Sólin Sólin Rís 11:15 • sest 15:30 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:11 • Síðdegis: 17:36 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:33 • Síðdegis: 23:44 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:15 • sest 15:30 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:11 • Síðdegis: 17:36 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:33 • Síðdegis: 23:44 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað getið þið sagt mér um fútúrisma?

Jón Gunnar Þorsteinsson

Fútúrismi er hreyfing í bókmenntum og listum sem kom fram snemma á 20. öld. Fútúrisminn tengdist sérstaklega listalífi á Ítalíu og í Rússlandi. Hér verður fjallað um ítalska fútúrismann en um þann rússneska er hægt að lesa meira í svari sama höfundar við spurningunni Hvað var rússneski fútúrisminn?

Í byrjun 20. aldar spruttu upp ýmsar stefnur í lista- og menningarlífi Evrópu, svo sem fútúrismi, expressjónismi, dadaismi og súrrealismi. Forsprakkar stefnanna gerðu mikið af því að skilgreina eigin listsköpun og með framúrstefnuhreyfingum 20. aldarinnar urðu umfjallanir listamanna á listinni að listformi. Svonefndar stefnuyfirlýsingar eða manifestó voru rauður þráður í list framúrstefnumanna.

Með stefnuyfirlýsingum var sköpuð ný tegund bókmenntaforms. Ávörp voru í sjálfu sér ævafornt form, yfirleitt opinber yfirlýsing valdhafa, lesin upp að viðstöddu fjölmenni. Tilgangur þeirra var fyrst og fremst pólitískur en nú voru þau notuð í listrænum tilgangi. Sumir telja að greina megi upphaf þessarar breytingar á formi ávarpsins með Kommúnistaávarpi Karls Marx (1818-1883) og Friedrich Engels (1820-1895) sem kom út árið 1848. Þar brýst ljóðrænt tungutak í gegnum pólitískt orðfæri og boðskap. Ávarpið hefst á skáldlegum nótum: „Vofa gengur nú ljósum logum í Evrópu – vofa kommúnismans“.


Opna í bók sem sýnir texta eftir helsta talsmann ítalska fútúrismans Filippo Tommaso Marinetti (1874-1944).

Fútúristaávarp forsprakka fútúrismans, Ítalans Filippos Tommaso Marinetti (1876-1944), birtist í franska dagblaðinu Le Figaro 20. febrúar 1909. Þar kemur fram dýrkun á hverskyns vélum, hlutum og hraða nútímans, samfara höfnun og andúð á fortíðinni. Vélar sem geysast áfram með ógnarhraða eiga að knýja fútúrismann áfram, burt frá fortíð og glæstri sögu Ítalíu og Marinetti lýsir því yfir að hann vilji eyðileggja söfn landsins. Í öðru ávarpi fútúristanna er fullyrt að heitt járn vekji meiri áhuga og hlýju meðal fútúristanna en bros eða tár kvenmanns. Með því að smella hér er hægt að hlýða á upplestur Marinettis. Textinn sem hann les upp er aðgengilegur hér.

Stefnuyfirlýsingar ítölsku fúturistanna voru fjölmargar. Á árunum 1909-16 gáfu þeir út rúmlega 50 yfirlýsingar. Þeir lýstu meðal annars skoðunum sínum á bókmenntum, kvikmyndum, byggingarlist, stjórnmálum, tónlist, leikhúslífi, unaðssemdum holdsins og tónleikahöllum, svo nokkur dæmi séu nefnd. Stefnuyfirlýsingunum var oft ætlað að ná til breiðs hóps og tungutak þeirra minnti stundum á auglýsingaslagorð nútímans. Yfirlýsingarnar voru oftar en ekki gefnar út í víðlesnum miðlum. Stundum voru ávörpin gefin út í þúsundatali sem dreifirit.

Ítalski fútúrisminn var fyrsta listastefnan sem gerði bílinn að mikilvægu tákni. Málarinn Giacomo Balla (1871-1958) gerði til dæmis rúmlega hundrað verk þar sem bíll á ofshraða er meginviðfangsefnið. Mikilvægi bílsins í hugmyndafræði fúturistanna fólst fyrst og fremst í því að þeir álitu hann vera tækniundur sem breytti bæði umhverfi manna og skynjun þeirra á veröldinni. Bíllinn tákngerði þannig hugmyndir fútúristanna um nútímaleika og framfarir tækninnar. Í hraða bílsins fólst andóf gegn festu hefðarinnar sem fútúristunum var meinilla við.


