Sólin Sólin Rís 02:57 • sest 24:03 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:51 • Sest 07:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:40 • Síðdegis: 21:03 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:39 • Síðdegis: 14:42 í Reykjavík

Hversu stórt er stærsta tígrisdýr í heimi?

Jón Már Halldórsson

Stærstu tígrisdýrin eru hin svonefndu amurtígrisdýr eða ussuritígrisdýr (Panthera tigris altaica) sem einnig eru stundum kölluð síberíutígrisdýr. Stærstu karldýrin geta orðið yfir 300 kg að þyngd og um eða yfir 2 metrar að lengd, sé mælt fremst frá höfði aftur að rófu. Kvendýrin eru nokkuð minni, geta orðið um tæp 170 kg og allt að 180 cm löng. Að meðaltali eru dýrin þó aðeins smávaxnari en stór samt.

Skýringin á þessari miklu stærð er sú að því norðar sem tegund teygir sig því stærri verður hún, þar sem aukið rúmmál skrokks varðveitir betur innri varma. Þetta er skýrt með svokallaðri reglu Bergmanns. Amurtígurinn finnst aðallega í Rússlandi en teygir útbreiðslu sína inn í Mansjúríu í Kína og til Kóreu.

Mikill breytileiki er á stærð tígrisdýra eftir deilitegundum. Stærstir verða einstaklingar af deilitegund amurtígrisdýra eða síberíutígrisdýra (Panthera tigris altaica).

Óstaðfestar heimildir eru um nokkuð stærri dýr á árum áður, árið 1950 var til dæmis fellt dýr í Sikhote-Alin fjöllum í suðaustur hluta Rússlands sem sagt er hafa verið 384 kg og yfir 3,20 metrar á lengd.

Rannsókn sem gerð var árið 2005 bendir einnig til þess að amurtígrisdýr dagsins í dag séu minni en fyrir einhverjum áratugum og er hugsanleg skýringin talin sú að fæðuframboð hafi minnkað.

Tígrisdýr í dýragörðum geta orðið mun þyngri en þau sem lifa villt í náttúrunni enda er tilvera þeirra róleg, þau fá nóg að éta án fyrirhafnar og geta því bætt á sig spiki. Nokkur dæmi eru um tígrisdýr í haldi manna sem hafa vegið rúmlega 400 kg og það þyngsta sem vitað er um náði 465 kg.

Heimild og mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

13.11.2014

Spyrjandi

Sigríður Lára Jónasdóttir, f. 2000

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hversu stórt er stærsta tígrisdýr í heimi? “ Vísindavefurinn, 13. nóvember 2014. Sótt 25. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=68243.

Jón Már Halldórsson. (2014, 13. nóvember). Hversu stórt er stærsta tígrisdýr í heimi? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=68243

Jón Már Halldórsson. „Hversu stórt er stærsta tígrisdýr í heimi? “ Vísindavefurinn. 13. nóv. 2014. Vefsíða. 25. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=68243>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hversu stórt er stærsta tígrisdýr í heimi?
Stærstu tígrisdýrin eru hin svonefndu amurtígrisdýr eða ussuritígrisdýr (Panthera tigris altaica) sem einnig eru stundum kölluð síberíutígrisdýr. Stærstu karldýrin geta orðið yfir 300 kg að þyngd og um eða yfir 2 metrar að lengd, sé mælt fremst frá höfði aftur að rófu. Kvendýrin eru nokkuð minni, geta orðið um tæp 170 kg og allt að 180 cm löng. Að meðaltali eru dýrin þó aðeins smávaxnari en stór samt.

Skýringin á þessari miklu stærð er sú að því norðar sem tegund teygir sig því stærri verður hún, þar sem aukið rúmmál skrokks varðveitir betur innri varma. Þetta er skýrt með svokallaðri reglu Bergmanns. Amurtígurinn finnst aðallega í Rússlandi en teygir útbreiðslu sína inn í Mansjúríu í Kína og til Kóreu.

Mikill breytileiki er á stærð tígrisdýra eftir deilitegundum. Stærstir verða einstaklingar af deilitegund amurtígrisdýra eða síberíutígrisdýra (Panthera tigris altaica).

Óstaðfestar heimildir eru um nokkuð stærri dýr á árum áður, árið 1950 var til dæmis fellt dýr í Sikhote-Alin fjöllum í suðaustur hluta Rússlands sem sagt er hafa verið 384 kg og yfir 3,20 metrar á lengd.

Rannsókn sem gerð var árið 2005 bendir einnig til þess að amurtígrisdýr dagsins í dag séu minni en fyrir einhverjum áratugum og er hugsanleg skýringin talin sú að fæðuframboð hafi minnkað.

Tígrisdýr í dýragörðum geta orðið mun þyngri en þau sem lifa villt í náttúrunni enda er tilvera þeirra róleg, þau fá nóg að éta án fyrirhafnar og geta því bætt á sig spiki. Nokkur dæmi eru um tígrisdýr í haldi manna sem hafa vegið rúmlega 400 kg og það þyngsta sem vitað er um náði 465 kg.

Heimild og mynd:

...