Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Hvernig er snæugla flokkuð frá ríki til tegundar?

Jón Már Halldórsson

Snæuglan (Bubo scandiacus) er ugla norðurhjarans og vel aðlöguð að óblíðri náttúru túndrunnar allt umhverfis Norður-Íshafið. Hún er stór og þrekvaxin, 53-66 cm löng, rúmlega 2 kg og vænghaf hennar er allt að 170 cm. Snæuglan er hvít að lit með brúnum skellum en brúni liturinn er meira áberandi hjá kvenfuglinum. Kvenfuglinn er einnig stærri og því er tiltölulega auðvelt að greina á milli kynjanna.



Heimkynni snæuglunnar. Grænu svæðin eru sumar- og varpstöðvar en yfir vetrartímann færa sumar snæuglur sig í suðurátt, yfir á bláu svæðin. Það á þó alls ekki við um alla einstaklinga tegundarinnar.

Snæugla er flokkuð á eftirfarandi hátt:

Ríki (Kingdom)Dýraríki (Animalia)
Fylking (Phylum)Seildýr (Chordata)
Undirfylking (Subphylum)Hryggdýr (Vertebrata)
Flokkur (Class)Fuglar (Aaves)
Ættbálkur (Order)Uglur (Strigiformes)
Ætt (Family)Eiginlegar uglur (Strigidae)
Ættkvísl (Genus)Snæuglur (Bubo)
Tegund (Species)Snæugla (scandiacus)

Ættbálkur uglna (Strigiformes) telur um 200 tegundir í 27 ættkvíslum og tveimur ættum. Innan ættbálksins er mikill fjölbreytileiki þegar kemur að stærð, allt frá tegundum á stærð við spörfugla til tegunda á stærð við meðalstóra erni.

Andlit uglna er flatt, augun stór og goggurinn beygður niður líkt og hjá ránfuglum. Fæturnir eru sterkbyggðir, oft fiðraðir, og á þeim eru stórar klær. Venjulega gera uglur sér ekki hreiður heldur verpa í hreiður annarra fugla eða í holur, en einhverjar undantekningar eru á því. Eggjafjöldi er breytilegur eftir árferði. Uglur verpa mörgum eggjum þegar næg fæða er í boði en ef mikill fæðuskortur er þá sleppa þær varpi það árið.

Uglur eru vel aðlagaðar veiðum að næturlagi. Þær geta flogið nær hljóðlaust og hafa mjög góða sjón og heyrn. Í sjónhimnu uglna er mun hærra hlutfall stafa en hjá öðrum fuglum. Það auðveldar þeim veiðar í lítilli birtu. Uglur geta líka notað heyrnina til að staðsetja bráð.



Snæugla (Bubo scandiacus).

Eins og fram kom hér að ofan greinist ugluættbálkurinn í tvær ættir en þær eru eiginlegar uglur (Strigidae) og turnuglur (Tytonidae). Snæuglur tilheyra fyrrnefndu ættinni sem er mun tegundaauðugari, en í henni eru um 130 tegundir. Flestar eiginlegar uglur eru aðlagaðar lífi í skógum, eða 95%, þar af um 80% þeirra í regnskóglendi. Um 90% tegunda sýna ekki fartilhneigingu nema að mjög litlu leyti. Lítið er vitað um ástand flestra tegunda en bændur í Evrópu hafa vaknað til vitundar um mikilvægi þess að hafa heilbrigða uglustofna á svæðum sínum þar sem þær eru afar öflugar í að halda niðri nagdýrum sem eru leiðigjörn meindýr í búrekstri.

Hér á landi verpir ein uglutegund reglulega, branduglan, en snæugla verpir óreglulega. Fleiri tegundir hafa flækst hingað til lands og einhverjar reynt varp.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum eftir sama höfund:

Heimildir og myndir:
  • del Hoyo, J., Elliott, A., og J. Sargatal. 1992. Handbook of the birds of the world, 5. bindi. Barcelona, Lynx Edicions.
  • Sibley og Ahlquist. 1990. Phylogeny & classification of birds: a study in molecular evolution. New Haven, Yale Univ. Press.
  • Jóhann Óli Hilmarsson. 2000. Íslenskir fuglar. Reykjavík, Iðunn.
  • Óskar Ingimarsson. 1989. Dýra- og plöntuorðabók. Reykjavík, Örn og Örlygur.
  • Kort: Image:Nyctea scandiaca á Wikimedia Commons
  • Mynd af snæuglu: Image:Bubo scandiacus1.jpg á Wikimedia Commons

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

4.12.2007

Spyrjandi

Helga Kristín

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvernig er snæugla flokkuð frá ríki til tegundar?“ Vísindavefurinn, 4. desember 2007. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=6942.

Jón Már Halldórsson. (2007, 4. desember). Hvernig er snæugla flokkuð frá ríki til tegundar? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6942

Jón Már Halldórsson. „Hvernig er snæugla flokkuð frá ríki til tegundar?“ Vísindavefurinn. 4. des. 2007. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6942>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvernig er snæugla flokkuð frá ríki til tegundar?
Snæuglan (Bubo scandiacus) er ugla norðurhjarans og vel aðlöguð að óblíðri náttúru túndrunnar allt umhverfis Norður-Íshafið. Hún er stór og þrekvaxin, 53-66 cm löng, rúmlega 2 kg og vænghaf hennar er allt að 170 cm. Snæuglan er hvít að lit með brúnum skellum en brúni liturinn er meira áberandi hjá kvenfuglinum. Kvenfuglinn er einnig stærri og því er tiltölulega auðvelt að greina á milli kynjanna.



Heimkynni snæuglunnar. Grænu svæðin eru sumar- og varpstöðvar en yfir vetrartímann færa sumar snæuglur sig í suðurátt, yfir á bláu svæðin. Það á þó alls ekki við um alla einstaklinga tegundarinnar.

Snæugla er flokkuð á eftirfarandi hátt:

Ríki (Kingdom)Dýraríki (Animalia)
Fylking (Phylum)Seildýr (Chordata)
Undirfylking (Subphylum)Hryggdýr (Vertebrata)
Flokkur (Class)Fuglar (Aaves)
Ættbálkur (Order)Uglur (Strigiformes)
Ætt (Family)Eiginlegar uglur (Strigidae)
Ættkvísl (Genus)Snæuglur (Bubo)
Tegund (Species)Snæugla (scandiacus)

Ættbálkur uglna (Strigiformes) telur um 200 tegundir í 27 ættkvíslum og tveimur ættum. Innan ættbálksins er mikill fjölbreytileiki þegar kemur að stærð, allt frá tegundum á stærð við spörfugla til tegunda á stærð við meðalstóra erni.

Andlit uglna er flatt, augun stór og goggurinn beygður niður líkt og hjá ránfuglum. Fæturnir eru sterkbyggðir, oft fiðraðir, og á þeim eru stórar klær. Venjulega gera uglur sér ekki hreiður heldur verpa í hreiður annarra fugla eða í holur, en einhverjar undantekningar eru á því. Eggjafjöldi er breytilegur eftir árferði. Uglur verpa mörgum eggjum þegar næg fæða er í boði en ef mikill fæðuskortur er þá sleppa þær varpi það árið.

Uglur eru vel aðlagaðar veiðum að næturlagi. Þær geta flogið nær hljóðlaust og hafa mjög góða sjón og heyrn. Í sjónhimnu uglna er mun hærra hlutfall stafa en hjá öðrum fuglum. Það auðveldar þeim veiðar í lítilli birtu. Uglur geta líka notað heyrnina til að staðsetja bráð.



Snæugla (Bubo scandiacus).

Eins og fram kom hér að ofan greinist ugluættbálkurinn í tvær ættir en þær eru eiginlegar uglur (Strigidae) og turnuglur (Tytonidae). Snæuglur tilheyra fyrrnefndu ættinni sem er mun tegundaauðugari, en í henni eru um 130 tegundir. Flestar eiginlegar uglur eru aðlagaðar lífi í skógum, eða 95%, þar af um 80% þeirra í regnskóglendi. Um 90% tegunda sýna ekki fartilhneigingu nema að mjög litlu leyti. Lítið er vitað um ástand flestra tegunda en bændur í Evrópu hafa vaknað til vitundar um mikilvægi þess að hafa heilbrigða uglustofna á svæðum sínum þar sem þær eru afar öflugar í að halda niðri nagdýrum sem eru leiðigjörn meindýr í búrekstri.

Hér á landi verpir ein uglutegund reglulega, branduglan, en snæugla verpir óreglulega. Fleiri tegundir hafa flækst hingað til lands og einhverjar reynt varp.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum eftir sama höfund:

Heimildir og myndir:
  • del Hoyo, J., Elliott, A., og J. Sargatal. 1992. Handbook of the birds of the world, 5. bindi. Barcelona, Lynx Edicions.
  • Sibley og Ahlquist. 1990. Phylogeny & classification of birds: a study in molecular evolution. New Haven, Yale Univ. Press.
  • Jóhann Óli Hilmarsson. 2000. Íslenskir fuglar. Reykjavík, Iðunn.
  • Óskar Ingimarsson. 1989. Dýra- og plöntuorðabók. Reykjavík, Örn og Örlygur.
  • Kort: Image:Nyctea scandiaca á Wikimedia Commons
  • Mynd af snæuglu: Image:Bubo scandiacus1.jpg á Wikimedia Commons
...