Sólin Sólin Rís 03:45 • sest 23:20 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:29 • Sest 23:10 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:39 • Síðdegis: 14:28 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:54 • Síðdegis: 20:49 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 03:45 • sest 23:20 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:29 • Sest 23:10 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:39 • Síðdegis: 14:28 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:54 • Síðdegis: 20:49 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju er Ok ekki lengur jökull? Hver er þá minnsti jökull landsins núna?

Oddur Sigurðsson

Eitt megineinkenni jökla er að þeir skríða undan eigin þunga. Til þess að það gerist þurfa þeir að vera um 40 til 50 metra þykkir.

Ok árið 2003.

Okjökull var fyrir rúmri öld 15 ferkílómetra, meira en 50 m þykkur, kúptur jökull. Þá hneig hann fram undan þunga sínum vegna þess að ís verður seigfljótandi við að verða svona þykkur og þungur. Núna er ísinn aðeins um 15 m þykkur og flatarmálið langt innan við 1 ferkílómetri. Við það að missa þykkt sína og þunga hættir ísinn að vera seigfljótandi og hættir því að skríða og þar með er hann hættur að vera jökull.

Ok árið 2014.

Margir jöklar á landinu eru fáeinir hektarar að flatarmáli og er varla hægt að finna einn sem er minnstur þeirra allra. Hætt er við að á hverju ári minnki einhverjir smájöklar svo mikið að þeir hætta að vera jöklar.

Hér má glöggt sjá hversu mikið Ok hefur minnkað á rúmlega öld. Rauða línan sýnir útlínur jökulsins um 1890, sú græna hvernig jökullinn var um 1945 og fjólubláa línan sýnir útlínurnar 2012.

Myndir:
  • Oddur Sigurðsson.

Höfundur

jarðfræðingur hjá Orkustofnun

Útgáfudagur

22.10.2014

Spyrjandi

Sævar Þórsson

Tilvísun

Oddur Sigurðsson. „Af hverju er Ok ekki lengur jökull? Hver er þá minnsti jökull landsins núna?“ Vísindavefurinn, 22. október 2014, sótt 16. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=31492.

Oddur Sigurðsson. (2014, 22. október). Af hverju er Ok ekki lengur jökull? Hver er þá minnsti jökull landsins núna? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=31492

Oddur Sigurðsson. „Af hverju er Ok ekki lengur jökull? Hver er þá minnsti jökull landsins núna?“ Vísindavefurinn. 22. okt. 2014. Vefsíða. 16. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=31492>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju er Ok ekki lengur jökull? Hver er þá minnsti jökull landsins núna?
Eitt megineinkenni jökla er að þeir skríða undan eigin þunga. Til þess að það gerist þurfa þeir að vera um 40 til 50 metra þykkir.

Ok árið 2003.

Okjökull var fyrir rúmri öld 15 ferkílómetra, meira en 50 m þykkur, kúptur jökull. Þá hneig hann fram undan þunga sínum vegna þess að ís verður seigfljótandi við að verða svona þykkur og þungur. Núna er ísinn aðeins um 15 m þykkur og flatarmálið langt innan við 1 ferkílómetri. Við það að missa þykkt sína og þunga hættir ísinn að vera seigfljótandi og hættir því að skríða og þar með er hann hættur að vera jökull.

Ok árið 2014.

Margir jöklar á landinu eru fáeinir hektarar að flatarmáli og er varla hægt að finna einn sem er minnstur þeirra allra. Hætt er við að á hverju ári minnki einhverjir smájöklar svo mikið að þeir hætta að vera jöklar.

Hér má glöggt sjá hversu mikið Ok hefur minnkað á rúmlega öld. Rauða línan sýnir útlínur jökulsins um 1890, sú græna hvernig jökullinn var um 1945 og fjólubláa línan sýnir útlínurnar 2012.

Myndir:
  • Oddur Sigurðsson.

...