Sólin Sólin Rís 07:03 • sest 19:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:28 • Sest 09:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:55 • Síðdegis: 19:13 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:52 • Síðdegis: 13:06 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 07:03 • sest 19:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:28 • Sest 09:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:55 • Síðdegis: 19:13 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:52 • Síðdegis: 13:06 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er til ráða gegn ristilkrampa?

Doktor.is

Ristilkrampi eða iðraólga eru truflanir á starfsemi ristilsins. Þetta lýsir sér á þann hátt að í stað þess að reglubundinn samdráttur eigi sér stað í ristlinum þannig að hann flytji fæðuna taktvisst áfram, verður samdráttur á mismunandi svæðum samtímis og fæðan færist því oft treglega í gegn. Einnig getur frásog á vatni úr fæðunni raskast og verða hægðirnar þá linar, jafnvel þunnur niðurgangur. Truflanirnar koma oftast fram eftir máltíðir.

Ristilkrampi byrjar oftast í ungu fólki og kemur einkum fram þegar umhverfið er mjög streituvaldandi. Hann er mun algengari hjá konum en körlum og getur oft orðið langvinnt vandamál. Ekki er vitað að fullu hvað það er sem veldur þessum iðraólgum en einkennin geta verið meira og minna viðvarandi. Sveiflur geta þó orðið á sjúkdómnum og skiptir þar umhverfi, mataræði og andleg líðan meginmáli. Ristilkrampar eru ekki hættulegir og þróast ekki út í krabbamein eða langvinna þarmabólgu.

Einkenni

Helstu einkenni ristilkrampa eru óþægindi eða verkir í kviðnum og breytingar á hægðum, ýmist niðurgangur eða hægðatregða. Kviðurinn er oft uppblásinn og fylgir því óþægileg þenslutilfinning og jafnvel ógleði. Verkirnir lagast þó oft tímabundið ef viðkomandi getur losað hægðir eða vind. Önnur einkenni geta verið höfuðverkur, þreyta, kvíði og einbeitingarskortur.

Í stað þess að reglubundinn samdráttur eigi sér stað í ristlinum þannig að hann flytji fæðuna taktvisst áfram, verður samdráttur á mismunandi svæðum samtímis og fæðan færist því oft treglega í gegn.

Greining sjúkdómsins

Sjúkdómsgreiningin byggist yfirleitt á sjúkrasögu viðkomandi. Ýmsar rannsóknir, til dæmis ristil- og endaþarmsspeglun eða röntgenmyndataka af ristli, eru oft gerðar til þess að útiloka aðra sjúkdóma. Aðrir sjúkdómar sem valdið geta svipuðum einkennum eru mjólkuróþol, glútenóþol, magasár, sníkjudýr, langvinn þarmabólga svo sem sáraristilbólga (colitis ulcerosa) eða svæðisgarnakvef (crohns-sjúkdómur).

Mataræði og ráðleggingar

Mataræði getur haft mikil áhrif á ristilkrampa. Vatnsdrykkja er mikilvæg en ráðlegt er að drekka 1-2 lítra af vatni á dag. Trefjaríkt fæði hvetur starfsemi þarmanna, einkum ristilsins, og eru grænmeti og kornmeti því mikilvægar fæðutegundir. Mikilvægt er að borða reglulega og ekki sleppa úr máltíðum, frekar að borða minna í einu og oftar. Piparmyntute hefur oft þótt gott til að slá á einkennin.

Sumar fæðutegundir geta ýtt undir einkenni ristilkrampa. Kaffi og mjólk getur í sumum tilfellum verið megin orsök óþægindanna. Ýmsar fæðutegundir svo sem blómkál, spergilkál og baunir auka einnig gasmyndun. Sykurneysla og sterk krydd geta einnig aukið einkennin. Áfengisneysla getur einnig haft slæmt áhrif á ristilinn.

Reglusamt líferni er mikilvægt til að draga úr einkennum ristilkrampa. Regluleg hreyfing eykur starfsemi þarmanna og dregur úr streitu, en mikilvægt er að reyna að forðast streituvaldandi aðstæður og reyna að slaka á. Heitir bakstrar og hitapokar geta svo hjálpað til að slá á einkennin.

Lyf við ristilkrömpum

Þegar ristilkrampar eru mikið vandamál getur lyfjagjöf í sumum tilfellum hjálpað. Einkum eru þá gefin lyf sem draga úr krampa og samdrætti í meltingafærum svo sem Spasmerin®, Buscopan®, Duspatalin® og Librax®. Hægðalyf og lyf við vindgangi og óróleika í maga geta gagnast sumum og stundum getur hjálpað að gefa sjúklingum kvíðastillandi lyf. Lyfjagjöf skal ávallt vera í samráði við lækni þegar búið er að greina sjúkdóminn.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Þetta svar er unnið upp úr grein sem birtist á Doktor.is og birtist hér með góðfúslegu leyfi.

Mynd:

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:
Er iðraólga (ristilkrampar) streitu- og/eða álagssjúkdómur? Hvaða lyf (eða önnur ráð) eru helst notuð gegn henni?

