Sólin Sólin Rís 08:13 • sest 18:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:20 • Sest 00:24 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:43 • Síðdegis: 15:15 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 08:57 • Síðdegis: 21:43 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 08:13 • sest 18:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:20 • Sest 00:24 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:43 • Síðdegis: 15:15 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 08:57 • Síðdegis: 21:43 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er réttmætt að skrifa zetu inni í orðum í dag?

Þorsteinn Vilhjálmsson

Spyrjandi skýrir spurninguna nánar sem hér segir:
Mig langar að forvitnast um réttmæti þess að skrifa zetu inn í orðum í dag. Nú er zetan fallin úr íslensku stafrófi en mér finnst ýmsir nota zetuna enn. Þekki dæmi um fólk sem hefur tamið sér þennan rithátt þó það sé fætt eftir að zetan féll úr gildi.
Íslensk málstöð gaf út Ritreglur 7. mars 2006, í samræmi við auglýsingar menntamálaráðuneytisins, þá síðustu nr. 261/1977. Þessar reglur eru meðal annars prentaðar í Stafsetningarorðabókinni sem Dóra Hafsteinsdóttir ritstýrði og kom út hjá Íslenskri málnefnd og JPV útgáfu árið 2006 og einnig er hægt að nálgast þær með því að smella á tengilinn hér fyrir ofan.

Fyrsti kafli ritreglnanna ber heitið "Stafrófið" og er afar stuttur. Þar eru "stafir íslenska stafrófsins" taldir upp og sýndir bæði sem lágstafir (a) og sem hástafir (A). Zetan er ekki þar á meðal, og ekki heldur c, q og w sem voru áður fyrr taldir til íslenska stafrófsins. Í stafsetningarorðabókinni eru þó kaflar með orðum sem byrja á þessum stöfum en þá er yfirleitt um að ræða sérnöfn eða önnur sérheiti eins og c-moll og C-vítamín. Undir Z er aðeins að finna mannsnafnið Zophonías auk bókstafsins sjálfs.

Af þessu leiðir að sá sem notar z í íslenskum orðum sem ekki eru sérnöfn er í sjálfu sér að brjóta í bága við fyrrnefndar ritreglur og forsögn Stafsetningarorðabókarinnar. Frá því sjónarmiði er þetta hliðstætt hverri annarri stafsetningarvillu sem menn ættu ekki að gera ef þeir eru til dæmis að skrifa nafnlausan texta eða texta sem er á einhvern hátt gerður í umboði annarra.

Öðru máli kann hins vegar að gegna um texta sem menn skrifa algerlega í eigin nafni. Löng hefð er fyrir því að þá geta menn haft eigin hátt á stafsetningu, og það gildir þá að sjálfsögðu ekkert síður um zetuna en önnur álitamál í rithætti. Þess ber þó að gæta að lesendur ætlast þá yfirleitt til þess að höfundur gæti samræmis og sýni þannig að hann viti hvað hann er að gera.

Það er rétt sem spyrjandi segir að margir hafa viljað skrifa zetu eftir að hún var tekin burt úr opinberu stafrófi íslenskunnar. Þeir hinir sömu hafa þá því miður ekki alltaf gætt að því að nota hana eins og gert var meðan hún var fullgildur stafur í stafrófinu. Þannig er til dæmis ankannalegt að sjá reikistjörnuna Mars skrifaða með zetu því að þannig var hún ekki skrifuð meðan zetan var og hét. Hins vegar var mánuðurinn mars skrifaður með zetu og það hefur þá smitast yfir á reikistjörnuna.

Frekara lesefni:

Höfundur

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

20.9.2007

Spyrjandi

Jóhanna Magnúsdóttir

Tilvísun

Þorsteinn Vilhjálmsson. „Er réttmætt að skrifa zetu inni í orðum í dag?“ Vísindavefurinn, 20. september 2007, sótt 13. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6811.

Þorsteinn Vilhjálmsson. (2007, 20. september). Er réttmætt að skrifa zetu inni í orðum í dag? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6811

Þorsteinn Vilhjálmsson. „Er réttmætt að skrifa zetu inni í orðum í dag?“ Vísindavefurinn. 20. sep. 2007. Vefsíða. 13. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6811>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er réttmætt að skrifa zetu inni í orðum í dag?
Spyrjandi skýrir spurninguna nánar sem hér segir:

Mig langar að forvitnast um réttmæti þess að skrifa zetu inn í orðum í dag. Nú er zetan fallin úr íslensku stafrófi en mér finnst ýmsir nota zetuna enn. Þekki dæmi um fólk sem hefur tamið sér þennan rithátt þó það sé fætt eftir að zetan féll úr gildi.
Íslensk málstöð gaf út Ritreglur 7. mars 2006, í samræmi við auglýsingar menntamálaráðuneytisins, þá síðustu nr. 261/1977. Þessar reglur eru meðal annars prentaðar í Stafsetningarorðabókinni sem Dóra Hafsteinsdóttir ritstýrði og kom út hjá Íslenskri málnefnd og JPV útgáfu árið 2006 og einnig er hægt að nálgast þær með því að smella á tengilinn hér fyrir ofan.

Fyrsti kafli ritreglnanna ber heitið "Stafrófið" og er afar stuttur. Þar eru "stafir íslenska stafrófsins" taldir upp og sýndir bæði sem lágstafir (a) og sem hástafir (A). Zetan er ekki þar á meðal, og ekki heldur c, q og w sem voru áður fyrr taldir til íslenska stafrófsins. Í stafsetningarorðabókinni eru þó kaflar með orðum sem byrja á þessum stöfum en þá er yfirleitt um að ræða sérnöfn eða önnur sérheiti eins og c-moll og C-vítamín. Undir Z er aðeins að finna mannsnafnið Zophonías auk bókstafsins sjálfs.

Af þessu leiðir að sá sem notar z í íslenskum orðum sem ekki eru sérnöfn er í sjálfu sér að brjóta í bága við fyrrnefndar ritreglur og forsögn Stafsetningarorðabókarinnar. Frá því sjónarmiði er þetta hliðstætt hverri annarri stafsetningarvillu sem menn ættu ekki að gera ef þeir eru til dæmis að skrifa nafnlausan texta eða texta sem er á einhvern hátt gerður í umboði annarra.

Öðru máli kann hins vegar að gegna um texta sem menn skrifa algerlega í eigin nafni. Löng hefð er fyrir því að þá geta menn haft eigin hátt á stafsetningu, og það gildir þá að sjálfsögðu ekkert síður um zetuna en önnur álitamál í rithætti. Þess ber þó að gæta að lesendur ætlast þá yfirleitt til þess að höfundur gæti samræmis og sýni þannig að hann viti hvað hann er að gera.

Það er rétt sem spyrjandi segir að margir hafa viljað skrifa zetu eftir að hún var tekin burt úr opinberu stafrófi íslenskunnar. Þeir hinir sömu hafa þá því miður ekki alltaf gætt að því að nota hana eins og gert var meðan hún var fullgildur stafur í stafrófinu. Þannig er til dæmis ankannalegt að sjá reikistjörnuna Mars skrifaða með zetu því að þannig var hún ekki skrifuð meðan zetan var og hét. Hins vegar var mánuðurinn mars skrifaður með zetu og það hefur þá smitast yfir á reikistjörnuna.

Frekara lesefni: