Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Mætti ég heita sama nafninu tvisvar, til dæmis Klara Klara eða Klara Malín Klara?

Guðrún Kvaran

Í fyrstu grein laga um mannanöfn nr. 45 frá 1996 segir svo:
Fullt nafn manns er eiginnafn hans eða eiginnöfn, millinafn, ef því er að skipta, og kenninafn.

Eiginnöfn og millinafn mega aldrei vera fleiri en þrjú samtals.

Í fjórðu grein stendur: „Hverju barni skal gefa eiginnafn, þó ekki fleiri en þrjú.“ Í hvorugri greininni er beinlínis tekið fram að ekki megi gefa sama nafnið tvisvar en gera má ráð fyrir að lögskýrendur skilji „ekki fleiri en þrjú“ þannig að átt sé við þrjú mismunandi eiginnöfn. Eitt þeirra getur verið millinafn en um millinöfn segir í upphafi sjöttu greinar: „Millinafn skal dregið af íslenskum orðstofnum eða hafa unnið sér hefð í íslensku máli en má þó ekki hafa nefnifallsendingu.“

Konan á myndinni heitir Klara.

Í fáeinum tilvikum er sama nafn á mannanafnaskrá og millinafnaskrá. Eru það nöfn sem enda á -berg. Vel má hugsa sér að fjölskylda, sem valið hefur sér eitt þessara millinafna, gefi sama nafn sem eiginnafn. Mér er ekki kunnugt um slík tilvik.

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

8.12.2014

Spyrjandi

Klara Malín Þorsteinsdóttir

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Mætti ég heita sama nafninu tvisvar, til dæmis Klara Klara eða Klara Malín Klara?“ Vísindavefurinn, 8. desember 2014. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=68048.

Guðrún Kvaran. (2014, 8. desember). Mætti ég heita sama nafninu tvisvar, til dæmis Klara Klara eða Klara Malín Klara? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=68048

Guðrún Kvaran. „Mætti ég heita sama nafninu tvisvar, til dæmis Klara Klara eða Klara Malín Klara?“ Vísindavefurinn. 8. des. 2014. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=68048>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Mætti ég heita sama nafninu tvisvar, til dæmis Klara Klara eða Klara Malín Klara?
Í fyrstu grein laga um mannanöfn nr. 45 frá 1996 segir svo:

Fullt nafn manns er eiginnafn hans eða eiginnöfn, millinafn, ef því er að skipta, og kenninafn.

Eiginnöfn og millinafn mega aldrei vera fleiri en þrjú samtals.

Í fjórðu grein stendur: „Hverju barni skal gefa eiginnafn, þó ekki fleiri en þrjú.“ Í hvorugri greininni er beinlínis tekið fram að ekki megi gefa sama nafnið tvisvar en gera má ráð fyrir að lögskýrendur skilji „ekki fleiri en þrjú“ þannig að átt sé við þrjú mismunandi eiginnöfn. Eitt þeirra getur verið millinafn en um millinöfn segir í upphafi sjöttu greinar: „Millinafn skal dregið af íslenskum orðstofnum eða hafa unnið sér hefð í íslensku máli en má þó ekki hafa nefnifallsendingu.“

Konan á myndinni heitir Klara.

Í fáeinum tilvikum er sama nafn á mannanafnaskrá og millinafnaskrá. Eru það nöfn sem enda á -berg. Vel má hugsa sér að fjölskylda, sem valið hefur sér eitt þessara millinafna, gefi sama nafn sem eiginnafn. Mér er ekki kunnugt um slík tilvik.

Mynd:...