Höfundur

Útgáfudagur

12.11.2007

Síðast uppfært

19.2.2019

Spyrjandi

Björn Pétursson

Tilvísun

Doktor.is. „Hvað er til ráða gegn ristilkrampa?“ Vísindavefurinn, 12. nóvember 2007, sótt 19. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6899.

Doktor.is. (2007, 12. nóvember). Hvað er til ráða gegn ristilkrampa? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6899

Doktor.is. „Hvað er til ráða gegn ristilkrampa?“ Vísindavefurinn. 12. nóv. 2007. Vefsíða. 19. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6899>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er til ráða gegn ristilkrampa?
Ristilkrampi eða iðraólga eru truflanir á starfsemi ristilsins. Þetta lýsir sér á þann hátt að í stað þess að reglubundinn samdráttur eigi sér stað í ristlinum þannig að hann flytji fæðuna taktvisst áfram, verður samdráttur á mismunandi svæðum samtímis og fæðan færist því oft treglega í gegn. Einnig getur frásog á vatni úr fæðunni raskast og verða hægðirnar þá linar, jafnvel þunnur niðurgangur. Truflanirnar koma oftast fram eftir máltíðir.

Ristilkrampi byrjar oftast í ungu fólki og kemur einkum fram þegar umhverfið er mjög streituvaldandi. Hann er mun algengari hjá konum en körlum og getur oft orðið langvinnt vandamál. Ekki er vitað að fullu hvað það er sem veldur þessum iðraólgum en einkennin geta verið meira og minna viðvarandi. Sveiflur geta þó orðið á sjúkdómnum og skiptir þar umhverfi, mataræði og andleg líðan meginmáli. Ristilkrampar eru ekki hættulegir og þróast ekki út í krabbamein eða langvinna þarmabólgu.

Einkenni

Helstu einkenni ristilkrampa eru óþægindi eða verkir í kviðnum og breytingar á hægðum, ýmist niðurgangur eða hægðatregða. Kviðurinn er oft uppblásinn og fylgir því óþægileg þenslutilfinning og jafnvel ógleði. Verkirnir lagast þó oft tímabundið ef viðkomandi getur losað hægðir eða vind. Önnur einkenni geta verið höfuðverkur, þreyta, kvíði og einbeitingarskortur.

Í stað þess að reglubundinn samdráttur eigi sér stað í ristlinum þannig að hann flytji fæðuna taktvisst áfram, verður samdráttur á mismunandi svæðum samtímis og fæðan færist því oft treglega í gegn.

Greining sjúkdómsins

Sjúkdómsgreiningin byggist yfirleitt á sjúkrasögu viðkomandi. Ýmsar rannsóknir, til dæmis ristil- og endaþarmsspeglun eða röntgenmyndataka af ristli, eru oft gerðar til þess að útiloka aðra sjúkdóma. Aðrir sjúkdómar sem valdið geta svipuðum einkennum eru mjólkuróþol, glútenóþol, magasár, sníkjudýr, langvinn þarmabólga svo sem sáraristilbólga (colitis ulcerosa) eða svæðisgarnakvef (crohns-sjúkdómur).

Mataræði og ráðleggingar

Mataræði getur haft mikil áhrif á ristilkrampa. Vatnsdrykkja er mikilvæg en ráðlegt er að drekka 1-2 lítra af vatni á dag. Trefjaríkt fæði hvetur starfsemi þarmanna, einkum ristilsins, og eru grænmeti og kornmeti því mikilvægar fæðutegundir. Mikilvægt er að borða reglulega og ekki sleppa úr máltíðum, frekar að borða minna í einu og oftar. Piparmyntute hefur oft þótt gott til að slá á einkennin.

Sumar fæðutegundir geta ýtt undir einkenni ristilkrampa. Kaffi og mjólk getur í sumum tilfellum verið megin orsök óþægindanna. Ýmsar fæðutegundir svo sem blómkál, spergilkál og baunir auka einnig gasmyndun. Sykurneysla og sterk krydd geta einnig aukið einkennin. Áfengisneysla getur einnig haft slæmt áhrif á ristilinn.

Reglusamt líferni er mikilvægt til að draga úr einkennum ristilkrampa. Regluleg hreyfing eykur starfsemi þarmanna og dregur úr streitu, en mikilvægt er að reyna að forðast streituvaldandi aðstæður og reyna að slaka á. Heitir bakstrar og hitapokar geta svo hjálpað til að slá á einkennin.

Lyf við ristilkrömpum

Þegar ristilkrampar eru mikið vandamál getur lyfjagjöf í sumum tilfellum hjálpað. Einkum eru þá gefin lyf sem draga úr krampa og samdrætti í meltingafærum svo sem Spasmerin®, Buscopan®, Duspatalin® og Librax®. Hægðalyf og lyf við vindgangi og óróleika í maga geta gagnast sumum og stundum getur hjálpað að gefa sjúklingum kvíðastillandi lyf. Lyfjagjöf skal ávallt vera í samráði við lækni þegar búið er að greina sjúkdóminn.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Þetta svar er unnið upp úr grein sem birtist á Doktor.is og birtist hér með góðfúslegu leyfi.

Mynd:

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:
Er iðraólga (ristilkrampar) streitu- og/eða álagssjúkdómur? Hvaða lyf (eða önnur ráð) eru helst notuð gegn henni?
...