Sólin Sólin Rís 10:31 • sest 15:59 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:37 • Síðdegis: 20:01 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:22 • Síðdegis: 14:00 í Reykjavík

Hvernig býr maður til app?

Ívar Daði Þorvaldsson

Í heild hljóðaði spurningin svona:
Hvernig býr maður til app, hvaða forritunarmál þarf maður að kunna til að gera það og hvað kostar að gera það?

Í þessu svari verður litið á hvernig búa má til smáforrit (e. app) fyrir síma með annars vegar Android-stýrikerfi (símar og spjaldtölvur frá Samsung, LG, Sony og fleiri fyrirtækjum) og hins vegar iOS-stýrikerfi (símar og spjaldtölvur frá Apple) en langflestir símar og spjaldtölvur keyra annað hvort stýrikerfið.

Að búa til smáforrit er í sjálfu sér ekkert frábrugðið hverri annarri forritun, grundvallarhugmyndin er sú sama, það er einungis vettvangurinn (e. platform) sem er annar. Í fyrsta lagi þarf að hafa hugmynd um hvað skuli forrita. Ef forrita á viðamikið eða flókið smáforrit er svo ef til vill betra að hafa einhvers konar uppkast af því hvernig forrituninni skuli háttað, bæði hvað varðar útlit og innviði.

Það er að ýmsu að huga við gerð forrita.

Smáforrit fyrir Android-stýrikerfið eru ofast gerð með forritunarmálinu Java. Aftur á móti er Objective C aðallega notað í að búa til smáforrit fyrir iOS-stýrikerfið. Einnig er vert að nefna Swift en það er nýlegt forritunarmál fyrir iOS-stýrikerfið. Það er af mörgum talið einfaldara í notkun og þægilegra fyrir byrjendur. Enn fremur nota flestir einhvers konar forritunarumhverfi til að aðstoða sig. Sem dæmi mætti nefna Eclipse fyrir Android-forritun og Xcode fyrir iOS-forritun.

Fyrir þá sem ekki hafa neina reynslu af forritun, getur smáforritagerð verið stórt stökk. Aftur á móti eru til fjölmargar vefsíður sem sýna á greinargóðan hátt, skref fyrir skref, hvernig búa má til einfalt app. Til dæmis hér ef forrita á fyrir Android-stýrkierfi og hér ef forrita á fyrir iOS-stýrikerfi. Auk þess er tiltölulega auðvelt að finna svör við algengum vandamálum í smáforritagerð á netinu en þó eru flest ráðin á ensku, líkt og dæmin hér að ofan.

Þegar smáforritagerðinni er lokið er hægt að gefa út forritið í Play Store (Android) eða App Store (iOS). Til þess þarf viðkomandi að stofna aðgang og greiða fyrir (25 dollara stakt gjald fyrir Play Store og 99 dollara árlegt gjald fyrir App Store). Aðrar smáforritaverslanir eru til en þessar eru algengastar.

Hvað varðar kostnað við að búa til smáforrit er erfiðara að svara. Fer það allt eftir hve langan tíma það tekur. Ef viðkomandi getur gert það sjálfur (og reiknar sér ekki tímakaup) þarf einungis að greiða áðurnefnt gjald til að gefa út forritið en ef greiða á öðrum aðila getur kostnaðurinn verið ríflegur.

Annars skal bent á svar Snorra Agnarsson við spurningunni: Er erfitt að læra forritun? fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu skref í forritun.

Heimildir og mynd:

Höfundur

Ívar Daði Þorvaldsson

M.Sc. í hugbúnaðarverkfræði og fyrrverandi starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

5.1.2015

Spyrjandi

Sigurður Andri Jóhannesson

Tilvísun

Ívar Daði Þorvaldsson. „Hvernig býr maður til app?“ Vísindavefurinn, 5. janúar 2015. Sótt 26. nóvember 2022. http://visindavefur.is/svar.php?id=68659.

Ívar Daði Þorvaldsson. (2015, 5. janúar). Hvernig býr maður til app? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=68659

Ívar Daði Þorvaldsson. „Hvernig býr maður til app?“ Vísindavefurinn. 5. jan. 2015. Vefsíða. 26. nóv. 2022. <http://visindavefur.is/svar.php?id=68659>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvernig býr maður til app?
Í heild hljóðaði spurningin svona:

Hvernig býr maður til app, hvaða forritunarmál þarf maður að kunna til að gera það og hvað kostar að gera það?

Í þessu svari verður litið á hvernig búa má til smáforrit (e. app) fyrir síma með annars vegar Android-stýrikerfi (símar og spjaldtölvur frá Samsung, LG, Sony og fleiri fyrirtækjum) og hins vegar iOS-stýrikerfi (símar og spjaldtölvur frá Apple) en langflestir símar og spjaldtölvur keyra annað hvort stýrikerfið.

Að búa til smáforrit er í sjálfu sér ekkert frábrugðið hverri annarri forritun, grundvallarhugmyndin er sú sama, það er einungis vettvangurinn (e. platform) sem er annar. Í fyrsta lagi þarf að hafa hugmynd um hvað skuli forrita. Ef forrita á viðamikið eða flókið smáforrit er svo ef til vill betra að hafa einhvers konar uppkast af því hvernig forrituninni skuli háttað, bæði hvað varðar útlit og innviði.

Það er að ýmsu að huga við gerð forrita.

Smáforrit fyrir Android-stýrikerfið eru ofast gerð með forritunarmálinu Java. Aftur á móti er Objective C aðallega notað í að búa til smáforrit fyrir iOS-stýrikerfið. Einnig er vert að nefna Swift en það er nýlegt forritunarmál fyrir iOS-stýrikerfið. Það er af mörgum talið einfaldara í notkun og þægilegra fyrir byrjendur. Enn fremur nota flestir einhvers konar forritunarumhverfi til að aðstoða sig. Sem dæmi mætti nefna Eclipse fyrir Android-forritun og Xcode fyrir iOS-forritun.

Fyrir þá sem ekki hafa neina reynslu af forritun, getur smáforritagerð verið stórt stökk. Aftur á móti eru til fjölmargar vefsíður sem sýna á greinargóðan hátt, skref fyrir skref, hvernig búa má til einfalt app. Til dæmis hér ef forrita á fyrir Android-stýrkierfi og hér ef forrita á fyrir iOS-stýrikerfi. Auk þess er tiltölulega auðvelt að finna svör við algengum vandamálum í smáforritagerð á netinu en þó eru flest ráðin á ensku, líkt og dæmin hér að ofan.

Þegar smáforritagerðinni er lokið er hægt að gefa út forritið í Play Store (Android) eða App Store (iOS). Til þess þarf viðkomandi að stofna aðgang og greiða fyrir (25 dollara stakt gjald fyrir Play Store og 99 dollara árlegt gjald fyrir App Store). Aðrar smáforritaverslanir eru til en þessar eru algengastar.

Hvað varðar kostnað við að búa til smáforrit er erfiðara að svara. Fer það allt eftir hve langan tíma það tekur. Ef viðkomandi getur gert það sjálfur (og reiknar sér ekki tímakaup) þarf einungis að greiða áðurnefnt gjald til að gefa út forritið en ef greiða á öðrum aðila getur kostnaðurinn verið ríflegur.

Annars skal bent á svar Snorra Agnarsson við spurningunni: Er erfitt að læra forritun? fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu skref í forritun.

Heimildir og mynd:

...