Sólin Sólin Rís 07:55 • sest 18:34 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:27 • Síðdegis: 20:42 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:18 • Síðdegis: 14:45 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 07:55 • sest 18:34 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:27 • Síðdegis: 20:42 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:18 • Síðdegis: 14:45 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er leiðréttur og óleiðréttur launamunur?

Gylfi Magnússon

Þegar laun eða tekjur mismunandi hópa eru bornar saman er iðulega rætt um skýrðan og óskýrðan launamun, eða leiðréttan og óleiðréttan launamun. Þá er verið að vísa til þess að ýmsar skýringar kunna að vera á því að meðallaun hópa eru mismunandi. Skýrður launamunur er þá sá munur sem skýra má með þekktum og viðurkenndum þáttum sem almennt hafa áhrif á laun, til dæmis starfshlutfall, yfirvinna, menntun og starfsreynsla, en óskýrður launamunur er það sem eftir stendur.

Hérlendis er oftast talað um launamun kynjanna en hugtakið er vitaskuld almennara og til dæmis hægt að tala um (skýrðan og óskýrðan) launamun innfæddra og innflytjenda, launamun kynþátta og svo framvegis.


Skýrður launamunur er sá munur sem skýra má með þekktum og viðurkenndum þáttum sem almennt hafa áhrif á laun, til dæmis starfshlutfall, yfirvinna, menntun og starfsreynsla.

Til að sýna útreikninga verða tekin nokkur dæmi, mjög einfölduð.

  1. Gerum fyrst ráð fyrir að í fyrirtæki vinni fjórir einstaklingar. Hákon og Hrönn beita frekar hægri hendinni við störf og Valur og Vigdís nota vinstri. Í staðinn fyrir að nota heitin rétthentur og örvhentur skulum við kalla þau fyrrnefndu hægrhent og þau síðarnefndu vinstrhent, enda er ekkert "réttara" að beita hægri hendi.

    Gerum jafnframt ráð fyrir að það hafi engin áhrif á störf þessara einstaklinga hvorri hendinni þeim er tamara að beita, að þeir hafi allir sömu menntun og starfsreynslu og séu að öllu öðru leyti jafngóðir starfsmenn. Hákon er í hálfu starfi en aðrir í fullu starfi. Laun fyrir fullt starf eru 300 þúsund krónur á mánuði en fyrir hálft starf 150 þúsund.

    Meðallaun hægrhentra í þessu dæmi eru (300 + 150) / 2 eða 225 þúsund en meðallaun vinstrhentra eru (300 + 300) / 2 eða 300 þúsund. Launamunur, skilgreindur sem munur á meðallaunum, er því 300 - 225 eða 75 þúsund. Við útreikning þessarar tölu er ekki tekið tillit til þess að vinnuframlag er mismunandi, þetta er því óleiðréttur launamunur.

    Til að taka tillit til starfshlutfalls þarf að reikna meðallaun fyrir fullt starf. Þau eru (300 + 150) / 1,5 eða 300 þúsund fyrir hægrhenta og sama tala fyrir vinstrhenta. Allur launamunurinn er því skýrður með misháu starfshlutfalli og óskýrður launamunur er enginn.
  2. Gerum nú ráð fyrir sömu forsendum og í fyrsta dæminu en öðrum launatölum. Nánar tiltekið að laun Hákonar séu 100 þúsund, laun Hrannar 200 þúsund en laun Vals og Vigdísar 300 þúsund sem fyrr.

    Þá fæst að meðalaun hægrhenta eru (100 + 200) / 2 eða 150 þúsund en meðallaun vinstrhentra eru 300 þúsund sem fyrr. Óleiðréttur launamunur er því 300 - 150 eða 150 þúsund. Þessi tala tekur ekki tillit til þess að Hákon er einungis í hálfu starfi. Sé það gert fæst að meðallaun hægrhentra fyrir fullt starf eru (100 + 200) / 1,5 eða 200 þúsund krónur. Mismunandi vinnutími skýrir því hluta af heildarlaunamuninum, nánar tiltekið 200 - 150 eða 50 þúsund. Óskýrður launamunur er það sem eftir stendur, 300 - 200 eða 100 þúsund.
  3. Hugsum okkur nú annan vinnustað. Þar vinna sex einstaklingar, þrír ljóshærðir, Linda, Logi og Lúkas, og þrír dökkhærðir, Daníel, Dögg og Dýrleif. Hárlitur hefur engin áhrif á það hve góðir starfsmennirnir eru. Linda, Logi og Daníel hafa háskólapróf og vinna sem sérfræðingar á þessum vinnustað, en Lúkas, Dögg og Dýrleif eru með stúdentspróf og vinna almenn skrifstofustörf. Laun þeirra sem vinna sérfræðingsstörf eru 300 þúsund krónur á mánuði en laun þeirra sem vinna almenn skrifstofustörf eru 240 þúsund á mánuði.

