Sólin Sólin Rís 09:51 • sest 16:32 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:51 • Sest 05:39 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:00 • Síðdegis: 16:18 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:15 • Síðdegis: 22:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:51 • sest 16:32 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:51 • Sest 05:39 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:00 • Síðdegis: 16:18 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:15 • Síðdegis: 22:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað veldur sykurfalli og hverjar eru afleiðingar þess á líðan einstaklings?

Þuríður Þorbjarnardóttir

Blóðsykurfall (e. hypoglycemia), einnig kallað insúlínviðbragð (e. insulin reaction) eða insúlínlost (e. insulin shock), er ástand sem einkennist af lágum blóðsykri (glúkósa í blóði). Oft er miðað við blóðsykurgildi undir 4 mmól/l, en þetta getur verið einstaklingsbundið og mikilvægt að þeir sem eru með sykursýki þekki sitt persónulega viðmiðunargildi.

Nokkrar ástæður geta verið fyrir blóðsykurfalli og er sú algengasta aukaverkun af völdum lyfja sem notuð eru til að meðhöndla sykursýki. Til að skilja hvað gerist við blóðsykurfall er nauðsynlegt að vita hvernig líkaminn stjórnar myndun, upptöku og geymslu glúkósa.

Glúkósi er helsti orkugjafi frumna. Við meltingu er kolvetnum sundrað í glúkósa og aðrar einsykrur. Eftir meltingu berst glúkósi út í blóðrásina sem ber hann til frumna. Frumurnar geta þó ekki hleypt glúkósa inn í sig nema með hjálp brishormónsins insúlíns sem er myndað í betafrumum briseyja (frumuklasar í brisinu). Betafrumur fylgjast með magni glúkósa í blóði og losa insúlín eftir þörfum, því meir sem styrkur glúkósa í blóði hækkar. Insúlínið binst viðtökum í frumuhimnum og þannig opnast dyr sem hleypa glúkósa inn í þær þar sem hann nýtist sem eldsneyti svo frumur geti starfað eðlilega. Ef magn insúlíns er ekki nóg til að koma glúkósanum í frumurnar safnast hann í lifur og vöðvafrumur og er umbreytt í forðasykurinn glýkógen. Þetta ferli stuðlar að lækkun blóðsykurs og kemur í veg fyrir að það nái hættulega háum gildum. Smám saman kemst það í eðlilegt horf á ný og insúlínseyti verður eðlilegt.

Það er mjög mikilvægt fyrir sykursjúka að fylgjast vel með blóðsykrinum. Besta leiðin til þess að er að mæla hann með blóðsykursmæli.

Ef nokkrir klukkutímar líða á milli máltíða fer blóðsykur að lækka og þá bregðast alfafrumur briseyja við með því að mynda hormónið glúkagon sem er með öfuga verkun miðað við insúlín. Það berst til lifrarfrumna og fær þær til að brjóta niður forðasykurinn glýkógen í glúkósa og losa hann út í blóðið sem veldur hækkun blóðsykurs. Þannig sér tvöfalt hormónastjórnunarkerfi til þess að halda blóðsykrinum innan eðlilegra marka. Einnig hefur líkaminn önnur efnaferli til að mynda glúkósa úr öðrum hráefnum ef glýkógenbirgðirnar duga ekki til að ná blóðsykrinum upp í eðlilegt gildi. Þetta nýmyndunarferli glúkósa fer bæði fram í lifur og nýrum.

Eins og áður sagði er sykurfall algengast hjá sykursýkisjúklingum. Það getur gerst ef insúlínmagnið sem þeir taka inn er of mikið miðað við blóðsykurinn og hann lækkar því of hratt. Einnig getur blóðsykurfall orðið ef viðkomandi borðar minna en reiknað var með miðað við insúlínskammtinn eða brennir meiru við líkamlega áreynslu en reiknað var með og glúkósinn klárast hraðar. Til þess að þetta komi ekki fyrir þarf að meta ástandið hjá hverjum og einum og stilla insúlínskammtana rétt miðað við þarfir.

Fólk sem er ekki með sykursýki getur einnig fengið blóðsykurfall þótt það sé mun sjaldgæfara. Helstu orsakir þess eru ef einstaklingur tekur sykursýkislyf sem innihalda insúlín eða önnur blóðsykurlækkandi lyf án þess að þau séu honum ætluð. Önnur lyf geta einnig haft sömu áhrif ef þau eru tekin af öðrum en þeim sem þurfa á þeim að halda, einkum ef einstaklingurinn er barn eða sjúklingur með nýrnabilun á lokastigi.

