Sólin Sólin Rís 04:02 • sest 22:49 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:53 • Sest 03:55 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:57 • Síðdegis: 15:39 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:24 • Síðdegis: 21:47 í Reykjavík

Hversu sönn er sagan af því að Einar Ben hafi selt norðurljósin?

Guðjón Friðriksson og Ritstjórn Vísindavefsins

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona:

Oft heyrir maður og les að Einar Ben hafi ýmist selt eða reynt að selja norðurljósin. Hversu 'sönn' er þessi saga og hvaða heimildir eru til um þetta?

Á Vísindavefnum er til fjöldi svara um norðurljós enda ljóst að margir hafa áhuga á að vita sem mest um þau. Norðurljósin myndast þegar straumur rafeinda og róteinda frá sólinni rekst á köfnunarefnis- og súrefnissameindar í ysta lagi lofthjúpsins. Þau myndast einkum á kraga kringum segulpóla jarðar.

Flest bendir til þess að sagan um að Einar Benediktsson hafi annað hvort selt eða reynt að selja norðurljósin sé þjóðsaga eða flökkusaga.

Margir hafa væntanlega heyrt þá sögu að Einar Benediktsson hafi reynt að selja norðurljósin. Vísindavefurinn leitaði ráða hjá Guðjóni Friðrikssyni, sem ritað hefur ævisögu Einars Benediktssonar í þremur bindum (1997, 1999, 2000), til að svara spurningunn. Í tölvuskeyti til Vísindavefsins segir Guðjón einfaldlega þetta:

Ég hef hvergi rekist á neinar heimildir um meinta sölu Einars á norðurljósum eða tilraunum hans í þá átt. Hins vegar var hann sölumaður af guðs náð, hugmyndaríkur með afbrigðum (hann sá oft möguleika þar sem aðrir sáu enga) og oft ósvífinn. Honum væri því vel trúandi til að hafa reynt þetta. En þangað til annað kemur í ljós verður að líta á þetta sem þjóðsögu.

Sala norðurljósanna virðist því einfaldlega vera flökkusaga eða þjóðsaga, að minnsta kosti þangað til annað kemur í ljós.

Mynd:

Útgáfudagur

28.1.2015

Spyrjandi

Róbert Bragason

Tilvísun

Guðjón Friðriksson og Ritstjórn Vísindavefsins. „Hversu sönn er sagan af því að Einar Ben hafi selt norðurljósin?“ Vísindavefurinn, 28. janúar 2015. Sótt 18. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=68793.

Guðjón Friðriksson og Ritstjórn Vísindavefsins. (2015, 28. janúar). Hversu sönn er sagan af því að Einar Ben hafi selt norðurljósin? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=68793

Guðjón Friðriksson og Ritstjórn Vísindavefsins. „Hversu sönn er sagan af því að Einar Ben hafi selt norðurljósin?“ Vísindavefurinn. 28. jan. 2015. Vefsíða. 18. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=68793>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hversu sönn er sagan af því að Einar Ben hafi selt norðurljósin?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona:

Oft heyrir maður og les að Einar Ben hafi ýmist selt eða reynt að selja norðurljósin. Hversu 'sönn' er þessi saga og hvaða heimildir eru til um þetta?

Á Vísindavefnum er til fjöldi svara um norðurljós enda ljóst að margir hafa áhuga á að vita sem mest um þau. Norðurljósin myndast þegar straumur rafeinda og róteinda frá sólinni rekst á köfnunarefnis- og súrefnissameindar í ysta lagi lofthjúpsins. Þau myndast einkum á kraga kringum segulpóla jarðar.

Flest bendir til þess að sagan um að Einar Benediktsson hafi annað hvort selt eða reynt að selja norðurljósin sé þjóðsaga eða flökkusaga.

Margir hafa væntanlega heyrt þá sögu að Einar Benediktsson hafi reynt að selja norðurljósin. Vísindavefurinn leitaði ráða hjá Guðjóni Friðrikssyni, sem ritað hefur ævisögu Einars Benediktssonar í þremur bindum (1997, 1999, 2000), til að svara spurningunn. Í tölvuskeyti til Vísindavefsins segir Guðjón einfaldlega þetta:

Ég hef hvergi rekist á neinar heimildir um meinta sölu Einars á norðurljósum eða tilraunum hans í þá átt. Hins vegar var hann sölumaður af guðs náð, hugmyndaríkur með afbrigðum (hann sá oft möguleika þar sem aðrir sáu enga) og oft ósvífinn. Honum væri því vel trúandi til að hafa reynt þetta. En þangað til annað kemur í ljós verður að líta á þetta sem þjóðsögu.

Sala norðurljósanna virðist því einfaldlega vera flökkusaga eða þjóðsaga, að minnsta kosti þangað til annað kemur í ljós.

Mynd:

...