    Þá fæst að meðallaun þeirra ljóshærðu á þessum vinnustað eru (300 + 300 + 240) / 3 eða 280 þúsund. Á sama hátt fæst að meðallaun þeirra dökkhærðu eru (300 + 240 + 240) / 3 eða 260 þúsund. Launamunur, óleiðréttur, er því 280 - 260 eða 20 þúsund. Þennan mun má hins vegar allan skýra með því að það eru tveir sérfræðingar í hópi þeirra ljóshærðu en einungis einn í hópi þeirra dökkhærðu. Óskýrður launamunur er því enginn.
  4. Gerum nú ráð fyrir sömu forsendum og í dæmi 3 og sömu launatölum nema að Lúkas fái 300 þúsund á mánuði. Þá fæst að meðallaun ljóshærðra eru (300 + 300 + 300) / 3 eða 300 þúsund en meðallaun dökkhærðra eru 260 þúsund krónur eins og áður. Launamunur, óleiðréttur, er því 300 - 260 eða 40 þúsund.

    Sé tekið tillit til þess að sérfræðingar eru fleiri í hópi ljóshærðra þá skýrir það hluta af þessum mun. Ef laun sérfræðinga eru til dæmis almennt 60 þúsund krónum hærri en laun almenns skrifstofufólks á þessum vinnumarkaði þá ættu meðallaun ljóshærðra að vera 60 / 3 eða 20 þúsund krónum hærri en dökkhærðra vegna þess að í hópi ljóshærðra eru sérfræðingar einum fleiri en í hópi dökkhærðra. Skýrður launamunur er því 20 þúsund og það sem eftir stendur, 40 - 20 eða 20 þúsund er óskýrður launamunur.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:

Höfundur

Gylfi Magnússon

prófessor í hagfræði við HÍ

Útgáfudagur

29.11.2007

Spyrjandi

Eva Lind Jónsdóttir

Tilvísun

Gylfi Magnússon. „Hvað er leiðréttur og óleiðréttur launamunur?“ Vísindavefurinn, 29. nóvember 2007, sótt 7. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6934.

Gylfi Magnússon. (2007, 29. nóvember). Hvað er leiðréttur og óleiðréttur launamunur? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6934

Gylfi Magnússon. „Hvað er leiðréttur og óleiðréttur launamunur?“ Vísindavefurinn. 29. nóv. 2007. Vefsíða. 7. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6934>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er leiðréttur og óleiðréttur launamunur?
Þegar laun eða tekjur mismunandi hópa eru bornar saman er iðulega rætt um skýrðan og óskýrðan launamun, eða leiðréttan og óleiðréttan launamun. Þá er verið að vísa til þess að ýmsar skýringar kunna að vera á því að meðallaun hópa eru mismunandi. Skýrður launamunur er þá sá munur sem skýra má með þekktum og viðurkenndum þáttum sem almennt hafa áhrif á laun, til dæmis starfshlutfall, yfirvinna, menntun og starfsreynsla, en óskýrður launamunur er það sem eftir stendur.

Hérlendis er oftast talað um launamun kynjanna en hugtakið er vitaskuld almennara og til dæmis hægt að tala um (skýrðan og óskýrðan) launamun innfæddra og innflytjenda, launamun kynþátta og svo framvegis.


Skýrður launamunur er sá munur sem skýra má með þekktum og viðurkenndum þáttum sem almennt hafa áhrif á laun, til dæmis starfshlutfall, yfirvinna, menntun og starfsreynsla.

Til að sýna útreikninga verða tekin nokkur dæmi, mjög einfölduð.

  1. Gerum fyrst ráð fyrir að í fyrirtæki vinni fjórir einstaklingar. Hákon og Hrönn beita frekar hægri hendinni við störf og Valur og Vigdís nota vinstri. Í staðinn fyrir að nota heitin rétthentur og örvhentur skulum við kalla þau fyrrnefndu hægrhent og þau síðarnefndu vinstrhent, enda er ekkert "réttara" að beita hægri hendi.

    Gerum jafnframt ráð fyrir að það hafi engin áhrif á störf þessara einstaklinga hvorri hendinni þeim er tamara að beita, að þeir hafi allir sömu menntun og starfsreynslu og séu að öllu öðru leyti jafngóðir starfsmenn. Hákon er í hálfu starfi en aðrir í fullu starfi. Laun fyrir fullt starf eru 300 þúsund krónur á mánuði en fyrir hálft starf 150 þúsund.

    Meðallaun hægrhentra í þessu dæmi eru (300 + 150) / 2 eða 225 þúsund en meðallaun vinstrhentra eru (300 + 300) / 2 eða 300 þúsund. Launamunur, skilgreindur sem munur á meðallaunum, er því 300 - 225 eða 75 þúsund. Við útreikning þessarar tölu er ekki tekið tillit til þess að vinnuframlag er mismunandi, þetta er því óleiðréttur launamunur.

    Til að taka tillit til starfshlutfalls þarf að reikna meðallaun fyrir fullt starf. Þau eru (300 + 150) / 1,5 eða 300 þúsund fyrir hægrhenta og sama tala fyrir vinstrhenta. Allur launamunurinn er því skýrður með misháu starfshlutfalli og óskýrður launamunur er enginn.
  2. Gerum nú ráð fyrir sömu forsendum og í fyrsta dæminu en öðrum launatölum. Nánar tiltekið að laun Hákonar séu 100 þúsund, laun Hrannar 200 þúsund en laun Vals og Vigdísar 300 þúsund sem fyrr.

    Þá fæst að meðalaun hægrhenta eru (100 + 200) / 2 eða 150 þúsund en meðallaun vinstrhentra eru 300 þúsund sem fyrr. Óleiðréttur launamunur er því 300 - 150 eða 150 þúsund. Þessi tala tekur ekki tillit til þess að Hákon er einungis í hálfu starfi. Sé það gert fæst að meðallaun hægrhentra fyrir fullt starf eru (100 + 200) / 1,5 eða 200 þúsund krónur. Mismunandi vinnutími skýrir því hluta af heildarlaunamuninum, nánar tiltekið 200 - 150 eða 50 þúsund. Óskýrður launamunur er það sem eftir stendur, 300 - 200 eða 100 þúsund.
  3. Hugsum okkur nú annan vinnustað. Þar vinna sex einstaklingar, þrír ljóshærðir, Linda, Logi og Lúkas, og þrír dökkhærðir, Daníel, Dögg og Dýrleif. Hárlitur hefur engin áhrif á það hve góðir starfsmennirnir eru. Linda, Logi og Daníel hafa háskólapróf og vinna sem sérfræðingar á þessum vinnustað, en Lúkas, Dögg og Dýrleif eru með stúdentspróf og vinna almenn skrifstofustörf. Laun þeirra sem vinna sérfræðingsstörf eru 300 þúsund krónur á mánuði en laun þeirra sem vinna almenn skrifstofustörf eru 240 þúsund á mánuði.

    Þá fæst að meðallaun þeirra ljóshærðu á þessum vinnustað eru (300 + 300 + 240) / 3 eða 280 þúsund. Á sama hátt fæst að meðallaun þeirra dökkhærðu eru (300 + 240 + 240) / 3 eða 260 þúsund. Launamunur, óleiðréttur, er því 280 - 260 eða 20 þúsund. Þennan mun má hins vegar allan skýra með því að það eru tveir sérfræðingar í hópi þeirra ljóshærðu en einungis einn í hópi þeirra dökkhærðu. Óskýrður launamunur er því enginn.
  4. Gerum nú ráð fyrir sömu forsendum og í dæmi 3 og sömu launatölum nema að Lúkas fái 300 þúsund á mánuði. Þá fæst að meðallaun ljóshærðra eru (300 + 300 + 300) / 3 eða 300 þúsund en meðallaun dökkhærðra eru 260 þúsund krónur eins og áður. Launamunur, óleiðréttur, er því 300 - 260 eða 40 þúsund.

    Sé tekið tillit til þess að sérfræðingar eru fleiri í hópi ljóshærðra þá skýrir það hluta af þessum mun. Ef laun sérfræðinga eru til dæmis almennt 60 þúsund krónum hærri en laun almenns skrifstofufólks á þessum vinnumarkaði þá ættu meðallaun ljóshærðra að vera 60 / 3 eða 20 þúsund krónum hærri en dökkhærðra vegna þess að í hópi ljóshærðra eru sérfræðingar einum fleiri en í hópi dökkhærðra. Skýrður launamunur er því 20 þúsund og það sem eftir stendur, 40 - 20 eða 20 þúsund er óskýrður launamunur.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:...