Sólin Sólin Rís 08:43 • sest 17:40 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:55 • Sest 12:44 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:39 • Síðdegis: 19:54 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:32 • Síðdegis: 13:51 í Reykjavík

Hvenær verður næsti sólmyrkvi sem mun sjást frá Íslandi?

Stjörnufræðivefurinn

Sólmyrkvi (e. solar eclipse) verður þegar tunglið gengur milli sólar og Jarðar svo tunglið myrkvar sólina að hluta til eða í heild frá Jörðu séð. Það gerist aðeins þegar sólin, tunglið og Jörðin eru í beinni línu (kallað raðstaða eða okstaða).

Ár hvert verða á milli tveir til fimm sólmyrkvar á Jörðinni. Seinast sáust fimm sólmyrkvar árið 1935 og næst árið 2206. Á hverri öld verða að meðaltali um 239 sólmyrkvar.

Mynd tekin á sólmyrkvahátíð Háskóla Íslands og Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness, föstudaginn 20. mars fyrir framan Aðalbyggingu Háskólans.

Almyrkvar á sólu eru tiltölulega sjaldgæfir en sjást einhvers staðar á Jörðinni á 18 mánaða fresti að meðaltali. Á hverri öld verða um það bil 80 almyrkvar en þar sem skuggi tunglsins er svo lítill gætir almyrkva á mjög afmörkuðu svæði hverju sinni. Áætlað er að almyrkvar verði aftur frá tilteknum stað á aðeins 375 ára fresti að meðaltali.

Á Íslandi líða að meðaltali rétt rúm tvö ár á milli sólmyrkva (deildarmyrkva, almyrkva og hringmyrkva).

Hringmyrkvi á sólu 31. maí 2003 sem sást vel frá Íslandi.

Vísindavefurinn hefur oft verið spurður um næsta sólmyrkva og hefur þeirri spurningu verið svarað oftar en einu sinni eins og sjá má undir fyrirsögninni Frekara lesefni á Vísindavefnum hér til hægri. Eðli málsins samkvæmt verða slík svör úrelt þegar aðeins er litið til næsta myrkva. Hér má hins vegar sjá töflu yfir næstu myrkva sem sjást frá Íslandi, allt til 2026 þegar næst verður almyrkvi hér á landi.

DagsetningGerð myrkvaGerð myrkva frá Íslandi séð% sólar myrkvuð frá Reykjavík
21. ágúst 2017 Almyrkvi Deildarmyrkvi2%
11. ágúst 2018 Deildarmyrkvi Deildarmyrkvi10%
10. júní 2021 Hringmyrkvi Deildarmyrkvi70%
25. október 2022 Deildarmyrkvi Deildarmyrkvi19%
8. apríl 2024 Almyrkvi Deildarmyrkvi47%
12. ágúst 2026 Almyrkvi Almyrkvi100%

Ýtarlegar er fjallað um sólmyrkva í svari Sævars Helga Bragasonar við spurningunni Hvað er sólmyrkvi og hvað varir hann lengi? Einnig má benda á Sólmyrkvar á Íslandi fram til 2200 á vef Almanaks Háskólans.

Myndir:


Þetta svar er að megninu til unnið upp úr lengri umfjöllun um sólmyrkva á Stjörnufræðivefnum og birt með góðfúslegu leyfi. Áhugasamir eru hvattir til að kynna sér þá umfjöllun í heild sinni.

Útgáfudagur

20.3.2015

Spyrjandi

Birta Hrund Ingadóttir, Páll Ágúst Þórarinsson, Dögg Lára Sigurgeirdsóttir, Sigrún María, Svandís Hafdal, Sylvía Dögg

Tilvísun

Stjörnufræðivefurinn. „Hvenær verður næsti sólmyrkvi sem mun sjást frá Íslandi? “ Vísindavefurinn, 20. mars 2015. Sótt 23. október 2021. http://visindavefur.is/svar.php?id=57356.

Stjörnufræðivefurinn. (2015, 20. mars). Hvenær verður næsti sólmyrkvi sem mun sjást frá Íslandi? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=57356

Stjörnufræðivefurinn. „Hvenær verður næsti sólmyrkvi sem mun sjást frá Íslandi? “ Vísindavefurinn. 20. mar. 2015. Vefsíða. 23. okt. 2021. <http://visindavefur.is/svar.php?id=57356>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvenær verður næsti sólmyrkvi sem mun sjást frá Íslandi?
Sólmyrkvi (e. solar eclipse) verður þegar tunglið gengur milli sólar og Jarðar svo tunglið myrkvar sólina að hluta til eða í heild frá Jörðu séð. Það gerist aðeins þegar sólin, tunglið og Jörðin eru í beinni línu (kallað raðstaða eða okstaða).

Ár hvert verða á milli tveir til fimm sólmyrkvar á Jörðinni. Seinast sáust fimm sólmyrkvar árið 1935 og næst árið 2206. Á hverri öld verða að meðaltali um 239 sólmyrkvar.

Mynd tekin á sólmyrkvahátíð Háskóla Íslands og Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness, föstudaginn 20. mars fyrir framan Aðalbyggingu Háskólans.

Almyrkvar á sólu eru tiltölulega sjaldgæfir en sjást einhvers staðar á Jörðinni á 18 mánaða fresti að meðaltali. Á hverri öld verða um það bil 80 almyrkvar en þar sem skuggi tunglsins er svo lítill gætir almyrkva á mjög afmörkuðu svæði hverju sinni. Áætlað er að almyrkvar verði aftur frá tilteknum stað á aðeins 375 ára fresti að meðaltali.

Á Íslandi líða að meðaltali rétt rúm tvö ár á milli sólmyrkva (deildarmyrkva, almyrkva og hringmyrkva).

Hringmyrkvi á sólu 31. maí 2003 sem sást vel frá Íslandi.

Vísindavefurinn hefur oft verið spurður um næsta sólmyrkva og hefur þeirri spurningu verið svarað oftar en einu sinni eins og sjá má undir fyrirsögninni Frekara lesefni á Vísindavefnum hér til hægri. Eðli málsins samkvæmt verða slík svör úrelt þegar aðeins er litið til næsta myrkva. Hér má hins vegar sjá töflu yfir næstu myrkva sem sjást frá Íslandi, allt til 2026 þegar næst verður almyrkvi hér á landi.

DagsetningGerð myrkvaGerð myrkva frá Íslandi séð% sólar myrkvuð frá Reykjavík
21. ágúst 2017 Almyrkvi Deildarmyrkvi2%
11. ágúst 2018 Deildarmyrkvi Deildarmyrkvi10%
10. júní 2021 Hringmyrkvi Deildarmyrkvi70%
25. október 2022 Deildarmyrkvi Deildarmyrkvi19%
8. apríl 2024 Almyrkvi Deildarmyrkvi47%
12. ágúst 2026 Almyrkvi Almyrkvi100%

Ýtarlegar er fjallað um sólmyrkva í svari Sævars Helga Bragasonar við spurningunni Hvað er sólmyrkvi og hvað varir hann lengi? Einnig má benda á Sólmyrkvar á Íslandi fram til 2200 á vef Almanaks Háskólans.

Myndir:


Þetta svar er að megninu til unnið upp úr lengri umfjöllun um sólmyrkva á Stjörnufræðivefnum og birt með góðfúslegu leyfi. Áhugasamir eru hvattir til að kynna sér þá umfjöllun í heild sinni.

...