Sólin Sólin Rís 11:06 • sest 15:34 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 07:51 • Sest 14:06 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:34 • Síðdegis: 16:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:47 • Síðdegis: 22:54 í Reykjavík

Hvað var enska byltingin og hafði hún einhver varanleg áhrif á England?

Árni Daníel Júlíusson

Árið 1517 hófst tímabil harðvítugra þjóðfélagsátaka í Evrópu með uppreisn mótmælenda gegn valdi kaþólsku kirkjunnar. Næstu 100-200 ár eða svo voru mikill ólgu- og átakatími, þegar átök milli mótmælenda og kaþólskra bylgjuðust fram og aftur um álfuna, oft með afar flóknum hætti eins og í 30 ára stríðinu. Á þessum tíma urðu til tvö ríki af nýrri tegund, með ríkisvaldi sem þjónaði hagsmunum kapítalískra fyrirtækja fremur en lénsveldi aðalsmanna. Hollendingar gerðu undir merkjum kalvínisma uppreisn gegn Spánverjum um 1570 og náðu að tryggja stöðu sína í átökum sem stóðu í 80 ár.

Næst gerðist að þjóðfélagsátök í Englandi mögnuðust upp í byltingu, um 1640. Bakgrunnur þeirra átaka var átök konungs og þings (e. parliament), en konungur var giftur kaþólskri konu og Englendingar, sem voru mótmælendur, óttuðust að kaþólsku stórveldin Frakkland og Spánn myndi styðja hann til að koma á kaþólskri trú í Englandi á ný. Þetta hreyfði við hagmsmunum margra, til dæmis allra þeirra landeigenda sem keypt höfðu gríðarstór jarðagóss af krúnunni þegar öll klaustur voru lögð niður og eignir þeirra seldar á 16. öld. Einnig var ákveðinn grasrótarstuðningur róttækra mótmælenda við andstöðu þingsins við konungsvaldið.

Oliwer Cromwell þingmaður og hershöfðingi. Málverk frá 1656 eftir Samuel Cooper.

Árið 1642 hófust vopnuð átök milli konungssinna og þingsins. Átökin voru í fyrstu ómarkviss og fálmkennd af beggja hálfu. Hvor um sig kom á fót her málaliða, sem hafði lítinn áhuga á málstaðnum. Það var ekki fyrr en Oliver Cromwell skipulagði nýjan her, svokallaðan New Model Army, árið 1644, að fylgismönnum þingsins fór að vegna betur í baráttunni við konungssinna. Her Cromwells var upphaflega riddaraliðsdeild í þinghernum, og var sérstakur að því leyti að hann var skipaður sjálfseignarbændum sem margir voru sjálfboðaliðar og aðhylltust tiltölulega róttæka mótmælendatrú. Cromwell byggði herinn á þeirri hugmynd að hann skyldi skipaður róttækum mótmælendum sem hefðu áhuga á málstaðnum, og reyndist hann standast málaliðaher konungs snúning og vel það. Hinn nýi her minnir um sumt á ýmsa byltingarheri sem síðar urðu til, svo sem heri Napóleons, Rauða herinn í Rússlandi, her kínverskra kommúnista á árunum 1927-1945 og skæruliðaher Fidels Castro og Che Guevara á Kúbu 1953-1959.

New Model Army vann stórsigur á her konungs í orustunni við Naseby árið 1645. Konungur var handtekinn og sviptur völdum. Í hönd fór tímabil róttækra stjórnmála, þar sem her þingsins hélt uppi kröfum um jafnrétti og afnám guðlegs stigveldis. Hermenn komust í kynni við róttæka Lundúnabúa sem kallaðir voru Levellers og aðhylltust jafnréttissinnaða hugmyndafræði. Oliver Cromwell þurfti á flokki Levellers að halda í valdabaráttu sinni við íhaldssama jarðeigendur í þinginu, sem óttuðust vaxandi róttækni byltingarinnar, vildu jafnvel skipa sér undir merki konungs og endurreisa konungsveldið.

Hver herdeild valdi sér tvo fulltrúa, „agitators“, sem héldu fram kröfum hersins. Landeigendur í þinginu vildu endurreisa konungsveldið án lýðræðisumbóta eða trúfrelsis, og þótti hermönnum sem til lítils væri barist ef það yrði niðurstaðan. Fulltrúar hersins mynduðu ráð, Army Council og lögðu fram kröfur til þingsins. Undir áhrifum hinna róttæku Levellers lagði ráðið fram kröfur um nær almennan kosningarétt karla, kosningar á tveggja ára fresti og trúfrelsi. Einnig vakti það mikla óánægju hermanna að þeir fengu ekki laun sín greidd og að til stóð að senda þá til Írlands að berja á kaþólskum þar.

