Sólin Sólin Rís 10:59 • sest 15:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:50 • Sest 21:32 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:33 • Síðdegis: 22:04 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:10 • Síðdegis: 16:02 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:59 • sest 15:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:50 • Sest 21:32 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:33 • Síðdegis: 22:04 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:10 • Síðdegis: 16:02 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er Teboðshreyfing? Ég hef heyrt þetta nokkrum sinnum í fréttum að undanförnu.

Björn Reynir Halldórsson

Teboðshreyfingin (e. Tea Party Movement) er heiti á óformlegri grasrótarhreyfingu sem starfar yst á hægri væng bandarískra stjórnmála. Hreyfingin er gjarnan tengd við Repúblikanaflokkinn þar sem meðlimir hennar hafa helst náð frama í bandarískum stjórnmálum. Hreyfingin á sér hvorki opinbera talsmenn né landsnefndir en starfar víðsvegar um Bandaríkin í smærri einingum, sem hafa margar sjálfstæð baráttumál og markmið á stefnuskránni.

Teboðshreyfingin komst í heimsfréttirnar árið 2009 þegar hún stóð fyrir röð mótmæla sem beindust meðal annars gegn Barack Obama Bandaríkjaforseta. Hún átti töluverðri velgengni að fagna í þingkosningunum 2010 en vinsældir hennar hafa dalað síðan. Þekktasti meðlimur hreyfingarinnar er líklega Sarah Palin, fyrrverandi ríkisstjóri Alaska og varaforsetaefni Repúblikana í forsetakosningunum 2008.

Upphaf teboðshreyfingarinnar er gjarnan rakið til útsendingar fréttamannsins Ricks Santellis, fréttaritara CNBC, frá gólfinu í kauphöll Chicago-borgar í febrúar 2009. Þar mótmælti hann af eldmóði áformum Baracks Obama um niðurfellingar á húsnæðisskuldum og sagðist vera að hugsa um að bjóða til 'teboðs' í Chicago. Þar vísaði hann til hins sögufræga teboðs í Boston (e. Boston Tea Party) í desember árið 1773, þegar nokkrir nýlendubúar tóku sig saman og hentu tefarmi Austur-Indíafélagsins fyrir borð við höfnina í Boston. Var það gert í mótmælaskyni við skattlagningu breska þingsins á kaupvarningi í nýlendum Bretlands en íbúar nýlendnanna áttu engan fulltrúa á breska þinginu og fannst því á sér brotið með skattlagningunni. Deilan átti eftir að magnast og varð undanfari frelsisstríðs Bandaríkjanna.

Sarah Palin fyrrverandi ríkisstjóri Alaska og varaforsetaefni Repúblikana í forsetakosningunum árið 2008 er líklega þekktasta andlit Teboðshreyfingarinnar.

Eftir sjónvarpsútsendingu Santellis tóku hjólin að snúast og voru fyrstu mótmæli teboðshreyfingarinnar skipulögð þann 15. apríl, daginn sem Bandaríkjamenn þurfa að standa skil á skatti ár hvert. Mótmælin vöktu mikla athygli og tóku um 250 þúsund manns þátt í þeim. Í kjölfarið naut hreyfingin töluverðs meðbyrs og áttu samfélagsmiðlar á borð við Facebook og Twitter, sem og myndbandavefir eins og YouTube, ríkan þátt í því. Fleiri mótmæli fylgdu í kjölfarið meðal annars þann 4. júlí, á þjóðhátíðardegi Bandaríkjanna og 12. september, daginn eftir 11. september.

Auk lækkunar á sköttum eru helstu baráttumál hreyfingarinnar minni ríkisútgjöld, aukið markaðsfrelsi og áherslur á kristin gildi. Sumir meðlimir teboðshreyfingarinnar nota einmitt orðið 'tea' sem skammstöfun fyrir slagorðið 'taxed enough already' eða 'skattlagðir nógu mikið, nú þegar'. Þá er hreyfingin ekki síst knúin áfram af persónulegri andstöðu við Barack Obama Bandaríkjaforseta og stefnumál hans, til dæmis frumvarp hans um sjúkratryggingar, sem var mjög umdeilt. Þá hafa ýmsir meðlimir hreyfingarinnar lýst yfir efasemdum um að Obama sé fæddur bandarískur ríkisborgari og þar af leiðandi ekki kjörgengur sem forseti Bandaríkjanna þrátt fyrir að fæðingavottorð hans, sem sannar hið gagnstæða, hafi verið gert opinbert. Þá afneita meðlimir hreyfingarinnar margir hverjir þróunarkenningunni og hnattrænni hlýnun af mannavöldum.

Ýmsir gagnrýnendur teboðshreyfingarinnar halda því fram að hreyfingin sé ekki raunveruleg grasrótarsamtök heldur svokölluð gervigrasrótarhreyfing (e. Astroturf). Hugtakið er notað um hreyfingar sem ekki eru raunverulega sjálfsprottnar heldur knúnar áfram af styrkjum frá stórfyrirtækjum sem sjá sér hag í því að hafa áhrif á almenningsálitið fyrir málstað sinn. Teboðshreyfingin hefur notið beinna og óbeinna styrkja frá fjársterkum aðilum á borð við Koch-bræður, sem meðal annars hafa auðgast á olíuvinnslu, og frá fjölmiðlarisanum Rupert Murdoch. Hreyfingin hefur sömuleiðis greiðan aðgang að áhrifamiklum fjölmiðlum á borð við bandarísku sjónvarpsstöðina Fox.

Heimildir:

Mynd:

Höfundur

Útgáfudagur

23.10.2014

Spyrjandi

Þorvaldur Júlíusson f. 1998

Tilvísun

Björn Reynir Halldórsson. „Hvað er Teboðshreyfing? Ég hef heyrt þetta nokkrum sinnum í fréttum að undanförnu..“ Vísindavefurinn, 23. október 2014, sótt 6. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=67653.

Björn Reynir Halldórsson. (2014, 23. október). Hvað er Teboðshreyfing? Ég hef heyrt þetta nokkrum sinnum í fréttum að undanförnu.. Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=67653

Björn Reynir Halldórsson. „Hvað er Teboðshreyfing? Ég hef heyrt þetta nokkrum sinnum í fréttum að undanförnu..“ Vísindavefurinn. 23. okt. 2014. Vefsíða. 6. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=67653>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er Teboðshreyfing? Ég hef heyrt þetta nokkrum sinnum í fréttum að undanförnu.
Teboðshreyfingin (e. Tea Party Movement) er heiti á óformlegri grasrótarhreyfingu sem starfar yst á hægri væng bandarískra stjórnmála. Hreyfingin er gjarnan tengd við Repúblikanaflokkinn þar sem meðlimir hennar hafa helst náð frama í bandarískum stjórnmálum. Hreyfingin á sér hvorki opinbera talsmenn né landsnefndir en starfar víðsvegar um Bandaríkin í smærri einingum, sem hafa margar sjálfstæð baráttumál og markmið á stefnuskránni.

Teboðshreyfingin komst í heimsfréttirnar árið 2009 þegar hún stóð fyrir röð mótmæla sem beindust meðal annars gegn Barack Obama Bandaríkjaforseta. Hún átti töluverðri velgengni að fagna í þingkosningunum 2010 en vinsældir hennar hafa dalað síðan. Þekktasti meðlimur hreyfingarinnar er líklega Sarah Palin, fyrrverandi ríkisstjóri Alaska og varaforsetaefni Repúblikana í forsetakosningunum 2008.

Upphaf teboðshreyfingarinnar er gjarnan rakið til útsendingar fréttamannsins Ricks Santellis, fréttaritara CNBC, frá gólfinu í kauphöll Chicago-borgar í febrúar 2009. Þar mótmælti hann af eldmóði áformum Baracks Obama um niðurfellingar á húsnæðisskuldum og sagðist vera að hugsa um að bjóða til 'teboðs' í Chicago. Þar vísaði hann til hins sögufræga teboðs í Boston (e. Boston Tea Party) í desember árið 1773, þegar nokkrir nýlendubúar tóku sig saman og hentu tefarmi Austur-Indíafélagsins fyrir borð við höfnina í Boston. Var það gert í mótmælaskyni við skattlagningu breska þingsins á kaupvarningi í nýlendum Bretlands en íbúar nýlendnanna áttu engan fulltrúa á breska þinginu og fannst því á sér brotið með skattlagningunni. Deilan átti eftir að magnast og varð undanfari frelsisstríðs Bandaríkjanna.

Sarah Palin fyrrverandi ríkisstjóri Alaska og varaforsetaefni Repúblikana í forsetakosningunum árið 2008 er líklega þekktasta andlit Teboðshreyfingarinnar.

Eftir sjónvarpsútsendingu Santellis tóku hjólin að snúast og voru fyrstu mótmæli teboðshreyfingarinnar skipulögð þann 15. apríl, daginn sem Bandaríkjamenn þurfa að standa skil á skatti ár hvert. Mótmælin vöktu mikla athygli og tóku um 250 þúsund manns þátt í þeim. Í kjölfarið naut hreyfingin töluverðs meðbyrs og áttu samfélagsmiðlar á borð við Facebook og Twitter, sem og myndbandavefir eins og YouTube, ríkan þátt í því. Fleiri mótmæli fylgdu í kjölfarið meðal annars þann 4. júlí, á þjóðhátíðardegi Bandaríkjanna og 12. september, daginn eftir 11. september.

Auk lækkunar á sköttum eru helstu baráttumál hreyfingarinnar minni ríkisútgjöld, aukið markaðsfrelsi og áherslur á kristin gildi. Sumir meðlimir teboðshreyfingarinnar nota einmitt orðið 'tea' sem skammstöfun fyrir slagorðið 'taxed enough already' eða 'skattlagðir nógu mikið, nú þegar'. Þá er hreyfingin ekki síst knúin áfram af persónulegri andstöðu við Barack Obama Bandaríkjaforseta og stefnumál hans, til dæmis frumvarp hans um sjúkratryggingar, sem var mjög umdeilt. Þá hafa ýmsir meðlimir hreyfingarinnar lýst yfir efasemdum um að Obama sé fæddur bandarískur ríkisborgari og þar af leiðandi ekki kjörgengur sem forseti Bandaríkjanna þrátt fyrir að fæðingavottorð hans, sem sannar hið gagnstæða, hafi verið gert opinbert. Þá afneita meðlimir hreyfingarinnar margir hverjir þróunarkenningunni og hnattrænni hlýnun af mannavöldum.

Ýmsir gagnrýnendur teboðshreyfingarinnar halda því fram að hreyfingin sé ekki raunveruleg grasrótarsamtök heldur svokölluð gervigrasrótarhreyfing (e. Astroturf). Hugtakið er notað um hreyfingar sem ekki eru raunverulega sjálfsprottnar heldur knúnar áfram af styrkjum frá stórfyrirtækjum sem sjá sér hag í því að hafa áhrif á almenningsálitið fyrir málstað sinn. Teboðshreyfingin hefur notið beinna og óbeinna styrkja frá fjársterkum aðilum á borð við Koch-bræður, sem meðal annars hafa auðgast á olíuvinnslu, og frá fjölmiðlarisanum Rupert Murdoch. Hreyfingin hefur sömuleiðis greiðan aðgang að áhrifamiklum fjölmiðlum á borð við bandarísku sjónvarpsstöðina Fox.

Heimildir:

Mynd:

...