Sólin Sólin Rís 07:51 • sest 18:39 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:08 • Sest 01:20 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:40 • Síðdegis: 16:06 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:51 • Síðdegis: 22:30 í Reykjavík

Ef maður gefur konu sæði sitt til getnaðar getur þá konan afsalað sér meðlagsgreiðslum og maðurinn verið stikkfrír þótt hann sé skráður faðir barnsins?

Arndís Anna K. Gunnarsdóttir

Spurningin hljóðaði upphaflega svona:
Nú gefur maður konu sæði sitt til getnaðar. Getur konan afsalað sér meðlagsgreiðslum og maðurinn verið stikkfrír þó hann sé skráður faðir barnsins?
Spurningin er í raun tvíþætt. Annars vegar er spurt hvort maður sem gefur sæði sitt til getnaðar beri framfærsluskyldu gagnvart barni sem þannig er getið, og hins vegar er spurt hvort móðir barns geti afsalað sér meðlagsgreiðslum með barninu.

Samkvæmt 1. gr. barnalaga nr. 76/2003 á barn rétt á að þekkja báða foreldra sína. Samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laganna telst maður sem samþykkt hefur að tæknifrjóvgun fari fram á eiginkonu sinni samkvæmt ákvæðum laga um tæknifrjóvgun faðir barns sem þannig er getið. Maður sem gefur sæði í þeim tilgangi að það verði notað við tæknifrjóvgun á annarri konu en eiginkonu sinni eða sambúðarkonu, verður ekki dæmdur faðir barns sem getið er með sæði hans.


Hér sést tæknifrjóvgun eggs.

Um seinni lið spurningarinnar er þetta að segja: Foreldrum barns, báðum saman og hvoru um sig, er skylt að framfæra barn sitt, skv. 53. gr. barnalaga. Er sú skylda óháð því hvort þeirra fer með forsjá barnsins. Samkvæmt 2. ml. 1. mgr. 53. gr. sömu laga skal haga framfærslu barns með hliðsjón af högum foreldra og þörfum barns.

Nokkrar undantekningar má finna í lögum á framfærsluskyldu foreldra barns. Ber þar helst að nefna 25. gr. laga um ættleiðingar nr. 130/1999 en þar segir:
Við ættleiðingu öðlast kjörbarn sömu réttarstöðu gagnvart kjörforeldrum, ættmennum þeirra og þeim sem eru í kjörsifjum við þá eins og væri það eigið barn kjörforeldra, nema lög mæli annan veg. Frá sama tíma falla niður lagatengsl barnsins við kynforeldra þess, önnur ættmenni og þá sem eru í kjörsifjum við þá, nema lög kveði öðruvísi á.
Og í 3. mgr. 89. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002 segir að foreldri sem hefur verið svipt forsjá barns síns með dómi sé ekki skylt að framfæra það.

Foreldrar sem ekki búa saman geta samið sín á milli um greiðslu meðlags með barninu en samkvæmt 55. gr. barnalaga er slíkur samningur aðeins gildur ef hann er staðfestur af sýslumanni eða með dómsátt. Í greinargerð með lögunum segir að sýslumanni sé heimilt að synja um staðfestingu samnings telji hann samninginn í andstöðu við hagsmuni barnsins, og er honum skylt að synja staðfestingar ef samningurinn er í andstöðu við lög.

Í dómi Hæstaréttar frá 30. ágúst 2000 í máli nr. 313/2000 var ekki talið unnt að líta svo á að annað foreldra hefði með samkomulagi beggja fallið frá kröfu um greiðslu meðlags frá hinu, þar sem krafan tilheyrði barninu að lögum, en ekki foreldri þess. Sú niðurstaða var byggð á skýru ákvæði þágildandi barnalaga um að krafa um greiðslu meðlags tilheyrði barninu, en ekki foreldrum þess. Með nýjum barnalögum nr. 76/2003 var ákvæðinu breytt og hið skýra orðalag um þetta fellt brott. Ekki verður þó séð að ætlun löggjafans með þeirri breytingu hafi verið sú að gefa foreldrum barns kost á að afsala sér kröfu um greiðslu meðlags, heldur hafi það verið ætlunin að tryggja að með greiðslurnar sé farið sem framfærslufé, en ekki eign sem verði ráðstafað sem slíkri.

Svör við tengdum spurningum á Vísindavefnum:Mynd:

Höfundur

Arndís Anna K. Gunnarsdóttir

doktorsnemi í mannréttindalögfræði við háskólann í Strassborg

Útgáfudagur

23.8.2007

Spyrjandi

Selma Hjörvarsdóttir

Tilvísun

Arndís Anna K. Gunnarsdóttir. „Ef maður gefur konu sæði sitt til getnaðar getur þá konan afsalað sér meðlagsgreiðslum og maðurinn verið stikkfrír þótt hann sé skráður faðir barnsins?“ Vísindavefurinn, 23. ágúst 2007. Sótt 6. október 2022. http://visindavefur.is/svar.php?id=6771.

