Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hvað merkir örnefnið Ok?

Ok heitir dyngja ein við vesturenda Langjökuls, næstum 1200 m há. Jökull hefur legið ofan á fjallinu um langa hríð en er nú óðum að hverfa.

Nafnið merkir 'ávöl hæð' eða 'bunga' og á vel við landslagið. Nafnið er ekki ungt, kemur þegar fyrir í Harðarsögu og Hólmverja. Í Lýsingu Borgarfjarðarsýslu frá 1854 (Mýra- og Borgarfjarðarsýslur. Sýslu- og sóknalýsingar Hins íslenska bókmenntafélags 1839-1873. Reykjavík 2005.) er fjallið oft nefnt Okfjall en það virðist ekki hafa verið notað síðan. Á svæðinu kringum Ok eru líka örnefnin Okmelar, Okurð, Oköxl og Okásar, auk Okjökuls. Annað Ok er í fjöllunum kringum Hítarvatn á Mýrum og raunar tvö fremur en eitt. Þau ganga einnig undir nöfnunum Þórarinsdalsok og Suðurárdalsok.

Í fréttum nýverið var greint frá því að jökullinn á Oki væri að hverfa. Mæling frá 1890 sýndi að þá var jökullinn 16 ferkílómetrar en sumarið 2012 mældist hann aðeins 0,7 ferkílómetrar. Það fer því hver að verða síðastur að berja hann augum.

Ok árið 2014.

Mynd:
  • Oddur Sigurðsson.


Þetta svar hefur einnig birst sem pistill á vef Stofnunar Árna Magnússonar og er birt hér með góðfúslegu leyfi.

Útgáfudagur

23.2.2015

Spyrjandi

Ritstjórn

Höfundur

Hallgrímur J.  Ámundason

verkefnisstjóri nafnfræðisviðs á Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

Tilvísun

Hallgrímur J. Ámundason. „Hvað merkir örnefnið Ok?“ Vísindavefurinn, 23. febrúar 2015. Sótt 23. mars 2018. http://visindavefur.is/svar.php?id=69230.

Hallgrímur J. Ámundason. (2015, 23. febrúar). Hvað merkir örnefnið Ok? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=69230

Hallgrímur J. Ámundason. „Hvað merkir örnefnið Ok?“ Vísindavefurinn. 23. feb. 2015. Vefsíða. 23. mar. 2018. <http://visindavefur.is/svar.php?id=69230>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Kristín M. Jóhannsdóttir

1969

Kristín M. Jóhannsdóttir er lektor við kennaradeild Háskólans á Akureyri. Rannsóknir hennar snúa að merkingarfræði íslensku og vesturíslensku, sérstaklega hvað varðar tíð og horf.