Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvers vegna er löggiltur skjalapappír notaður þegar skjölum er þinglýst?

Upphaflega spurningin hljóðaði svona:

Ágætu viðtakendur. Nú er það í lögum þegar verið er að þinglýsa samningum að það þurfi að hafa þá á löggiltum pappír. Vitið þið hver var upphaflega hugsunin á bak við það að allir samningar þurfi að fara á þennan löggilta pappír? Er búin að spyrja þó nokkra að þessu, löglærða og ekki löglærða og enginn getað gefið mér svar.

Þinglýsing felur í sér opinbera skráningu réttinda og þess er krafist að við slíka skráningu skuli notaður löggiltur skjalapappír. Til að hægt sé að byggja á opinberum gögnum gagnvart þriðja aðila langt fram í tímann er mikilvægt að skjölin endist lengi. Þess vegna er notaður löggiltur skjalapappír, en efnasamsetning hans gerir það að verkum að hann endist betur en til að mynda venjulegur prentarapappír.

Pappír er ekki það sama og pappír.

Í lögum um þinglýsingar (nr. 39/1978) er vikið að þessu en þar segir í 5. gr. að eintak skjalsins sem þinglýsingarstjóra er ætlað að geyma skuli vera ritað á haldgóðan pappír. Í frumvarpi til laganna segir: „Heppilegt þykir vegna geymslu skjals að áskilja, að slíkt skjal sé ritað á löggiltan skjalapappír“.

Lögin um þinglýsingar eru komin til ára sinna og það kann að vera að með aukinni rafrænni geymslu gagna og notkun rafrænna skilríkja og undirskrifta muni mikilvægi löggilts skjalapappírs fara dvínandi. Þegar kemur að varðveislu mikilvægra gagna getur þó varla sakað að setja á sig belti og axlabönd, að minnsta kosti enn sem komið er.

Heimildir og mynd:

Útgáfudagur

14.1.2015

Spyrjandi

Borghildur Kristín Magnúsdóttir

Höfundur

Lena Mjöll Markusdóttir

laganemi og verkefnastjóri á Evrópuvefnum

Tilvísun

Lena Mjöll Markusdóttir. „Hvers vegna er löggiltur skjalapappír notaður þegar skjölum er þinglýst?“ Vísindavefurinn, 14. janúar 2015. Sótt 13. desember 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=68479.

Lena Mjöll Markusdóttir. (2015, 14. janúar). Hvers vegna er löggiltur skjalapappír notaður þegar skjölum er þinglýst? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=68479

Lena Mjöll Markusdóttir. „Hvers vegna er löggiltur skjalapappír notaður þegar skjölum er þinglýst?“ Vísindavefurinn. 14. jan. 2015. Vefsíða. 13. des. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=68479>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Davíð Ólafsson

1971

Davíð Ólafsson er aðjúnkt í menningarfræði við Íslensku- og menningardeild HÍ. Rannsóknir hans hafa einkum beinst að virkni bóklegrar miðlunar út frá sjónarhóli hversdagsmenningar og hugmyndum um atbeina og iðkun.