Sólin Sólin Rís 05:43 • sest 21:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:37 • Sest 06:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:59 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:39 • Síðdegis: 21:50 í Reykjavík

Hvað heita litlu rauðu pöddurnar sem maður sér skríða í fjörum?

Jón Már Halldórsson

Líklegast er hér verið að spyrja um áttfætlumaur (Acarina) sem á íslensku er oftast kallaður fjörumaur. Áttfætlumaurar eru eins og nafnið gefur til kynna með átta fætur og teljast ekki til skordýra (insecta) heldur eru skyldir köngulóm, langfætlum og sporðdrekum.

Fjörumaurar eru smáir en áberandi áttfætlumaurar í mörgum fjörum.

Fjörumaurar eru oftast eldrauðir og þess vegna mjög áberandi þrátt fyrir smæð sína. Þeir sjást gjarnan hlaupandi um fjörusteina en eru einnig mjög áberandi í þangi. Fjörumaurar eru dæmi um mikla tækifærissinna í fæðuvali því þeir nærast á öllu sem að kjafti kemur, svo sem rotnandi þörungum og fjörudýrum, bara að fæðan sé nógu smá til að þeir ráða við hana.

Mynd:
  • Smádýr - Fjara - Námsgagnastofnun. Höfundur myndar: Oddur Sigurðsson. (Sótt 8. 7. 2014).

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

15.7.2014

Spyrjandi

Már Örlygsson

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvað heita litlu rauðu pöddurnar sem maður sér skríða í fjörum?“ Vísindavefurinn, 15. júlí 2014. Sótt 18. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=67674.

Jón Már Halldórsson. (2014, 15. júlí). Hvað heita litlu rauðu pöddurnar sem maður sér skríða í fjörum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=67674

Jón Már Halldórsson. „Hvað heita litlu rauðu pöddurnar sem maður sér skríða í fjörum?“ Vísindavefurinn. 15. júl. 2014. Vefsíða. 18. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=67674>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað heita litlu rauðu pöddurnar sem maður sér skríða í fjörum?
Líklegast er hér verið að spyrja um áttfætlumaur (Acarina) sem á íslensku er oftast kallaður fjörumaur. Áttfætlumaurar eru eins og nafnið gefur til kynna með átta fætur og teljast ekki til skordýra (insecta) heldur eru skyldir köngulóm, langfætlum og sporðdrekum.

Fjörumaurar eru smáir en áberandi áttfætlumaurar í mörgum fjörum.

Fjörumaurar eru oftast eldrauðir og þess vegna mjög áberandi þrátt fyrir smæð sína. Þeir sjást gjarnan hlaupandi um fjörusteina en eru einnig mjög áberandi í þangi. Fjörumaurar eru dæmi um mikla tækifærissinna í fæðuvali því þeir nærast á öllu sem að kjafti kemur, svo sem rotnandi þörungum og fjörudýrum, bara að fæðan sé nógu smá til að þeir ráða við hana.

Mynd:
  • Smádýr - Fjara - Námsgagnastofnun. Höfundur myndar: Oddur Sigurðsson. (Sótt 8. 7. 2014).

...