Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hvað þýðir orðið hvoll í örnefnum eins og Hvolsvöllur og Bergþórshvoll?

Orðið hvoll er hliðarmynd við hóll og líkrar merkingar, eða ‚ávöl hæð‘. Í eldra máli var orðmyndin hváll, til dæmis Arnarhváll í Reykjavík, nú Arnarhóll.

Um tugur bæja í landinu hefur orðið að fyrri eða seinni lið, meðal annars Hvolsvöllur, sem kenndur er við Stórólfshvol, og Bergþórshvoll í Landeyjum. Þessi bæjarheiti má sjá með því að fara á vef Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og finna gagnasafn sem kallast Bæjatal. Þar má setja inn bæjarnafn eða hluta út heiti. Niðurstöður leitarinnar sýna öll bæjarnöfn þar sem viðkomandi orð er að finna, bæði heitið eitt og sér og sem samsett orð ef það á við.

Hvoll þekkist víða um land, hér er bærinn Hvoll í Húnaþing vestra.

Mynd:

Útgáfudagur

2.10.2014

Spyrjandi

Bjarki

Höfundur

Svavar Sigmundsson

fyrrv. forstöðumaður Örnefnastofnunar

Tilvísun

Svavar Sigmundsson. „Hvað þýðir orðið hvoll í örnefnum eins og Hvolsvöllur og Bergþórshvoll?“ Vísindavefurinn, 2. október 2014. Sótt 21. nóvember 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=67573.

Svavar Sigmundsson. (2014, 2. október). Hvað þýðir orðið hvoll í örnefnum eins og Hvolsvöllur og Bergþórshvoll? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=67573

Svavar Sigmundsson. „Hvað þýðir orðið hvoll í örnefnum eins og Hvolsvöllur og Bergþórshvoll?“ Vísindavefurinn. 2. okt. 2014. Vefsíða. 21. nóv. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=67573>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Sumarliði Ragnar Ísleifsson

1955

Sumarliði R. Ísleifsson er lektor í hagnýtri menningarmiðlun við Háskóla Íslands. Rannsóknir hans hafa snúið að atvinnu- og félagssögu Íslands og beinst að ímyndum Íslands og Íslendinga og hvernig þær hafa tengst viðhorfum til Grænlands.