Blóðsykursfall getur einnig orðið vegna ofneyslu áfengis samhliða of lítilli næringu en það getur hindrað lifur í að losa glúkósa út í blóðið og hækka styrk hans. Sumir alvarlegir lifrarsjúkdómar, eins og lifrarbólga, geta leitt til blóðsykurfalls. Það sama má segja um nýrnakvilla sem koma í veg fyrir þveiti lyfja úr líkamanum sem lækka blóðsykurinn, þar sem þau safnast fyrir. Hungursneyð í lengri tíma, eins og í lystarstol, getur leitt til skorts á hráefnum sem líkaminn notar til að nýmynda glúkósa og getur þar með haft blóðsykurlækkun í för með sér. Sjaldgæft æxli í briskirtli (e. insulinomia) getur leitt til ofseytis insúlíns og þá blóðsykurlækkunar. Þá getur truflun á starfsemi nýrnahettubarkar og heiladinguls leitt til þess að skortur verður á hormónum sem stjórna glúkósaframleiðslu.

Ef grunur leikur á blóðsykursfalli er best að mæla glúkósann til þess að ganga úr skugga um stöðuna. Það er ekki alltaf hægt og því er mjög mikilvægt að þekkja einkennin. Einkenni sykurfalls eru mismunandi frá einum einstakling til annars og verður hver og einn að læra inn á sjálfan sig. Einkennin eru oft hungurtilfinning, kaldur sviti, skjálfti, fölvi, hraður púls, höfuðverkur, hjartsláttarónot, einbeitingarörðugleikar, dofi í vörum/tungu, talörðugleikar, sjóntruflun, óeðlileg hegðun eða rugl og í versta falli meðvitundarleysi.

Einkenni sykurfalls eru ekki þau sömu hjá öllum.

Mikilvægt er að bregðast við blóðsykursfalli og veita rétta meðferð sem allra fyrst til að koma blóðsykrinum upp í eðlilegt gildi. Sé ekki brugðist skjótt við getur það leitt til slysa, áverka, dauðadás eða dauða.

Rétt viðbrögð felst í inntöku á hraðvirkum kolvetnum svo sem sætum djús, rúsínum, sykruðu gosi, þrúgusykri, mjólk eða sætindum. Sykursjúkir ættu í raun alltaf að hafa glúkósagjafa á sér til að geta brugðist skjótt við fyrstu einkennum blóðsykurlækkunar. Eftir 15 mínútur ætti að mæla blóðsykursgildi og hafi sykurfallið ekki lagast þá á fá sér meira að hraðvirkum kolvetnum. Þegar blóðsykurinn hefur náð eðlilegu gildi er gott að fá sér snarl ef næsta máltíð er ekki áætluð fyrr en eftir 1-2 klukkutíma.

Heimildir og myndir:

Höfundur

Útgáfudagur

1.12.2016

Spyrjandi

Hreggviður Þorgeirsson

Tilvísun

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Hvað veldur sykurfalli og hverjar eru afleiðingar þess á líðan einstaklings?“ Vísindavefurinn, 1. desember 2016, sótt 13. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=67720.

Þuríður Þorbjarnardóttir. (2016, 1. desember). Hvað veldur sykurfalli og hverjar eru afleiðingar þess á líðan einstaklings? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=67720

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Hvað veldur sykurfalli og hverjar eru afleiðingar þess á líðan einstaklings?“ Vísindavefurinn. 1. des. 2016. Vefsíða. 13. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=67720>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað veldur sykurfalli og hverjar eru afleiðingar þess á líðan einstaklings?
Blóðsykurfall (e. hypoglycemia), einnig kallað insúlínviðbragð (e. insulin reaction) eða insúlínlost (e. insulin shock), er ástand sem einkennist af lágum blóðsykri (glúkósa í blóði). Oft er miðað við blóðsykurgildi undir 4 mmól/l, en þetta getur verið einstaklingsbundið og mikilvægt að þeir sem eru með sykursýki þekki sitt persónulega viðmiðunargildi.

Nokkrar ástæður geta verið fyrir blóðsykurfalli og er sú algengasta aukaverkun af völdum lyfja sem notuð eru til að meðhöndla sykursýki. Til að skilja hvað gerist við blóðsykurfall er nauðsynlegt að vita hvernig líkaminn stjórnar myndun, upptöku og geymslu glúkósa.

Glúkósi er helsti orkugjafi frumna. Við meltingu er kolvetnum sundrað í glúkósa og aðrar einsykrur. Eftir meltingu berst glúkósi út í blóðrásina sem ber hann til frumna. Frumurnar geta þó ekki hleypt glúkósa inn í sig nema með hjálp brishormónsins insúlíns sem er myndað í betafrumum briseyja (frumuklasar í brisinu). Betafrumur fylgjast með magni glúkósa í blóði og losa insúlín eftir þörfum, því meir sem styrkur glúkósa í blóði hækkar. Insúlínið binst viðtökum í frumuhimnum og þannig opnast dyr sem hleypa glúkósa inn í þær þar sem hann nýtist sem eldsneyti svo frumur geti starfað eðlilega. Ef magn insúlíns er ekki nóg til að koma glúkósanum í frumurnar safnast hann í lifur og vöðvafrumur og er umbreytt í forðasykurinn glýkógen. Þetta ferli stuðlar að lækkun blóðsykurs og kemur í veg fyrir að það nái hættulega háum gildum. Smám saman kemst það í eðlilegt horf á ný og insúlínseyti verður eðlilegt.