Konungur gerði nú á ný uppreisn gegn þinginu og hófst önnur lota borgarastyrjaldarinnar árið 1648. Her þingsins sigraði konungssinna í orustum í Surrey, Kent og Wales, og skoskan innrásarher í orustunni við Preston í ágúst 1648. Herinn krafðist nú aftöku konungs og landeigendur í þinginu sáu sér þann kost vænstan að styðja þessar kröfur, því ella var hætta á að konungur héldi áfram hernaði. Konungur var hálshöggvinn í janúar 1649, og vakti það skelfingu yfirstétta um alla Evrópu. Öll ríki Evrópu slitu stjórnmálasambandi við England, en aftaka konungs leiddi einnig til þess að Cromwell gat gert upp við hinn róttæka væng hersins, Levellers. Hann þurfti nú ekki lengur á róttæklingunum að halda, en stjórnaði þó í krafti hersins næstu 10 árin, eða til dauðadags.

Karl 1. var hálshöggvinn í janúar 1649, og vakti það skelfingu yfirstétta um alla Evrópu. Málmrista frá 1649.

Að Cromwell gengnum fengu íhaldsöfl í þinginu því framgengt að konungdæmið var endurreist, en ekkert var eins og áður. Þingið og borgaraleg öfl innan þess héldu nú um valdataumana í ríkinu, og fékkst það endanlega staðfest þegar nýr konungur var sóttur til Hollands 1688 og hinum gamla steypt af stóli.

Bakgrunnur byltingarinnar og hinna nýju valda borgarastéttarinnar var stöðugt vaxandi rekstur á kapítalískum grunni, sérstaklega í landbúnaði. Á tímabilinu 1570-1670 eða svo voru nær allir enskir bændur reknir af jörðum sínum og landinu skipt upp milli einkajarðeigenda sem réðu sér verkafólk á kaupi til að vinna á landinu. Um leið efldist stétt kaupmanna í borgum og hvers kyns iðnaður efldist ört. Hagvöxtur var hraður í Englandi á þessum tíma, um 1,6% á ári. Bændurnir sem reknir höfðu verið af landinu skipuðu nú nýja stétt, ensku verkalýðsstéttina, þá fyrstu í veraldarsögunni.

Enska borgaralega byltingin hefur hlotið önnur örlög en hin franska sem hófst 1789. Enska yfirstéttin hefur æ síðan reynt að gera lítið úr byltingarsinnuðu eðli atburðanna 1640-1660 og um skeið reyndu ýmsir sagnfræðingar að halda því fram að engin bylting hefði orðið, aðeins tilviljanakennd átök milli fylkinga aðalsmanna. Í Frakklandi er hins vegar haldið upp á byltinguna árlega og hún er mikilvægur hluti af sjálfsmynd franska lýðveldisins.

Ríkin tvö, England og Holland voru eins og áður segir fyrstu ríkin þar sem ríkisvaldið þjónaði kapítalískum fyrirtækjum fremur en valdi lénskra jarðeigenda. Á 18. öld varð England fyrirmynd annarra Evrópuríkja vegna gríðarlegs hagvaxtar og grósku í efnahagslífi, og á síðari hluta aldarinnar náði borgarastéttin víðast hvar í Evrópu og Norður-Ameríku tökum á ríkisvaldinu, svo sem í Frakklandi og Bandaríkjunum.

Heimildir:
 • Carlton, Charles (1995), Going to the wars: The experience of the British civil wars, 1638–1651. London: Routledge.
 • Harman, Chris (2008), The People´s History of the World. London: Verso.
 • Hill, Christopher (1984), The World Turned Upside Down: Radical ideas during the English Revolution. Penguin Books.
 • Kulikoff, Allan (2000), From British Peasants to Colonial American Farmers. The University of North Carolina Press.
 • Kennedy, D. E. (2000), The English Revolution, 1642–1649. London: Macmillan.
 • Manning, Brian (1976), The English people and the English Revolution, 1640-1649. London, Heineman Educational Books.

Myndir:

Höfundur

Árni Daníel Júlíusson

sjálfstætt starfandi sagnfræðingur

Útgáfudagur

10.12.2014

Spyrjandi

Gestur Páll

Tilvísun

Árni Daníel Júlíusson. „Hvað var enska byltingin og hafði hún einhver varanleg áhrif á England?“ Vísindavefurinn, 10. desember 2014. Sótt 10. desember 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=68651.

Árni Daníel Júlíusson. (2014, 10. desember). Hvað var enska byltingin og hafði hún einhver varanleg áhrif á England? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=68651

Árni Daníel Júlíusson. „Hvað var enska byltingin og hafði hún einhver varanleg áhrif á England?“ Vísindavefurinn. 10. des. 2014. Vefsíða. 10. des. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=68651>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað var enska byltingin og hafði hún einhver varanleg áhrif á England?
Árið 1517 hófst tímabil harðvítugra þjóðfélagsátaka í Evrópu með uppreisn mótmælenda gegn valdi kaþólsku kirkjunnar. Næstu 100-200 ár eða svo voru mikill ólgu- og átakatími, þegar átök milli mótmælenda og kaþólskra bylgjuðust fram og aftur um álfuna, oft með afar flóknum hætti eins og í 30 ára stríðinu. Á þessum tíma urðu til tvö ríki af nýrri tegund, með ríkisvaldi sem þjónaði hagsmunum kapítalískra fyrirtækja fremur en lénsveldi aðalsmanna. Hollendingar gerðu undir merkjum kalvínisma uppreisn gegn Spánverjum um 1570 og náðu að tryggja stöðu sína í átökum sem stóðu í 80 ár.

Næst gerðist að þjóðfélagsátök í Englandi mögnuðust upp í byltingu, um 1640. Bakgrunnur þeirra átaka var átök konungs og þings (e. parliament), en konungur var giftur kaþólskri konu og Englendingar, sem voru mótmælendur, óttuðust að kaþólsku stórveldin Frakkland og Spánn myndi styðja hann til að koma á kaþólskri trú í Englandi á ný. Þetta hreyfði við hagmsmunum margra, til dæmis allra þeirra landeigenda sem keypt höfðu gríðarstór jarðagóss af krúnunni þegar öll klaustur voru lögð niður og eignir þeirra seldar á 16. öld. Einnig var ákveðinn grasrótarstuðningur róttækra mótmælenda við andstöðu þingsins við konungsvaldið.

Oliwer Cromwell þingmaður og hershöfðingi. Málverk frá 1656 eftir Samuel Cooper.

Árið 1642 hófust vopnuð átök milli konungssinna og þingsins. Átökin voru í fyrstu ómarkviss og fálmkennd af beggja hálfu. Hvor um sig kom á fót her málaliða, sem hafði lítinn áhuga á málstaðnum. Það var ekki fyrr en Oliver Cromwell skipulagði nýjan her, svokallaðan New Model Army, árið 1644, að fylgismönnum þingsins fór að vegna betur í baráttunni við konungssinna. Her Cromwells var upphaflega riddaraliðsdeild í þinghernum, og var sérstakur að því leyti að hann var skipaður sjálfseignarbændum sem margir voru sjálfboðaliðar og aðhylltust tiltölulega róttæka mótmælendatrú. Cromwell byggði herinn á þeirri hugmynd að hann skyldi skipaður róttækum mótmælendum sem hefðu áhuga á málstaðnum, og reyndist hann standast málaliðaher konungs snúning og vel það. Hinn nýi her minnir um sumt á ýmsa byltingarheri sem síðar urðu til, svo sem heri Napóleons, Rauða herinn í Rússlandi, her kínverskra kommúnista á árunum 1927-1945 og skæruliðaher Fidels Castro og Che Guevara á Kúbu 1953-1959.

New Model Army vann stórsigur á her konungs í orustunni við Naseby árið 1645. Konungur var handtekinn og sviptur völdum. Í hönd fór tímabil róttækra stjórnmála, þar sem her þingsins hélt uppi kröfum um jafnrétti og afnám guðlegs stigveldis. Hermenn komust í kynni við róttæka Lundúnabúa sem kallaðir voru Levellers og aðhylltust jafnréttissinnaða hugmyndafræði. Oliver Cromwell þurfti á flokki Levellers að halda í valdabaráttu sinni við íhaldssama jarðeigendur í þinginu, sem óttuðust vaxandi róttækni byltingarinnar, vildu jafnvel skipa sér undir merki konungs og endurreisa konungsveldið.

