
Mynd tekin á sólmyrkvahátíð Háskóla Íslands og Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness, föstudaginn 20. mars fyrir framan Aðalbyggingu Háskólans.
Vísindavefurinn hefur oft verið spurður um næsta sólmyrkva og hefur þeirri spurningu verið svarað oftar en einu sinni eins og sjá má undir fyrirsögninni Frekara lesefni á Vísindavefnum hér til hægri. Eðli málsins samkvæmt verða slík svör úrelt þegar aðeins er litið til næsta myrkva. Hér má hins vegar sjá töflu yfir næstu myrkva sem sjást frá Íslandi, allt til 2026 þegar næst verður almyrkvi hér á landi.
| Dagsetning | Gerð myrkva | Gerð myrkva frá Íslandi séð | % sólar myrkvuð frá Reykjavík |
| 21. ágúst 2017 | Almyrkvi | Deildarmyrkvi | 2% |
| 11. ágúst 2018 | Deildarmyrkvi | Deildarmyrkvi | 10% |
| 10. júní 2021 | Hringmyrkvi | Deildarmyrkvi | 70% |
| 25. október 2022 | Deildarmyrkvi | Deildarmyrkvi | 19% |
| 8. apríl 2024 | Almyrkvi | Deildarmyrkvi | 47% |
| 12. ágúst 2026 | Almyrkvi | Almyrkvi | 100% |
- Háskóli Íslands - Reykjavík, Iceland - College & University | Facebook. (Sótt 20.03.2015).
- Stjörnufræðivefurinn. Höfundur myndar: Snævar Guðmundsson. (Sótt 18. 3. 2015).
Þetta svar er að megninu til unnið upp úr lengri umfjöllun um sólmyrkva á Stjörnufræðivefnum og birt með góðfúslegu leyfi. Áhugasamir eru hvattir til að kynna sér þá umfjöllun í heild sinni.