Það er mjög mikilvægt fyrir sykursjúka að fylgjast vel með blóðsykrinum. Besta leiðin til þess að er að mæla hann með blóðsykursmæli.

Ef nokkrir klukkutímar líða á milli máltíða fer blóðsykur að lækka og þá bregðast alfafrumur briseyja við með því að mynda hormónið glúkagon sem er með öfuga verkun miðað við insúlín. Það berst til lifrarfrumna og fær þær til að brjóta niður forðasykurinn glýkógen í glúkósa og losa hann út í blóðið sem veldur hækkun blóðsykurs. Þannig sér tvöfalt hormónastjórnunarkerfi til þess að halda blóðsykrinum innan eðlilegra marka. Einnig hefur líkaminn önnur efnaferli til að mynda glúkósa úr öðrum hráefnum ef glýkógenbirgðirnar duga ekki til að ná blóðsykrinum upp í eðlilegt gildi. Þetta nýmyndunarferli glúkósa fer bæði fram í lifur og nýrum.

Eins og áður sagði er sykurfall algengast hjá sykursýkisjúklingum. Það getur gerst ef insúlínmagnið sem þeir taka inn er of mikið miðað við blóðsykurinn og hann lækkar því of hratt. Einnig getur blóðsykurfall orðið ef viðkomandi borðar minna en reiknað var með miðað við insúlínskammtinn eða brennir meiru við líkamlega áreynslu en reiknað var með og glúkósinn klárast hraðar. Til þess að þetta komi ekki fyrir þarf að meta ástandið hjá hverjum og einum og stilla insúlínskammtana rétt miðað við þarfir.

Fólk sem er ekki með sykursýki getur einnig fengið blóðsykurfall þótt það sé mun sjaldgæfara. Helstu orsakir þess eru ef einstaklingur tekur sykursýkislyf sem innihalda insúlín eða önnur blóðsykurlækkandi lyf án þess að þau séu honum ætluð. Önnur lyf geta einnig haft sömu áhrif ef þau eru tekin af öðrum en þeim sem þurfa á þeim að halda, einkum ef einstaklingurinn er barn eða sjúklingur með nýrnabilun á lokastigi.

Blóðsykursfall getur einnig orðið vegna ofneyslu áfengis samhliða of lítilli næringu en það getur hindrað lifur í að losa glúkósa út í blóðið og hækka styrk hans. Sumir alvarlegir lifrarsjúkdómar, eins og lifrarbólga, geta leitt til blóðsykurfalls. Það sama má segja um nýrnakvilla sem koma í veg fyrir þveiti lyfja úr líkamanum sem lækka blóðsykurinn, þar sem þau safnast fyrir. Hungursneyð í lengri tíma, eins og í lystarstol, getur leitt til skorts á hráefnum sem líkaminn notar til að nýmynda glúkósa og getur þar með haft blóðsykurlækkun í för með sér. Sjaldgæft æxli í briskirtli (e. insulinomia) getur leitt til ofseytis insúlíns og þá blóðsykurlækkunar. Þá getur truflun á starfsemi nýrnahettubarkar og heiladinguls leitt til þess að skortur verður á hormónum sem stjórna glúkósaframleiðslu.

Ef grunur leikur á blóðsykursfalli er best að mæla glúkósann til þess að ganga úr skugga um stöðuna. Það er ekki alltaf hægt og því er mjög mikilvægt að þekkja einkennin. Einkenni sykurfalls eru mismunandi frá einum einstakling til annars og verður hver og einn að læra inn á sjálfan sig. Einkennin eru oft hungurtilfinning, kaldur sviti, skjálfti, fölvi, hraður púls, höfuðverkur, hjartsláttarónot, einbeitingarörðugleikar, dofi í vörum/tungu, talörðugleikar, sjóntruflun, óeðlileg hegðun eða rugl og í versta falli meðvitundarleysi.

Einkenni sykurfalls eru ekki þau sömu hjá öllum.

Mikilvægt er að bregðast við blóðsykursfalli og veita rétta meðferð sem allra fyrst til að koma blóðsykrinum upp í eðlilegt gildi. Sé ekki brugðist skjótt við getur það leitt til slysa, áverka, dauðadás eða dauða.

Rétt viðbrögð felst í inntöku á hraðvirkum kolvetnum svo sem sætum djús, rúsínum, sykruðu gosi, þrúgusykri, mjólk eða sætindum. Sykursjúkir ættu í raun alltaf að hafa glúkósagjafa á sér til að geta brugðist skjótt við fyrstu einkennum blóðsykurlækkunar. Eftir 15 mínútur ætti að mæla blóðsykursgildi og hafi sykurfallið ekki lagast þá á fá sér meira að hraðvirkum kolvetnum. Þegar blóðsykurinn hefur náð eðlilegu gildi er gott að fá sér snarl ef næsta máltíð er ekki áætluð fyrr en eftir 1-2 klukkutíma.

Heimildir og myndir:

...