Hver herdeild valdi sér tvo fulltrúa, „agitators“, sem héldu fram kröfum hersins. Landeigendur í þinginu vildu endurreisa konungsveldið án lýðræðisumbóta eða trúfrelsis, og þótti hermönnum sem til lítils væri barist ef það yrði niðurstaðan. Fulltrúar hersins mynduðu ráð, Army Council og lögðu fram kröfur til þingsins. Undir áhrifum hinna róttæku Levellers lagði ráðið fram kröfur um nær almennan kosningarétt karla, kosningar á tveggja ára fresti og trúfrelsi. Einnig vakti það mikla óánægju hermanna að þeir fengu ekki laun sín greidd og að til stóð að senda þá til Írlands að berja á kaþólskum þar.

Konungur gerði nú á ný uppreisn gegn þinginu og hófst önnur lota borgarastyrjaldarinnar árið 1648. Her þingsins sigraði konungssinna í orustum í Surrey, Kent og Wales, og skoskan innrásarher í orustunni við Preston í ágúst 1648. Herinn krafðist nú aftöku konungs og landeigendur í þinginu sáu sér þann kost vænstan að styðja þessar kröfur, því ella var hætta á að konungur héldi áfram hernaði. Konungur var hálshöggvinn í janúar 1649, og vakti það skelfingu yfirstétta um alla Evrópu. Öll ríki Evrópu slitu stjórnmálasambandi við England, en aftaka konungs leiddi einnig til þess að Cromwell gat gert upp við hinn róttæka væng hersins, Levellers. Hann þurfti nú ekki lengur á róttæklingunum að halda, en stjórnaði þó í krafti hersins næstu 10 árin, eða til dauðadags.

Karl 1. var hálshöggvinn í janúar 1649, og vakti það skelfingu yfirstétta um alla Evrópu. Málmrista frá 1649.

Að Cromwell gengnum fengu íhaldsöfl í þinginu því framgengt að konungdæmið var endurreist, en ekkert var eins og áður. Þingið og borgaraleg öfl innan þess héldu nú um valdataumana í ríkinu, og fékkst það endanlega staðfest þegar nýr konungur var sóttur til Hollands 1688 og hinum gamla steypt af stóli.

Bakgrunnur byltingarinnar og hinna nýju valda borgarastéttarinnar var stöðugt vaxandi rekstur á kapítalískum grunni, sérstaklega í landbúnaði. Á tímabilinu 1570-1670 eða svo voru nær allir enskir bændur reknir af jörðum sínum og landinu skipt upp milli einkajarðeigenda sem réðu sér verkafólk á kaupi til að vinna á landinu. Um leið efldist stétt kaupmanna í borgum og hvers kyns iðnaður efldist ört. Hagvöxtur var hraður í Englandi á þessum tíma, um 1,6% á ári. Bændurnir sem reknir höfðu verið af landinu skipuðu nú nýja stétt, ensku verkalýðsstéttina, þá fyrstu í veraldarsögunni.

Enska borgaralega byltingin hefur hlotið önnur örlög en hin franska sem hófst 1789. Enska yfirstéttin hefur æ síðan reynt að gera lítið úr byltingarsinnuðu eðli atburðanna 1640-1660 og um skeið reyndu ýmsir sagnfræðingar að halda því fram að engin bylting hefði orðið, aðeins tilviljanakennd átök milli fylkinga aðalsmanna. Í Frakklandi er hins vegar haldið upp á byltinguna árlega og hún er mikilvægur hluti af sjálfsmynd franska lýðveldisins.

Ríkin tvö, England og Holland voru eins og áður segir fyrstu ríkin þar sem ríkisvaldið þjónaði kapítalískum fyrirtækjum fremur en valdi lénskra jarðeigenda. Á 18. öld varð England fyrirmynd annarra Evrópuríkja vegna gríðarlegs hagvaxtar og grósku í efnahagslífi, og á síðari hluta aldarinnar náði borgarastéttin víðast hvar í Evrópu og Norður-Ameríku tökum á ríkisvaldinu, svo sem í Frakklandi og Bandaríkjunum.

Heimildir:
 • Carlton, Charles (1995), Going to the wars: The experience of the British civil wars, 1638–1651. London: Routledge.
 • Harman, Chris (2008), The People´s History of the World. London: Verso.
 • Hill, Christopher (1984), The World Turned Upside Down: Radical ideas during the English Revolution. Penguin Books.
 • Kulikoff, Allan (2000), From British Peasants to Colonial American Farmers. The University of North Carolina Press.
 • Kennedy, D. E. (2000), The English Revolution, 1642–1649. London: Macmillan.
 • Manning, Brian (1976), The English people and the English Revolution, 1640-1649. London, Heineman Educational Books.

Myndir:

...