Sólin Sólin Rís 06:40 • sest 20:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:22 • Síðdegis: 23:55 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:45 • Síðdegis: 17:50 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:40 • sest 20:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:22 • Síðdegis: 23:55 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:45 • Síðdegis: 17:50 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað gerir dygðina dýrmæta?

Geir Þ. Þórarinsson

Dygðin er dýrmæt í sjálfri sér og verðlaunar sjálfa sig. En það sem ekki er minna vert er að dygðin er nauðsynlegt skilyrði lífshamingjunnar eða farsældar, ef marka má gríska heimspekinginn Aristóteles. Að vera farsæll maður er meðal annars fólgið í því að vera dygðugur.

Platon, lærifaðir Aristótelesar, virðist vera sammála um að dygðin sé nauðsynleg forsenda hamingjunnar. En hann tengir dygðina enn fremur við heilbrigði. Í Ríkinu segir hann meðal annars: „Dygðin er þá að því er virðist einhvers konar heilbrigði og fegurð og gott ástand sálar, löstur aftur sjúkleiki og ljótleiki og vanmáttur.“ (Ríkið 444E, þýð. Eyjólfs Kjalars Emilssonar) Hafi Platon á réttu að standa um þetta, þá er dygðin dýrmæt af sömu ástæðu og gott sálarástand og heilbrigði eru dýrmæt. En ef spurt er hvers vegna heilbrigði er dýrmætt er einfaldasta svarið „Af því bara!“ Heilbrigði virðist vera okkur dýrmætt í sjálfu sér. Og hafi þeir Platon og Aristóteles rétt fyrir sér um að dygðin sé nauðsynleg forsenda lífshamingjunnar, þá virðist dygðin einnig vera dýrmæt af sömu ástæðu og lífshamingjan. En lífshamingjan virðist einmitt vera eftirsóknarverð í sjálfri sér, því enginn virðist velja það að vera hamingjusamur vegna einhvers annars. Og af því leiðir einnig að dygðin sé dýrmæt í sjálfri sér.


Myndverkið Hrein dygð eftir Tanyu Mars.

Í Siðfræði Níkomakkosar, meginriti sínu um siðfræði, segir Aristóteles: „Þeir verknaðir eru ákjósanlegir í sjálfum sér sem maður sækir ekkert frekar til en verknaðinn sjálfan. Þannig virðast dyggðugar athafnir vera, enda ákjósanlegt vegna sjálfs sín að breyta af göfgi og góðleika.“ Og stuttu síðar: „Farsælt líf þykir vera dyggðugt.“ (Siðfræði Níkómakkosar X.6, 1176b6-8 og 1177a1-2. Þýð. Svavars Hrafns Svarassonar) Dygðin er þó ekki nægjanlegt skilyrði farsældar að mati Aristótelesar því ýmislegt fleira þarf að koma til. Fólk þarfnast til að mynda ýmissa lífsnauðsynja og það er ekki auðséð hvernig maður getur talist farsæll ef hann skortir þær enda þótt hann sé dygðugur. En þótt farsæld þarfnast ytri gæða þarfnast farsæll maður samt sem áður ekki mikils enda segir Aristóteles að við getum „breytt af göfgi þó við ráðum ekki yfir láði og legi; maður getur breytt dyggðuglega af litlum efnum“ og „[þ]etta nægir, því líf manns sem er virkur í samræmi við dyggð verður farsælt.“ (Siðfræði Níkómakkosar X.8, 1179a4-6 og 1179a8-9. Þýð. Svavars Hrafns Svarassonar)

Síðar meir héldu stóuspekingar því fram að dygðin væri ekki einungis nauðsynlegt heldur einnig nægjanlegt skilyrði lífshamingjunnar. Sá sem er dygðugur er hamingjusamur og ekkert fær haggað hamingju hans. Þeir héldu því jafnframt fram að rétt eins og ekkert væri gott nema dygðin væri ekkert illt nema löstur. Allt annað sögðu þeir að væri hlutlaust og skipti einfaldlega ekki máli, hvorki fjármunir, virðing og völd, né jafnvel góð eða slæm heilsa. Dygðin er því ekki síður dýrmæt í stóískri siðfræði.

Á 13. öld reyndi Tómas af Aquino að flétta aristótelíska dygðasiðfræði saman við kristindóminn en í þeirri siðfræði sem varð alls ráðandi á nýöld fór minna fyrir dygðinni. Kantísk skyldusiðfræði og nytjastefna urðu alls ráðandi á 19. öld og á fyrri hluta 20. aldar. Um miðbik aldarinnar var aristótelískri dygðasiðfræði haldið á loft á nýjan leik og nú er dygðin aftur orðin mikilvægt hugtak í siðfræði.

Tengt efni á Vísindavefnum:

Ábendingar um lesefni:
  • Aristóteles, Siðfræði Níkomakkosar. Svavar Hrafn Svavarsson (þýð.) (Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélags, 1995).
  • Hursthouse, Rosalind, On Virtue Ethics (Oxford: Oxford University Press, 1999).
  • Kristján Kristjánsson, Mannkostir: Ritgerðir um siðfræði (Reykjavík: Háskólaútgáfan, 2002).

Tenglar:

Mynd:

Höfundur

Geir Þ. Þórarinsson

aðjúnkt í grísku og latínu við Háskóla Íslands

Útgáfudagur

12.11.2007

Spyrjandi

Soffía Scheving Thorsteinsson

Tilvísun

Geir Þ. Þórarinsson. „Hvað gerir dygðina dýrmæta?“ Vísindavefurinn, 12. nóvember 2007, sótt 11. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6898.

