Sólin Sólin Rís 03:48 • sest 23:17 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:45 • Síðdegis: 15:34 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:01 • Síðdegis: 21:55 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 03:48 • sest 23:17 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:45 • Síðdegis: 15:34 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:01 • Síðdegis: 21:55 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er rétt mál að segja 'þegar að' og 'ef að'?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona:
Hvaða reglur gilda um orðið „að“? Er til dæmis „þegar að hann“ og „ef að hann“ ekki meira talmál en rétt málfar?

Þegar og ef sem spurt er um teljast til samtenginga. Þegar er tíðartenging og ef skilyrðistenging. Margar fleiri samtengingar eru notaðar í íslensku, til dæmis nema (skilyrðistenging), sem (tilvísunartenging) og hvort (spurnartenging). Tilhneiging er til að bæta við allar þessar samtengingar og telst það ekki rétt mál. Ekki er til dæmis rétt að segja: „maðurinn *sem að kom í gær er frændi minn.“ Rétt er: „maðurinn sem kom í gær er frændi minn.“ Sömuleiðis er ekki rétt að bæta við í: „allir fóru heim *þegar að leikurinn var búinn.“

Allir fóru heim þegar leikurinn var búinn.

Hugsanlegt er að fleiryrtar samtengingar hafi ýtt undir þessa notkun í undanfarandi dæmum. Þá er átt við samtengingar eins og þó að, af því að, með því að og fleiri. Þarna er hluti samtengingarinnar. Rétt er að segja: „ég ætla út þó að rigni.“ Þarna er einnig hægt að nota einyrtu samtenginguna þótt, „ég ætla út þótt rigni“ en ekki „ég ætla út *þótt að rigni.“

Mynd:


Hér er einnig svarað spurningunni:
  • Er einhvern tímann rétt að segja 'sem að'?

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

20.10.2014

Spyrjandi

Hörður Tulinius, Sverrir Þorvaldsson

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Er rétt mál að segja 'þegar að' og 'ef að'?“ Vísindavefurinn, 20. október 2014, sótt 17. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=67647.

Guðrún Kvaran. (2014, 20. október). Er rétt mál að segja 'þegar að' og 'ef að'? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=67647

Guðrún Kvaran. „Er rétt mál að segja 'þegar að' og 'ef að'?“ Vísindavefurinn. 20. okt. 2014. Vefsíða. 17. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=67647>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er rétt mál að segja 'þegar að' og 'ef að'?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona:

Hvaða reglur gilda um orðið „að“? Er til dæmis „þegar að hann“ og „ef að hann“ ekki meira talmál en rétt málfar?

Þegar og ef sem spurt er um teljast til samtenginga. Þegar er tíðartenging og ef skilyrðistenging. Margar fleiri samtengingar eru notaðar í íslensku, til dæmis nema (skilyrðistenging), sem (tilvísunartenging) og hvort (spurnartenging). Tilhneiging er til að bæta við allar þessar samtengingar og telst það ekki rétt mál. Ekki er til dæmis rétt að segja: „maðurinn *sem að kom í gær er frændi minn.“ Rétt er: „maðurinn sem kom í gær er frændi minn.“ Sömuleiðis er ekki rétt að bæta við í: „allir fóru heim *þegar að leikurinn var búinn.“

Allir fóru heim þegar leikurinn var búinn.

Hugsanlegt er að fleiryrtar samtengingar hafi ýtt undir þessa notkun í undanfarandi dæmum. Þá er átt við samtengingar eins og þó að, af því að, með því að og fleiri. Þarna er hluti samtengingarinnar. Rétt er að segja: „ég ætla út þó að rigni.“ Þarna er einnig hægt að nota einyrtu samtenginguna þótt, „ég ætla út þótt rigni“ en ekki „ég ætla út *þótt að rigni.“

Mynd:


Hér er einnig svarað spurningunni:
  • Er einhvern tímann rétt að segja 'sem að'?

...