háskólans fyrir nokkrum árum. Það virðist ekki mikið notað en þó bárust nokkur svör sem bentu til að notkunin væri ekki staðbundin. Sögðu svarendur það notað um eitthva...

category-iconNæringarfræði

Er franskbrauð óhollara en heilhveitibrauð? Og þá hversu miklu?

Út frá næringargildi þessara afurða má fullyrða að heilhveitibrauð sé hollara en franskbrauð. Heilhveitibrauð inniheldur meira en franskbrauð af ýmsum B-vítamínum og steinefnum auk trefjaefna. Munurinn á þessum brauðum liggur í því hveiti sem notað er. Í franskbrauð, eða hvítt brauð, er notað hvítt hveiti sem e...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvað verður um hvíta litinn þegar snjórinn bráðnar?

Eins og fram kemur í svari Ara Ólafssonar við spurningunni Af hverju er snjórinn hvítur? þá endurspegla ískristallarnir í snjókornunum með dreifðu endurkasti nær allt ljós sem á þá fellur. Hvítt er sem kunnugt er blanda af öllum litum litrófsins. Því verður geislunin frá snjókornunum hvít sem er um leið litur snjó...

category-iconSelásskóli

Af hverju sogar svartur litur í sig mest ljós en samt er hann dökkur?

Ljósir hlutir endurkasta yfirleitt sólarljósinu sem fellur á þá. Hvítt blað endurkastar til dæmis nær öllu sólarljósinu og það er einmitt ástæðan fyrir því að blaðið er hvítt. Hvítt sólarljós er nefnilega blanda af öllum litum. Ef við litum blaðið grænt þá gleypir það í sig aðra liti úr sólarljósinu en einmitt þan...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvers vegna eru litir í öllum hlutum?

Til þess að svara þessari spurningu þurfum við fyrst að átta okkur á hugtakinu litir. Litirnir verða til í samspili milli tíðnidreifingar í ljósinu kringum okkur og sjónskynjunarinnar. Hægt er að lesa meira um það í löngu og ýtarlegu svari við spurningunni Hvað eru litir? eftir Þorstein Vilhjálmsson. Sólarlj...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Ef hvítt tígrisdýr og venjulegt tígrisdýr eignast afkvæmi, hvernig verður það á litinn?

Hvít tígrisdýr eru þekkt á fáeinum stöðum á Norður-Indlandi en hafa orðið vinsæl í dýragörðum sökum þess hversu fágæt þau eru. Orsökin fyrir hvíta litnum er stökkbreyting í geni einu sem ákvarðar grunnlit feldar dýranna. Genið sem ræður hvíta litum er víkjandi og því þarf tígrisdýrahvolpur að fá gen fyrir hví...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvers vegna er sólin gul og grasið grænt?

Aðrir spyrjendur eru nokkrir nemendur 7. bekkjar Lágafellsskóla:Harpa Methúsalemsdóttir, Tómas Helgi Valdimarsson, Kristín Helga Hermannsdóttir, Arnór Snær Guðmundsson, Karen Gústavsdóttir, Alex Jökulsson Við höfum áður fjallað um litinn á sólinni, til dæmis af hverju hún verður gul og síðan rauðleit eftir því s...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Af hverju er grasið grænt?

Sólarljósið er í raun hvítt ljós sem er blanda af öllum litum. Þegar sólarljósið fellur á hluti á jörðinni drekka þeir hluta af því í sig en endurkasta hinu. Endurkastið ræður litnum á hlutnum. Hlutir sem endurkasta öllu ljósinu en drekka ekkert í sig eru hvítir, eins og til dæmis hvítt blað eða strigi málarans...

category-iconHeimspeki

Hvernig er ekkert á litinn?

Við þessari spurningu koma mörg svör til greina. Við skulum skoða nokkur þeirra: Ekkert er væntanlega litlaust. Ef við gerum ráð fyrir að "ekkert" hljóti að vera það sem er ekki neitt, þá hefur það ekki lit. Þetta þýðir þó ekki að þetta ekkert sé gegnsætt, þar sem orðið gegnsætt felur í sér að til staðar sé ein...

category-iconNæringarfræði

Af hverju er mjólkin hvít?

Einn spyrjandi spurði sérstaklega: Ég er leikskólakennari og fékk þessa spurningu, af hverju er mjólkin hvít? Ástæða þess að mjólk er hvít er að hún endurkastar öllu ljósi. Litir sem hlutir taka á sig fara eftir því hversu mikið ljós þeir draga í sig. Ef hlutur dregur allt ljós í sig og endurkastar engu þá ...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Af hverju virðast æðarnar á okkur bláar þótt blóðið sé rautt?

Blóðið í æðum okkar er yfirleitt rautt að lit. Þetta vita flestir sem hafa fengið sár sem blæðir úr. Rauði liturinn stafar af svokölluðu hemóglóbíni (e. hemoglobin), eða blóðrauða. Hemóglóbín sér um að flytja súrefni um líkamann með því að binda súrefnið við járn. Við þessa bindingu verður blóðið ljósrautt, en í s...

Fleiri niðurstöður