Afstrak olíumynd Giacomo Balla af hraða og hljóði (Velocità Astratta e Rumore, 1913-14).

Fútúrisminn hafnaði hefðbundnu formi skáldskapar og vildi umbylta tungumálinu. Í ávarpi um fútúrískar bókmenntir frá 1912 lagði Marinetti til að hefðbundinni setningaskipan yrði kastað fyrir róða. Í skrifum ætti að beita á handahófskenndan hátt sem flestum nafnorðum. Sagnir í persónuhætti voru bannaðar og eingöngu átti að notast við lýsingarhátt, annars væri stíllinn of persónukenndur. Einnig lagði Marinetti blátt bann við notkun allra lýsingar- og atviksorða. Nafnorðin áttu að fá að standa ein í textanum. Ef til voru það þessar kenningar Marinettis sem ameríska ljóðskáldið Ezra Pound (1885-1972) hafði í huga þegar hann líkti fútúrískum skrifum við niðurgang. Seinna viðurkenndi hann þó að án fútúrismans hefði ýmislegt tengt módernisma í bókmenntum á 20. öld aldrei komið fram.

Ítölsku fútúristarnir voru algjör andstæða svonefndra hnignunarskálda sem komu fram á síðari hluta 19. aldar og snemma á 20. öld. Hnignunarskáldin voru hugfangin af hverskyns endalokum en fútúristarnir dýrkuðu upphafið. Þeir trúðu á sigur tækninnar yfir náttúrunni og að hægt væri að endurfæðast með hjálp tækninýjunga nútímans án þess að vera mengaður af fortíð eða hefð.

Hægt er að lesa meira um fútúrisma í bókinni Þættir úr menningarsögu, Nýja bókafélagið, Reykjavík 2004. Þar fjallar höfundur þess svars um sömu hluti. Texti svarsins fer nærri því sem stendur í bókarkafla um fútúrisma.

Frekara lesefni og myndir:

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

16.11.2007

Spyrjandi

Guðbjörg Einarsdóttir

Tilvísun

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Hvað getið þið sagt mér um fútúrisma?“ Vísindavefurinn, 16. nóvember 2007, sótt 14. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6910.

Jón Gunnar Þorsteinsson. (2007, 16. nóvember). Hvað getið þið sagt mér um fútúrisma? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6910

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Hvað getið þið sagt mér um fútúrisma?“ Vísindavefurinn. 16. nóv. 2007. Vefsíða. 14. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6910>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað getið þið sagt mér um fútúrisma?
Fútúrismi er hreyfing í bókmenntum og listum sem kom fram snemma á 20. öld. Fútúrisminn tengdist sérstaklega listalífi á Ítalíu og í Rússlandi. Hér verður fjallað um ítalska fútúrismann en um þann rússneska er hægt að lesa meira í svari sama höfundar við spurningunni Hvað var rússneski fútúrisminn?

Í byrjun 20. aldar spruttu upp ýmsar stefnur í lista- og menningarlífi Evrópu, svo sem fútúrismi, expressjónismi, dadaismi og súrrealismi. Forsprakkar stefnanna gerðu mikið af því að skilgreina eigin listsköpun og með framúrstefnuhreyfingum 20. aldarinnar urðu umfjallanir listamanna á listinni að listformi. Svonefndar stefnuyfirlýsingar eða manifestó voru rauður þráður í list framúrstefnumanna.

Með stefnuyfirlýsingum var sköpuð ný tegund bókmenntaforms. Ávörp voru í sjálfu sér ævafornt form, yfirleitt opinber yfirlýsing valdhafa, lesin upp að viðstöddu fjölmenni. Tilgangur þeirra var fyrst og fremst pólitískur en nú voru þau notuð í listrænum tilgangi. Sumir telja að greina megi upphaf þessarar breytingar á formi ávarpsins með Kommúnistaávarpi Karls Marx (1818-1883) og Friedrich Engels (1820-1895) sem kom út árið 1848. Þar brýst ljóðrænt tungutak í gegnum pólitískt orðfæri og boðskap. Ávarpið hefst á skáldlegum nótum: „Vofa gengur nú ljósum logum í Evrópu – vofa kommúnismans“.


