Sólin Sólin Rís 09:35 • sest 16:47 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:54 • Sest 21:49 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:43 • Síðdegis: 23:23 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:07 • Síðdegis: 17:18 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:35 • sest 16:47 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:54 • Sest 21:49 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:43 • Síðdegis: 23:23 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:07 • Síðdegis: 17:18 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað getið þið sagt mér um ferð Þórs til Geirröðargarða í Snorra-Eddu?

Vignir Már Lýðsson

Snorra-Edda er að miklu leyti á samtalsformi. Í þriðja hluta hennar sem nefnast Skáldskaparmál, segir Bragi, hið mikla skáld, frá ferð Þórs til Geirröðargarða.

Þór var sterkastur ása og átti hann þrjá hagleiksgripi; hamarinn Mjölni, megingjarðirnar og járnglófana. Vegna þess hve skaftstuttur Mjölnir var þá þurfti Þór að nota járnglófana er hann beitti hamrinum. Hamarinn notaði hann aðallega til að berja á jötnum en þeir voru óvinir ásanna. Þegar Þór setti upp megingjarðirnar óx honum ásmegin, það er hann fékk eins konar ofurkrafta.

Loki Laufeyjarson, rógberi goðanna.

Upphaf ferðar Þórs til Geirröðargarða má rekja til eins af glappaskotum Loka Laufeyjarsonar sem var einn af ásunum. Hann átti það til að taka hluti í leyfisleysi og skaða sjálfan sig og aðra. Í eitt skiptið var hann að leika sér með valsham (fuglslíki) gyðjunnar Friggjar. Hann flaug fyrir forvitnissakir til hallar Geirröðar jötuns sem nefndist Geirröðargarðar. Þar settist hann á gluggakistuna og leit inn. Geirröður kom auga á fuglinn og leist vel á og vildi fá hann en hann gerði sér ekki grein fyrir að um mann var að ræða. Hann bað sendimann sinn að færa sér fuglinn en þegar Geirröður sér auga hans verður honum bylt við þar eð augað er mannsauga. Hann áttar sig og skipar fuglinum að tala. Loki mælir ekkert og grípur Geirröður þá til þess ráðs að læsa hann ofan í kistu og svelta í þrjá mánuði. Að þeim tíma loknum mælti Loki loks og sagði öll deili á sér. Geirröður neitar þá að sleppa honum nema hann færði honum Þór og þá án fylgigripa sinna en hann hefur það í huga að vinna Þór mein. Ef Þór kæmi með hamarinn Mjölni væri úti um Geirröð.

Loki fór heim í Ásgarð og sótti Þór. Á leið þeirra til Geirröðargarða staldraði Þór við hjá tröllskessunni Gríði sem sagði honum frá Geirröði og lét hann hafa staf sinn sem nefndist Gríðarvölur ásamt megingjörðum og járnglófum. Þetta voru eigur Gríðar og því var Loki ekki að svíkja nein loforð um að Þór kæmi án sinna fylgigripa.

Bronslíkneski af Þór með hamarinn Mjölni.

Þegar Þór og Loki komu að ánni Vimur spennti Þór á sig megingjarðir Gríðar og studdi sig við Gríðarvöl er hann óð ána. Allt í einu urðu miklir vatnavextir og náði vatnið Þór upp á herðar. Hann sér þá ofar í ánni hvar dóttir Geirröðar, Gjálp að nafni, stendur og mígur í ána. Þór grípur stein úr ánni og kastar í hana og mælir um leið: "Að ósi skal á stemma." Með því átti hann við að stöðva skal á við upptök hennar en ós virðist hafa merkti upptök í fornu máli, ólíkt nútímamerkingu orðsins.

Þór og Loki komu þá í Geirröðargarða og var þeim vísað til sætis úti í geitahúsi einu. Þór settist í stól einn sem stóð á gólfinu en skyndilega lyftist hann og bar nærri því við loft. Hann lyfti því Gríðarveli beint upp í rjáfurbita á meðan hann sat og þrýsti upp á stafinn. Við það þrýstist Þór niður í sætið en í sömu andrá heyrðust undan stólnum brestir miklir og óp en undir stólnum voru dætur Geirröðar, Gjálp og Greip, og hafði Þór brotið hrygg þeirra.

Nú kallaði Geirröður Þór á sinn fund í sal einum. Þegar Þór kom í salinn sá hann hvar Geirröður hélt á glóandi heitu járnstykki með töng. Geirröður kastaði heitu járnstykkinu í átt að Þór með miklu afli en Þór setti þá upp járnglófa Gríðar og greip stykkið og sendi það aftur til baka. Geirröður sér það og hendir sér á bak við vegg en það vildi ekki betur en svo til að járnið flaug í gegnum vegginn, gegnum Geirröð og út úr höllinni.

Þannig lauk ferð Þórs til Geirröðargarða en nokkrar svo kallaðar kenningar um Þór og Loka eru til sem vísa beint til Geirröðar. Heimsækir og kistuskrúð Geirröðar er Loki þar eð hann, í fuglslíki, heimsótti Geirröð og sat bæði á gluggakistu Geirröðargarða og var læstur ofan í kistu hans. Þór er meðal annars nefndur vegandi Geirröðar þar eð hann varð honum að bana.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir og myndir:

Höfundur

Útgáfudagur

22.8.2007

Síðast uppfært

18.6.2018

Spyrjandi

Jónas Ólafsson

Tilvísun

Vignir Már Lýðsson. „Hvað getið þið sagt mér um ferð Þórs til Geirröðargarða í Snorra-Eddu?“ Vísindavefurinn, 22. ágúst 2007, sótt 8. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6769.

