Sólin Sólin Rís 07:46 • sest 18:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 10:16 • Sest 18:20 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:16 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:01 • Síðdegis: 13:16 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 07:46 • sest 18:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 10:16 • Sest 18:20 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:16 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:01 • Síðdegis: 13:16 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvers vegna er núna verið að mæla með ísbaði eftir mikla áreynslu hjá íþróttamönnum? Hverju skilar það?

Þórarinn Sveinsson

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:
Hvers vegna er núna verið að mæla með ísbaði eftir mikla áreynslu hjá íþróttamönnum? Hverju skilar ísbaðið? Er ekki lengur gott að fara í heitt bað eftir að hafa erfiðað?
Kuldi hefur margvísleg áhrif á líkamsstarfsemina. Það er vel þekkt að kæling dregur úr bólgumyndun og blæðingum eftir áverka. Þegar menn hljóta áverka eru fyrstu viðbrögð þess vegna oft kæling.

Íþróttakappar í ísbaði.

Það að kæla líkamann eftir mikið erfiði án augljósra áverka hefur minna verið notað og rannsakað. Að undanförnu virðist þó sem kæling af þessu tagi hafi færst í vöxt. Þær rannsóknir sem gerðar hafa verið benda til þess að séu vöðvar kældir eða settir í ísbað í um 10 mínútur, séu þeir fljótari að ná sér eftir mikið erfiði. Meðal annars eru harðsperrur fljótari að hverfa og vöðvinn nær fyrr en ella fullum styrk aftur.

Við mikla áreynslu verða svonefndar örblæðingar í vöðvanum, en það eru minni háttar blæðingar, og þá myndast bólgur. Þó margt sé óljóst um hlutverk bólgumyndunar þá hefur hún væntanlega einhverja þýðingu fyrir viðgerð og endunýjun á vöðvavefnum svo og ónæmiskerfið. Engu að síður er talið að blæðingar og bólgur valdi líka viðbótarskemmdum, svokölluðum annars stigs skemmdum. Auk þess tekur það nokkurn tíma fyrir bólguna að hjaðna og líkamann að hreinsa blæðinguna. Kælingin er talin draga úr þessum annars stigs skemmdum með því að draga úr bólgumyndunum og minnka örblæðinguna.

En kæling hefur líka ýmis önnur áhrif. Hún deyfir sársauka og önnur skynfæri í vöðvum og liðamótum. Það hefur síðan áhrif á jafnvægisskyn og hreyfistjórn. Þess vegna er mikilvægt að hafa það í huga að ef menn hreyfa sig mikið strax að kælingu lokinni getur það aukið líkur á meiðslum. Dæmi eru líka til um það að íþróttamenn hafi eyðlagt taugar með því að frysta þær með of mikilli kælingu.

Wim Hof á heimsmetið í því að liggja lengi í ís.

Einnig er mikilvægt að hafa það hugfast að kælingin hægir á efnaskiptum í vöðvanum og minnkar blóðflæðið. Hvoru tveggja hægir á viðgerðarferlum og endurnýjun orkubirgða í vöðvafrumunum. Of mikil eða of löng kæling getur því hugsanlega haft neikvæð áhrif. Heitt bað eftir áreynslu er einmitt talið flýta fyrir endurnýjun vöðvans með því að auka blóðflæði og hraða efnaskiptum. Hugsanlegt er því að heitt bað sé mikilvægt rétt eftir að vöðvar hafa verið kældir. Reyndar hafa verið settar fram hugmyndir um að köld og heit böð á víxl séu mjög góð fyrir endurnýjun líkamans eftir áreynslu en mjög takmarkaðar rannsóknir eru þó til um það. Því hefur verið haldið fram að kæling flýti fyrir því að vöðvar losi sig við mjólkursýru en miklu líklegra er að kælingin hægi á því ferli.

Margt er enn óljóst um gildi kælingar eftir mikið erfiði. Hvenær á að kæla og hvað á að kæla lengi? Hvað þarf áreynslan að vera mikil og standa yfir lengi svo kælingin geri gagn? Eru viðbrögð við kælingu, og þar af leiðandi hugsanlegur ávinningur, einstaklingsbundin? Allt eru þetta spurningar sem þarf að fá svör við áður en hægt er að fullyrða frekar um gildi kælingar eftir erfiði.

Frekara lesefni eftir sama höfund á Vísindavefnum:

Myndir:

Höfundur

Þórarinn Sveinsson

prófessor við námsbraut í sjúkraþjálfun við HÍ

Útgáfudagur

10.8.2007

Síðast uppfært

18.6.2018

Spyrjandi

Hlynur Guðmundsson

Tilvísun

Þórarinn Sveinsson. „Hvers vegna er núna verið að mæla með ísbaði eftir mikla áreynslu hjá íþróttamönnum? Hverju skilar það?“ Vísindavefurinn, 10. ágúst 2007, sótt 4. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6750.