Opna í bók sem sýnir texta eftir helsta talsmann ítalska fútúrismans Filippo Tommaso Marinetti (1874-1944).

Fútúristaávarp forsprakka fútúrismans, Ítalans Filippos Tommaso Marinetti (1876-1944), birtist í franska dagblaðinu Le Figaro 20. febrúar 1909. Þar kemur fram dýrkun á hverskyns vélum, hlutum og hraða nútímans, samfara höfnun og andúð á fortíðinni. Vélar sem geysast áfram með ógnarhraða eiga að knýja fútúrismann áfram, burt frá fortíð og glæstri sögu Ítalíu og Marinetti lýsir því yfir að hann vilji eyðileggja söfn landsins. Í öðru ávarpi fútúristanna er fullyrt að heitt járn vekji meiri áhuga og hlýju meðal fútúristanna en bros eða tár kvenmanns. Með því að smella hér er hægt að hlýða á upplestur Marinettis. Textinn sem hann les upp er aðgengilegur hér.

Stefnuyfirlýsingar ítölsku fúturistanna voru fjölmargar. Á árunum 1909-16 gáfu þeir út rúmlega 50 yfirlýsingar. Þeir lýstu meðal annars skoðunum sínum á bókmenntum, kvikmyndum, byggingarlist, stjórnmálum, tónlist, leikhúslífi, unaðssemdum holdsins og tónleikahöllum, svo nokkur dæmi séu nefnd. Stefnuyfirlýsingunum var oft ætlað að ná til breiðs hóps og tungutak þeirra minnti stundum á auglýsingaslagorð nútímans. Yfirlýsingarnar voru oftar en ekki gefnar út í víðlesnum miðlum. Stundum voru ávörpin gefin út í þúsundatali sem dreifirit.

Ítalski fútúrisminn var fyrsta listastefnan sem gerði bílinn að mikilvægu tákni. Málarinn Giacomo Balla (1871-1958) gerði til dæmis rúmlega hundrað verk þar sem bíll á ofshraða er meginviðfangsefnið. Mikilvægi bílsins í hugmyndafræði fúturistanna fólst fyrst og fremst í því að þeir álitu hann vera tækniundur sem breytti bæði umhverfi manna og skynjun þeirra á veröldinni. Bíllinn tákngerði þannig hugmyndir fútúristanna um nútímaleika og framfarir tækninnar. Í hraða bílsins fólst andóf gegn festu hefðarinnar sem fútúristunum var meinilla við.


Afstrak olíumynd Giacomo Balla af hraða og hljóði (Velocità Astratta e Rumore, 1913-14).

Fútúrisminn hafnaði hefðbundnu formi skáldskapar og vildi umbylta tungumálinu. Í ávarpi um fútúrískar bókmenntir frá 1912 lagði Marinetti til að hefðbundinni setningaskipan yrði kastað fyrir róða. Í skrifum ætti að beita á handahófskenndan hátt sem flestum nafnorðum. Sagnir í persónuhætti voru bannaðar og eingöngu átti að notast við lýsingarhátt, annars væri stíllinn of persónukenndur. Einnig lagði Marinetti blátt bann við notkun allra lýsingar- og atviksorða. Nafnorðin áttu að fá að standa ein í textanum. Ef til voru það þessar kenningar Marinettis sem ameríska ljóðskáldið Ezra Pound (1885-1972) hafði í huga þegar hann líkti fútúrískum skrifum við niðurgang. Seinna viðurkenndi hann þó að án fútúrismans hefði ýmislegt tengt módernisma í bókmenntum á 20. öld aldrei komið fram.

Ítölsku fútúristarnir voru algjör andstæða svonefndra hnignunarskálda sem komu fram á síðari hluta 19. aldar og snemma á 20. öld. Hnignunarskáldin voru hugfangin af hverskyns endalokum en fútúristarnir dýrkuðu upphafið. Þeir trúðu á sigur tækninnar yfir náttúrunni og að hægt væri að endurfæðast með hjálp tækninýjunga nútímans án þess að vera mengaður af fortíð eða hefð.

Hægt er að lesa meira um fútúrisma í bókinni Þættir úr menningarsögu, Nýja bókafélagið, Reykjavík 2004. Þar fjallar höfundur þess svars um sömu hluti. Texti svarsins fer nærri því sem stendur í bókarkafla um fútúrisma.

Frekara lesefni og myndir: