Mig langar að spyrja ykkur að því hvar á Íslandi er best að vera þegar almyrkvinn gengur yfir Ísland 12. ágúst 2026. Mér sýnist hann vera mestur einhverstaðar á Vestfjörðum en sé það ekki nógu vel. Var að vona þið gætuð vitað það og sagt mér það. Gráðurnar sem eru gefnar upp fyrir hann eru 65.2N og 25.2W og mesti myrkvinn sagður kl 17:47. Væri gaman að fá að vita þetta og hvar mestur myrkvi verður.Sólmyrkvar eiga sér stað þegar tungl er nýtt og gengur fyrir sólina og varpar skugga á takmarkað svæði á yfirborði jarðar. Skugga tunglsins er skipt í tvo hluta, alskugga og hálfskugga. Sé maður staddur innan hálfskuggans, hylur tunglið aðeins hluta sólarinnar og maður sér svonefndan deildarmyrkva. Sólskífan virðist þá vera sigð vegna tunglsins. Sólmyrkvinn þann 20. mars 2015 var deildarmyrkvi á Íslandi.

Mynd tekin á sólmyrkvahátíð Háskóla Íslands og Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness, föstudaginn 20. mars fyrir framan Aðalbyggingu Háskólans.
- Sævar Helgi Bragason. Hvað er sólmyrkvi og hvað varir hann lengi?. Vísindavefurinn 30.5.2003. (Skoðað 20.3.2015).
- Sólmyrkvar á Íslandi fram til 2200. Almanak Háskóla Íslands 28.3.2006. (Skoðað 20. 3. 2015).
- Háskóli Íslands - Reykjavík, Iceland - College & University | Facebook. (Sótt 20.03.2015).
- Kort: NASA - Total Solar Eclipse of 2026 August 12. (Sótt 20.3. 2015).