Þórarinn Sveinsson. (2007, 10. ágúst). Hvers vegna er núna verið að mæla með ísbaði eftir mikla áreynslu hjá íþróttamönnum? Hverju skilar það? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6750

Þórarinn Sveinsson. „Hvers vegna er núna verið að mæla með ísbaði eftir mikla áreynslu hjá íþróttamönnum? Hverju skilar það?“ Vísindavefurinn. 10. ágú. 2007. Vefsíða. 4. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6750>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvers vegna er núna verið að mæla með ísbaði eftir mikla áreynslu hjá íþróttamönnum? Hverju skilar það?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:

Hvers vegna er núna verið að mæla með ísbaði eftir mikla áreynslu hjá íþróttamönnum? Hverju skilar ísbaðið? Er ekki lengur gott að fara í heitt bað eftir að hafa erfiðað?
Kuldi hefur margvísleg áhrif á líkamsstarfsemina. Það er vel þekkt að kæling dregur úr bólgumyndun og blæðingum eftir áverka. Þegar menn hljóta áverka eru fyrstu viðbrögð þess vegna oft kæling.

Íþróttakappar í ísbaði.

Það að kæla líkamann eftir mikið erfiði án augljósra áverka hefur minna verið notað og rannsakað. Að undanförnu virðist þó sem kæling af þessu tagi hafi færst í vöxt. Þær rannsóknir sem gerðar hafa verið benda til þess að séu vöðvar kældir eða settir í ísbað í um 10 mínútur, séu þeir fljótari að ná sér eftir mikið erfiði. Meðal annars eru harðsperrur fljótari að hverfa og vöðvinn nær fyrr en ella fullum styrk aftur.

Við mikla áreynslu verða svonefndar örblæðingar í vöðvanum, en það eru minni háttar blæðingar, og þá myndast bólgur. Þó margt sé óljóst um hlutverk bólgumyndunar þá hefur hún væntanlega einhverja þýðingu fyrir viðgerð og endunýjun á vöðvavefnum svo og ónæmiskerfið. Engu að síður er talið að blæðingar og bólgur valdi líka viðbótarskemmdum, svokölluðum annars stigs skemmdum. Auk þess tekur það nokkurn tíma fyrir bólguna að hjaðna og líkamann að hreinsa blæðinguna. Kælingin er talin draga úr þessum annars stigs skemmdum með því að draga úr bólgumyndunum og minnka örblæðinguna.

En kæling hefur líka ýmis önnur áhrif. Hún deyfir sársauka og önnur skynfæri í vöðvum og liðamótum. Það hefur síðan áhrif á jafnvægisskyn og hreyfistjórn. Þess vegna er mikilvægt að hafa það í huga að ef menn hreyfa sig mikið strax að kælingu lokinni getur það aukið líkur á meiðslum. Dæmi eru líka til um það að íþróttamenn hafi eyðlagt taugar með því að frysta þær með of mikilli kælingu.

Wim Hof á heimsmetið í því að liggja lengi í ís.

Einnig er mikilvægt að hafa það hugfast að kælingin hægir á efnaskiptum í vöðvanum og minnkar blóðflæðið. Hvoru tveggja hægir á viðgerðarferlum og endurnýjun orkubirgða í vöðvafrumunum. Of mikil eða of löng kæling getur því hugsanlega haft neikvæð áhrif. Heitt bað eftir áreynslu er einmitt talið flýta fyrir endurnýjun vöðvans með því að auka blóðflæði og hraða efnaskiptum. Hugsanlegt er því að heitt bað sé mikilvægt rétt eftir að vöðvar hafa verið kældir. Reyndar hafa verið settar fram hugmyndir um að köld og heit böð á víxl séu mjög góð fyrir endurnýjun líkamans eftir áreynslu en mjög takmarkaðar rannsóknir eru þó til um það. Því hefur verið haldið fram að kæling flýti fyrir því að vöðvar losi sig við mjólkursýru en miklu líklegra er að kælingin hægi á því ferli.

Margt er enn óljóst um gildi kælingar eftir mikið erfiði. Hvenær á að kæla og hvað á að kæla lengi? Hvað þarf áreynslan að vera mikil og standa yfir lengi svo kælingin geri gagn? Eru viðbrögð við kælingu, og þar af leiðandi hugsanlegur ávinningur, einstaklingsbundin? Allt eru þetta spurningar sem þarf að fá svör við áður en hægt er að fullyrða frekar um gildi kælingar eftir erfiði.

Frekara lesefni eftir sama höfund á Vísindavefnum:

Myndir:...