Sólin Sólin Rís 10:31 • sest 15:59 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:37 • Síðdegis: 20:01 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:22 • Síðdegis: 14:00 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hvort á maður að skrifa þegar sendar eru upplýsingar til þriðja aðila: 'ég sendi Jónu launaseðilinn sinn' eða 'ég sendi Jónu launaseðilinn hennar'?

Guðrún Kvaran

Eignarfornöfn tákna eign einhvers eða umráð hans yfir einhverju. Þau eru minn, þinn og vor. Fornafnið sinn telst afturbeygt eignarfornafn. Afturbeygða eignarfornafnið er notað ef eigandinn er frumlagið í setningu. Dæmi:

a) Jón borðaði ísinn sinn.

Eigandinn er Jón, Jón er frumlag setningarinnar og sinn er afturbeygt eignarfornafn.

b) Jón borðaði ísinn hennar.

Jón er frumlag setningarinnar en hann átti ekki ísinn og því er ekki notað afturbeygt eignarfornafn heldur persónufornafnið hennar.

Þegar upplýsingar eru sendar til þriðja aðila er réttara er að segja 'ég sendi Jónu launaseðilinn hennar'.

Í dæmunum sem spurt var um er það Jóna sem á launaseðilinn, ekki frumlagið ég. Því er síðari setningin rétt, það er notkun persónufornafnsins hennar sem vísar til eigandans.

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

10.7.2014

Spyrjandi

Hulda Stefánsdóttir

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvort á maður að skrifa þegar sendar eru upplýsingar til þriðja aðila: 'ég sendi Jónu launaseðilinn sinn' eða 'ég sendi Jónu launaseðilinn hennar'?“ Vísindavefurinn, 10. júlí 2014. Sótt 26. nóvember 2022. http://visindavefur.is/svar.php?id=67436.

Guðrún Kvaran. (2014, 10. júlí). Hvort á maður að skrifa þegar sendar eru upplýsingar til þriðja aðila: 'ég sendi Jónu launaseðilinn sinn' eða 'ég sendi Jónu launaseðilinn hennar'? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=67436

Guðrún Kvaran. „Hvort á maður að skrifa þegar sendar eru upplýsingar til þriðja aðila: 'ég sendi Jónu launaseðilinn sinn' eða 'ég sendi Jónu launaseðilinn hennar'?“ Vísindavefurinn. 10. júl. 2014. Vefsíða. 26. nóv. 2022. <http://visindavefur.is/svar.php?id=67436>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvort á maður að skrifa þegar sendar eru upplýsingar til þriðja aðila: 'ég sendi Jónu launaseðilinn sinn' eða 'ég sendi Jónu launaseðilinn hennar'?
Eignarfornöfn tákna eign einhvers eða umráð hans yfir einhverju. Þau eru minn, þinn og vor. Fornafnið sinn telst afturbeygt eignarfornafn. Afturbeygða eignarfornafnið er notað ef eigandinn er frumlagið í setningu. Dæmi:

a) Jón borðaði ísinn sinn.

Eigandinn er Jón, Jón er frumlag setningarinnar og sinn er afturbeygt eignarfornafn.

b) Jón borðaði ísinn hennar.

Jón er frumlag setningarinnar en hann átti ekki ísinn og því er ekki notað afturbeygt eignarfornafn heldur persónufornafnið hennar.

Þegar upplýsingar eru sendar til þriðja aðila er réttara er að segja 'ég sendi Jónu launaseðilinn hennar'.

Í dæmunum sem spurt var um er það Jóna sem á launaseðilinn, ekki frumlagið ég. Því er síðari setningin rétt, það er notkun persónufornafnsins hennar sem vísar til eigandans.

Mynd:

...