Geir Þ. Þórarinsson. (2007, 12. nóvember). Hvað gerir dygðina dýrmæta? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6898

Geir Þ. Þórarinsson. „Hvað gerir dygðina dýrmæta?“ Vísindavefurinn. 12. nóv. 2007. Vefsíða. 11. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6898>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað gerir dygðina dýrmæta?
Dygðin er dýrmæt í sjálfri sér og verðlaunar sjálfa sig. En það sem ekki er minna vert er að dygðin er nauðsynlegt skilyrði lífshamingjunnar eða farsældar, ef marka má gríska heimspekinginn Aristóteles. Að vera farsæll maður er meðal annars fólgið í því að vera dygðugur.

Platon, lærifaðir Aristótelesar, virðist vera sammála um að dygðin sé nauðsynleg forsenda hamingjunnar. En hann tengir dygðina enn fremur við heilbrigði. Í Ríkinu segir hann meðal annars: „Dygðin er þá að því er virðist einhvers konar heilbrigði og fegurð og gott ástand sálar, löstur aftur sjúkleiki og ljótleiki og vanmáttur.“ (Ríkið 444E, þýð. Eyjólfs Kjalars Emilssonar) Hafi Platon á réttu að standa um þetta, þá er dygðin dýrmæt af sömu ástæðu og gott sálarástand og heilbrigði eru dýrmæt. En ef spurt er hvers vegna heilbrigði er dýrmætt er einfaldasta svarið „Af því bara!“ Heilbrigði virðist vera okkur dýrmætt í sjálfu sér. Og hafi þeir Platon og Aristóteles rétt fyrir sér um að dygðin sé nauðsynleg forsenda lífshamingjunnar, þá virðist dygðin einnig vera dýrmæt af sömu ástæðu og lífshamingjan. En lífshamingjan virðist einmitt vera eftirsóknarverð í sjálfri sér, því enginn virðist velja það að vera hamingjusamur vegna einhvers annars. Og af því leiðir einnig að dygðin sé dýrmæt í sjálfri sér.


Myndverkið Hrein dygð eftir Tanyu Mars.

Í Siðfræði Níkomakkosar, meginriti sínu um siðfræði, segir Aristóteles: „Þeir verknaðir eru ákjósanlegir í sjálfum sér sem maður sækir ekkert frekar til en verknaðinn sjálfan. Þannig virðast dyggðugar athafnir vera, enda ákjósanlegt vegna sjálfs sín að breyta af göfgi og góðleika.“ Og stuttu síðar: „Farsælt líf þykir vera dyggðugt.“ (Siðfræði Níkómakkosar X.6, 1176b6-8 og 1177a1-2. Þýð. Svavars Hrafns Svarassonar) Dygðin er þó ekki nægjanlegt skilyrði farsældar að mati Aristótelesar því ýmislegt fleira þarf að koma til. Fólk þarfnast til að mynda ýmissa lífsnauðsynja og það er ekki auðséð hvernig maður getur talist farsæll ef hann skortir þær enda þótt hann sé dygðugur. En þótt farsæld þarfnast ytri gæða þarfnast farsæll maður samt sem áður ekki mikils enda segir Aristóteles að við getum „breytt af göfgi þó við ráðum ekki yfir láði og legi; maður getur breytt dyggðuglega af litlum efnum“ og „[þ]etta nægir, því líf manns sem er virkur í samræmi við dyggð verður farsælt.“ (Siðfræði Níkómakkosar X.8, 1179a4-6 og 1179a8-9. Þýð. Svavars Hrafns Svarassonar)

Síðar meir héldu stóuspekingar því fram að dygðin væri ekki einungis nauðsynlegt heldur einnig nægjanlegt skilyrði lífshamingjunnar. Sá sem er dygðugur er hamingjusamur og ekkert fær haggað hamingju hans. Þeir héldu því jafnframt fram að rétt eins og ekkert væri gott nema dygðin væri ekkert illt nema löstur. Allt annað sögðu þeir að væri hlutlaust og skipti einfaldlega ekki máli, hvorki fjármunir, virðing og völd, né jafnvel góð eða slæm heilsa. Dygðin er því ekki síður dýrmæt í stóískri siðfræði.

Á 13. öld reyndi Tómas af Aquino að flétta aristótelíska dygðasiðfræði saman við kristindóminn en í þeirri siðfræði sem varð alls ráðandi á nýöld fór minna fyrir dygðinni. Kantísk skyldusiðfræði og nytjastefna urðu alls ráðandi á 19. öld og á fyrri hluta 20. aldar. Um miðbik aldarinnar var aristótelískri dygðasiðfræði haldið á loft á nýjan leik og nú er dygðin aftur orðin mikilvægt hugtak í siðfræði.

Tengt efni á Vísindavefnum:

Ábendingar um lesefni:
  • Aristóteles, Siðfræði Níkomakkosar. Svavar Hrafn Svavarsson (þýð.) (Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélags, 1995).
  • Hursthouse, Rosalind, On Virtue Ethics (Oxford: Oxford University Press, 1999).
  • Kristján Kristjánsson, Mannkostir: Ritgerðir um siðfræði (Reykjavík: Háskólaútgáfan, 2002).

Tenglar:

Mynd: