Sólin Sólin Rís 09:22 • sest 17:00 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:36 • Síðdegis: 19:51 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:25 • Síðdegis: 13:54 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:22 • sest 17:00 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:36 • Síðdegis: 19:51 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:25 • Síðdegis: 13:54 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Getur B17-vítamín komið í veg fyrir og læknað krabbamein?

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

Í gegnum tíðina hafa komið fram ýmsar óhefðbundnar aðferðir sem ætlað hefur verið að lækna krabbamein, gjarnan inntaka á einhverjum náttúrulyfjum. B17-vítamín er eitt þeirra efna sem reynt hefur verið í þessu skyni. Raunar telja sumir þetta ekki réttnefni þar sem efnið tilheyri ekki vítamínum samkvæmt þeirri skilgreiningu að vítamín séu lífræn efni sem nauðsynlegt sé að fá úr fæðu í litlum mæli til að tryggja líf, heilbrigði,vöxt og fjölgun. Enda gengur efnið gjarnan undir nöfnunum amygdalín (sem notað verður hér) eða laetríl.

Amygdalín finnst í fræjum ávaxta og plantna, til dæmis í apríkósum, ferskjum, plómum, eplum og möndlum. Amygdalín er blásýrumyndandi glýkósíð. Í mjög stuttu máli þá halda sumir því fram að ensím í líkamanum brjóti efnið niður þannig að úr því losni blásýra sem vinnur á krabbameininu án þess þó að skaða aðrar frumur líkamans.

Efnið sem kallað er B17 finnst til dæmis í apríkósufræjum.

Snemma á 6. áratug síðustu aldar var farið að nota amygdalín til lækninga á krabbameini í Bandaríkjunum. Það náði nokkrum vinsældum og seint á 8. áratugnum notuðu um 70.000 Bandaríkjamenn efnið í þessu skyni. Síðan þá hefur dregið úr vinsældum þess en enn í dag á það sína fylgjendur.

Þær athuganir sem gerðar hafa verði á amygdalíni hafa ekki sýnt fram á lækningarmátt þess. Ekki hafa farið fram klínískar meðferðarprófanir á efninu en í lok 8. áratugarins og snemma á þeim 9. stóð Bandaríska krabbameinsstofnunin (National Cancer Institute) fyrir rannsóknum á virkni amygdalíns. Í stuttu máli þá voru niðurstöðurnar ekki jákvæðar, sjúkdómurinn rénaði ekki, einkenni sjúkdómsins minnkuðu ekki, lífslíkur jukust ekki og sjúklingar þyngdust ekki eða styrktust.

Því má bæta við að talið er að amygdalín geti verið skaðlegt í stórum skömmtum þar sem það geti valdið einkennum sem svipar til blásýrueitrunar.

Amygdalín hefur ekki verið viðurkennt sem lyf gegn krabbameinum í Bandaríkjunum enda hefur ekki verið hægt að sýna fram á gagnsemi þess, en það er framleitt og notað í Mexíkó.

Þess má að lokum geta að einnig var spurt um rannsóknir á öðrum óhefðbundnum aðferðum til lækningar á krabbameinum, inntöku á svokallaðri Hoxey-blöndu (Hoxey formula), notkun á súrefni og ósoni. Ásgerður Sverrisdóttir krabbameinslæknir kannaðist ekki við rannsóknir á þessum úrræðum.

Á Vísindavefnum eru fjölmörg svör um krabbamein, til dæmis:

Fleiri svör um krabbamein má finna með því að nota leitarvélina hér efst til hægri.

Heimildir og mynd:

Höfundur þakkar Ásgerði Sverrisdóttur krabbameinslækni hjálp og ábendingar við gerð þessa svars.


Hér er einnig svarað spurningunum:
  • Eru gerðar rannsóknir á óhefðbundnum krabbameinslækningum á borð við Hoxey formula, B17-vítamínmeðferð, súrefnis, óson ofl.?
  • Minnkar B17-vítamín líkurnar á krabbameini af einhverju ráði? Innihalda apríkósufræ mikið af þessu vítamíni?

Höfundur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

16.11.2007

Síðast uppfært

29.6.2018

Spyrjandi

Sandra Ásgrímsdóttir
Helgi Eyjólfsson
Jón Steinar Ragnarsson

Tilvísun

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Getur B17-vítamín komið í veg fyrir og læknað krabbamein?“ Vísindavefurinn, 16. nóvember 2007, sótt 4. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6909.

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. (2007, 16. nóvember). Getur B17-vítamín komið í veg fyrir og læknað krabbamein? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6909

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Getur B17-vítamín komið í veg fyrir og læknað krabbamein?“ Vísindavefurinn. 16. nóv. 2007. Vefsíða. 4. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6909>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Getur B17-vítamín komið í veg fyrir og læknað krabbamein?
Í gegnum tíðina hafa komið fram ýmsar óhefðbundnar aðferðir sem ætlað hefur verið að lækna krabbamein, gjarnan inntaka á einhverjum náttúrulyfjum. B17-vítamín er eitt þeirra efna sem reynt hefur verið í þessu skyni. Raunar telja sumir þetta ekki réttnefni þar sem efnið tilheyri ekki vítamínum samkvæmt þeirri skilgreiningu að vítamín séu lífræn efni sem nauðsynlegt sé að fá úr fæðu í litlum mæli til að tryggja líf, heilbrigði,vöxt og fjölgun. Enda gengur efnið gjarnan undir nöfnunum amygdalín (sem notað verður hér) eða laetríl.

Amygdalín finnst í fræjum ávaxta og plantna, til dæmis í apríkósum, ferskjum, plómum, eplum og möndlum. Amygdalín er blásýrumyndandi glýkósíð. Í mjög stuttu máli þá halda sumir því fram að ensím í líkamanum brjóti efnið niður þannig að úr því losni blásýra sem vinnur á krabbameininu án þess þó að skaða aðrar frumur líkamans.

Efnið sem kallað er B17 finnst til dæmis í apríkósufræjum.

Snemma á 6. áratug síðustu aldar var farið að nota amygdalín til lækninga á krabbameini í Bandaríkjunum. Það náði nokkrum vinsældum og seint á 8. áratugnum notuðu um 70.000 Bandaríkjamenn efnið í þessu skyni. Síðan þá hefur dregið úr vinsældum þess en enn í dag á það sína fylgjendur.

Þær athuganir sem gerðar hafa verði á amygdalíni hafa ekki sýnt fram á lækningarmátt þess. Ekki hafa farið fram klínískar meðferðarprófanir á efninu en í lok 8. áratugarins og snemma á þeim 9. stóð Bandaríska krabbameinsstofnunin (National Cancer Institute) fyrir rannsóknum á virkni amygdalíns. Í stuttu máli þá voru niðurstöðurnar ekki jákvæðar, sjúkdómurinn rénaði ekki, einkenni sjúkdómsins minnkuðu ekki, lífslíkur jukust ekki og sjúklingar þyngdust ekki eða styrktust.

Því má bæta við að talið er að amygdalín geti verið skaðlegt í stórum skömmtum þar sem það geti valdið einkennum sem svipar til blásýrueitrunar.

Amygdalín hefur ekki verið viðurkennt sem lyf gegn krabbameinum í Bandaríkjunum enda hefur ekki verið hægt að sýna fram á gagnsemi þess, en það er framleitt og notað í Mexíkó.

Þess má að lokum geta að einnig var spurt um rannsóknir á öðrum óhefðbundnum aðferðum til lækningar á krabbameinum, inntöku á svokallaðri Hoxey-blöndu (Hoxey formula), notkun á súrefni og ósoni. Ásgerður Sverrisdóttir krabbameinslæknir kannaðist ekki við rannsóknir á þessum úrræðum.

Á Vísindavefnum eru fjölmörg svör um krabbamein, til dæmis:

Fleiri svör um krabbamein má finna með því að nota leitarvélina hér efst til hægri.

Heimildir og mynd:

Höfundur þakkar Ásgerði Sverrisdóttur krabbameinslækni hjálp og ábendingar við gerð þessa svars.


Hér er einnig svarað spurningunum:
  • Eru gerðar rannsóknir á óhefðbundnum krabbameinslækningum á borð við Hoxey formula, B17-vítamínmeðferð, súrefnis, óson ofl.?
  • Minnkar B17-vítamín líkurnar á krabbameini af einhverju ráði? Innihalda apríkósufræ mikið af þessu vítamíni?
  • ...