Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju fá kýr júgurbólgu?

Júgurbólga er einfaldlega bakteríusýking í spenum/mjólkurkirtlum spendýra. Hjá kúm eru það bakteríur úr umhverfi þeirra eða frá öðrum kúm sem berast á júgrið og þaðan inn um spenaopið. Eftir því sem fleiri kýr í fjósinu eru með júgurbólgusmit og hreinlæti er lakara, þeim mun meiri hætta er á að heilbrigðar kýr smitist.

Júgurbólga í kúm orsakast af bakteríum.

Algengustu bakteríurnar sem valda júgurbólgu eru Staphylococcus aureus, Streptococcus agalactia, kóagúlasa neikvæðir stafylokokkar, Streptococcus uberis og E. coli. Þessar tegundir valda misjafnlega alvarlegri júgurbólgu í kúm.

Staphylococcus aureus er algengasta sýkillinn sem veldur júgurbólgu kúm hér á landi. Þessa bakteríu er helst að finna á húð manna og dýra, og þá sérstaklega í sárum.

Mynd:

Útgáfudagur

9.9.2014

Spyrjandi

Eyrún Hjálmarsdóttir, f. 2005

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Af hverju fá kýr júgurbólgu?“ Vísindavefurinn, 9. september 2014. Sótt 16. nóvember 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=67635.

Jón Már Halldórsson. (2014, 9. september). Af hverju fá kýr júgurbólgu? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=67635

Jón Már Halldórsson. „Af hverju fá kýr júgurbólgu?“ Vísindavefurinn. 9. sep. 2014. Vefsíða. 16. nóv. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=67635>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Hanna Ragnarsdóttir

1960

Hanna Ragnarsdóttir er prófessor í fjölmenningarfræðum við Menntavísindasvið HÍ. Rannsóknir hennar hafa einkum beinst að börnum og fullorðnum af erlendum uppruna í íslensku samfélagi og skólum og ýmsum þáttum fjölmenningarlegs skólastarfs.