Sólin Sólin Rís 02:57 • sest 24:04 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:43 • Sest 20:16 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:52 • Síðdegis: 16:21 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:04 • Síðdegis: 22:40 í Reykjavík

Eru Dimmuborgir friðlýstar?

EDS

Dimmuborgir eru friðlýst náttúrvætti en náttúrvætti nefnast friðlýstar náttúrumyndanir svo sem fossar, eldstöðvar, hellar, drangar og fundarstaðir steingervinga og sjaldgæfra steinda sem mikilvægt er að varðveita vegna fræðilegs gildis, fegurðar eða sérkenna, eins og segir í lögum um náttúruvernd nr. 44/1999.

Dimmuborgir voru friðlýstar sumarið 2011.

Í auglýsingu sem dagsett er 22. júní 2011 kemur fram að umhverfisráðherra hafi ákveðið að friðlýsa Dimmuborgir í Skútustaðahreppi sem náttúruvætti samkvæmt lögum um náttúruvernd og öðlast friðlýsingin gildi þegar í stað.

Samkvæmt auglýsingunni er markmiðið með friðlýsingu Dimmuborga sem náttúruvættis
að vernda sérstæðar jarðmyndanir. Jafnframt er það markmið með friðlýsingunni að varðveita jarðmyndanir svæðisins vegna mikils fræðslu- og útivistargildis, en svæðið í heild sinni hefur um langan tíma verið afar vinsæll útivistarstaður heimamanna og viðkomustaður ferðamanna sem um Mývatnssveit fara.

Á vef Umhverfisstofnunar er að finna upplýsingar um öll friðlýst svæði á Íslandi. Þar segir meðal annars um Dimmuborgir:

Dimmuborgir eru friðlýstar vegna sérstakra hraunmyndana og landslags. Svipaðar hraunmyndanir og Dimmuborgir hafa hvergi fundist utan Mývatnssveitar nema á hafsbotni undan ströndum Mexíkó. Nokkuð er um svipaðar hraunmyndanir í Mývatnssveit og eru hraundrangarnir við Höfða (Klasar og Kálfastrandarstrípar) þekktastar þeirra.

Þeir sem vilja kynna sér málið nánar ættu að skoða auglýsinguna um friðlýsinguna og lesa það sem sagt er um Dimmuborgir á vef Umhverfisstofnunar.

Heimildir og mynd:

Höfundur

Útgáfudagur

10.11.2014

Spyrjandi

Valdimar Guðmannsson

Tilvísun

EDS. „Eru Dimmuborgir friðlýstar? “ Vísindavefurinn, 10. nóvember 2014. Sótt 25. júní 2022. http://visindavefur.is/svar.php?id=68363.

EDS. (2014, 10. nóvember). Eru Dimmuborgir friðlýstar? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=68363

EDS. „Eru Dimmuborgir friðlýstar? “ Vísindavefurinn. 10. nóv. 2014. Vefsíða. 25. jún. 2022. <http://visindavefur.is/svar.php?id=68363>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Eru Dimmuborgir friðlýstar?
Dimmuborgir eru friðlýst náttúrvætti en náttúrvætti nefnast friðlýstar náttúrumyndanir svo sem fossar, eldstöðvar, hellar, drangar og fundarstaðir steingervinga og sjaldgæfra steinda sem mikilvægt er að varðveita vegna fræðilegs gildis, fegurðar eða sérkenna, eins og segir í lögum um náttúruvernd nr. 44/1999.

Dimmuborgir voru friðlýstar sumarið 2011.

Í auglýsingu sem dagsett er 22. júní 2011 kemur fram að umhverfisráðherra hafi ákveðið að friðlýsa Dimmuborgir í Skútustaðahreppi sem náttúruvætti samkvæmt lögum um náttúruvernd og öðlast friðlýsingin gildi þegar í stað.

Samkvæmt auglýsingunni er markmiðið með friðlýsingu Dimmuborga sem náttúruvættis
að vernda sérstæðar jarðmyndanir. Jafnframt er það markmið með friðlýsingunni að varðveita jarðmyndanir svæðisins vegna mikils fræðslu- og útivistargildis, en svæðið í heild sinni hefur um langan tíma verið afar vinsæll útivistarstaður heimamanna og viðkomustaður ferðamanna sem um Mývatnssveit fara.

Á vef Umhverfisstofnunar er að finna upplýsingar um öll friðlýst svæði á Íslandi. Þar segir meðal annars um Dimmuborgir:

Dimmuborgir eru friðlýstar vegna sérstakra hraunmyndana og landslags. Svipaðar hraunmyndanir og Dimmuborgir hafa hvergi fundist utan Mývatnssveitar nema á hafsbotni undan ströndum Mexíkó. Nokkuð er um svipaðar hraunmyndanir í Mývatnssveit og eru hraundrangarnir við Höfða (Klasar og Kálfastrandarstrípar) þekktastar þeirra.

Þeir sem vilja kynna sér málið nánar ættu að skoða auglýsinguna um friðlýsinguna og lesa það sem sagt er um Dimmuborgir á vef Umhverfisstofnunar.

Heimildir og mynd:

...