Vignir Már Lýðsson. (2007, 22. ágúst). Hvað getið þið sagt mér um ferð Þórs til Geirröðargarða í Snorra-Eddu? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6769

Vignir Már Lýðsson. „Hvað getið þið sagt mér um ferð Þórs til Geirröðargarða í Snorra-Eddu?“ Vísindavefurinn. 22. ágú. 2007. Vefsíða. 8. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6769>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað getið þið sagt mér um ferð Þórs til Geirröðargarða í Snorra-Eddu?
Snorra-Edda er að miklu leyti á samtalsformi. Í þriðja hluta hennar sem nefnast Skáldskaparmál, segir Bragi, hið mikla skáld, frá ferð Þórs til Geirröðargarða.

Þór var sterkastur ása og átti hann þrjá hagleiksgripi; hamarinn Mjölni, megingjarðirnar og járnglófana. Vegna þess hve skaftstuttur Mjölnir var þá þurfti Þór að nota járnglófana er hann beitti hamrinum. Hamarinn notaði hann aðallega til að berja á jötnum en þeir voru óvinir ásanna. Þegar Þór setti upp megingjarðirnar óx honum ásmegin, það er hann fékk eins konar ofurkrafta.

Loki Laufeyjarson, rógberi goðanna.

Upphaf ferðar Þórs til Geirröðargarða má rekja til eins af glappaskotum Loka Laufeyjarsonar sem var einn af ásunum. Hann átti það til að taka hluti í leyfisleysi og skaða sjálfan sig og aðra. Í eitt skiptið var hann að leika sér með valsham (fuglslíki) gyðjunnar Friggjar. Hann flaug fyrir forvitnissakir til hallar Geirröðar jötuns sem nefndist Geirröðargarðar. Þar settist hann á gluggakistuna og leit inn. Geirröður kom auga á fuglinn og leist vel á og vildi fá hann en hann gerði sér ekki grein fyrir að um mann var að ræða. Hann bað sendimann sinn að færa sér fuglinn en þegar Geirröður sér auga hans verður honum bylt við þar eð augað er mannsauga. Hann áttar sig og skipar fuglinum að tala. Loki mælir ekkert og grípur Geirröður þá til þess ráðs að læsa hann ofan í kistu og svelta í þrjá mánuði. Að þeim tíma loknum mælti Loki loks og sagði öll deili á sér. Geirröður neitar þá að sleppa honum nema hann færði honum Þór og þá án fylgigripa sinna en hann hefur það í huga að vinna Þór mein. Ef Þór kæmi með hamarinn Mjölni væri úti um Geirröð.

Loki fór heim í Ásgarð og sótti Þór. Á leið þeirra til Geirröðargarða staldraði Þór við hjá tröllskessunni Gríði sem sagði honum frá Geirröði og lét hann hafa staf sinn sem nefndist Gríðarvölur ásamt megingjörðum og járnglófum. Þetta voru eigur Gríðar og því var Loki ekki að svíkja nein loforð um að Þór kæmi án sinna fylgigripa.

Bronslíkneski af Þór með hamarinn Mjölni.

Þegar Þór og Loki komu að ánni Vimur spennti Þór á sig megingjarðir Gríðar og studdi sig við Gríðarvöl er hann óð ána. Allt í einu urðu miklir vatnavextir og náði vatnið Þór upp á herðar. Hann sér þá ofar í ánni hvar dóttir Geirröðar, Gjálp að nafni, stendur og mígur í ána. Þór grípur stein úr ánni og kastar í hana og mælir um leið: "Að ósi skal á stemma." Með því átti hann við að stöðva skal á við upptök hennar en ós virðist hafa merkti upptök í fornu máli, ólíkt nútímamerkingu orðsins.

Þór og Loki komu þá í Geirröðargarða og var þeim vísað til sætis úti í geitahúsi einu. Þór settist í stól einn sem stóð á gólfinu en skyndilega lyftist hann og bar nærri því við loft. Hann lyfti því Gríðarveli beint upp í rjáfurbita á meðan hann sat og þrýsti upp á stafinn. Við það þrýstist Þór niður í sætið en í sömu andrá heyrðust undan stólnum brestir miklir og óp en undir stólnum voru dætur Geirröðar, Gjálp og Greip, og hafði Þór brotið hrygg þeirra.

Nú kallaði Geirröður Þór á sinn fund í sal einum. Þegar Þór kom í salinn sá hann hvar Geirröður hélt á glóandi heitu járnstykki með töng. Geirröður kastaði heitu járnstykkinu í átt að Þór með miklu afli en Þór setti þá upp járnglófa Gríðar og greip stykkið og sendi það aftur til baka. Geirröður sér það og hendir sér á bak við vegg en það vildi ekki betur en svo til að járnið flaug í gegnum vegginn, gegnum Geirröð og út úr höllinni.

Þannig lauk ferð Þórs til Geirröðargarða en nokkrar svo kallaðar kenningar um Þór og Loka eru til sem vísa beint til Geirröðar. Heimsækir og kistuskrúð Geirröðar er Loki þar eð hann, í fuglslíki, heimsótti Geirröð og sat bæði á gluggakistu Geirröðargarða og var læstur ofan í kistu hans. Þór er meðal annars nefndur vegandi Geirröðar þar eð hann varð honum að bana.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir og myndir:

...