Arndís Anna K. Gunnarsdóttir. (2007, 23. ágúst). Ef maður gefur konu sæði sitt til getnaðar getur þá konan afsalað sér meðlagsgreiðslum og maðurinn verið stikkfrír þótt hann sé skráður faðir barnsins? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6771

Arndís Anna K. Gunnarsdóttir. „Ef maður gefur konu sæði sitt til getnaðar getur þá konan afsalað sér meðlagsgreiðslum og maðurinn verið stikkfrír þótt hann sé skráður faðir barnsins?“ Vísindavefurinn. 23. ágú. 2007. Vefsíða. 6. okt. 2022. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6771>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Ef maður gefur konu sæði sitt til getnaðar getur þá konan afsalað sér meðlagsgreiðslum og maðurinn verið stikkfrír þótt hann sé skráður faðir barnsins?
Spurningin hljóðaði upphaflega svona:

Nú gefur maður konu sæði sitt til getnaðar. Getur konan afsalað sér meðlagsgreiðslum og maðurinn verið stikkfrír þó hann sé skráður faðir barnsins?
Spurningin er í raun tvíþætt. Annars vegar er spurt hvort maður sem gefur sæði sitt til getnaðar beri framfærsluskyldu gagnvart barni sem þannig er getið, og hins vegar er spurt hvort móðir barns geti afsalað sér meðlagsgreiðslum með barninu.

Samkvæmt 1. gr. barnalaga nr. 76/2003 á barn rétt á að þekkja báða foreldra sína. Samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laganna telst maður sem samþykkt hefur að tæknifrjóvgun fari fram á eiginkonu sinni samkvæmt ákvæðum laga um tæknifrjóvgun faðir barns sem þannig er getið. Maður sem gefur sæði í þeim tilgangi að það verði notað við tæknifrjóvgun á annarri konu en eiginkonu sinni eða sambúðarkonu, verður ekki dæmdur faðir barns sem getið er með sæði hans.


Hér sést tæknifrjóvgun eggs.

Um seinni lið spurningarinnar er þetta að segja: Foreldrum barns, báðum saman og hvoru um sig, er skylt að framfæra barn sitt, skv. 53. gr. barnalaga. Er sú skylda óháð því hvort þeirra fer með forsjá barnsins. Samkvæmt 2. ml. 1. mgr. 53. gr. sömu laga skal haga framfærslu barns með hliðsjón af högum foreldra og þörfum barns.

Nokkrar undantekningar má finna í lögum á framfærsluskyldu foreldra barns. Ber þar helst að nefna 25. gr. laga um ættleiðingar nr. 130/1999 en þar segir:
Við ættleiðingu öðlast kjörbarn sömu réttarstöðu gagnvart kjörforeldrum, ættmennum þeirra og þeim sem eru í kjörsifjum við þá eins og væri það eigið barn kjörforeldra, nema lög mæli annan veg. Frá sama tíma falla niður lagatengsl barnsins við kynforeldra þess, önnur ættmenni og þá sem eru í kjörsifjum við þá, nema lög kveði öðruvísi á.
Og í 3. mgr. 89. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002 segir að foreldri sem hefur verið svipt forsjá barns síns með dómi sé ekki skylt að framfæra það.

Foreldrar sem ekki búa saman geta samið sín á milli um greiðslu meðlags með barninu en samkvæmt 55. gr. barnalaga er slíkur samningur aðeins gildur ef hann er staðfestur af sýslumanni eða með dómsátt. Í greinargerð með lögunum segir að sýslumanni sé heimilt að synja um staðfestingu samnings telji hann samninginn í andstöðu við hagsmuni barnsins, og er honum skylt að synja staðfestingar ef samningurinn er í andstöðu við lög.

Í dómi Hæstaréttar frá 30. ágúst 2000 í máli nr. 313/2000 var ekki talið unnt að líta svo á að annað foreldra hefði með samkomulagi beggja fallið frá kröfu um greiðslu meðlags frá hinu, þar sem krafan tilheyrði barninu að lögum, en ekki foreldri þess. Sú niðurstaða var byggð á skýru ákvæði þágildandi barnalaga um að krafa um greiðslu meðlags tilheyrði barninu, en ekki foreldrum þess. Með nýjum barnalögum nr. 76/2003 var ákvæðinu breytt og hið skýra orðalag um þetta fellt brott. Ekki verður þó séð að ætlun löggjafans með þeirri breytingu hafi verið sú að gefa foreldrum barns kost á að afsala sér kröfu um greiðslu meðlags, heldur hafi það verið ætlunin að tryggja að með greiðslurnar sé farið sem framfærslufé, en ekki eign sem verði ráðstafað sem slíkri.

Svör við tengdum spurningum á Vísindavefnum:Mynd:...