Er heilinn í siðblindingjum eitthvað öðruvísi en í venjulegum einstaklingi?Stutta svarið við þessari spurningu er að heili svonefndra siðblindingja er að ýmsu leyti öðru vísi en í þeim sem ekki teljast vera siðblindir. Þvert á það sem margir halda er siðblinda ekki persónuleikaröskun heldur svonefnt persónuleikahugtak eða persónuleikaþáttur. Siðblinda hefur hins vegar verið tengd við andfélagslega persónuleikaröskun, en nánar má lesa um persónuleikaraskanir í svari Jakobs Smára við spurningunni Hvað er persónuleikaröskun? Oft er siðblindum lýst sem sjálfsöruggum einstaklingum sem hafi mikla persónutöfra en undir niðri séu þeir ofbeldisfullir og iðrist einskis. Sú lýsing á að ýmsu leyti við en þó ber að varast að setja alla siðblinda undir sama hatt.
![](/../myndir/sidblindur_biomynd_120319.png)
Oft er siðblindum lýst sem sjálfsöruggum einstaklingum sem hafi mikla persónutöfra en undir niðri séu þeir ofbeldisfullir og iðrist einskis. Það á vel við persónuna Bruno Anthony sem kemur fyrir í skáldsögunni Strangers on a Train og samnefndri kvikmynd.
Samanburður á heilbrigðum heila (vinstra megin) og heila siðblinds manns (hægra megin) úr starfrænni segulómmyndun. Heitari litir tákna meiri virkni, rauður er því mesta virknin og blár sú minnsta. Forennisbörkur og svonefnt limbískt-kerfi (einnig nefnt randkerfi á íslensku) siðblinda mannsins eru vanvirk.
- ^ Hare, R. D. (2003). The psychopathy checklist-Revised. Toronto, ON, 2003.
- ^ Hare, R. D. (2003). The psychopathy checklist-Revised. Toronto, ON, 2003.
- ^ Nanna Briem. (2009). Um siðblindu. Geðvernd, 38, 25-29.
- ^ Babiak, P. og Hare, R. D. (2007) Snakes in suits: When psychopaths go to work. Harper Collins.
- ^ Nickerson, S. D. (2014). Brain abnormalities in psychopaths: A meta-analysis. North American Journal of Psychology, 16(1), 63-77.
- ^ Damasio, A. (1994) Descartes‘ error: Emotion, reason, and the human brain. New York: Penguin Group.
- ^ Buckholtz, J. W., Treadway, M. T., Cowan, R. L., Woodward, N. D., Li, R., Ansari, M. S. o.fl. (2010). Dopaminergic network differences in human impulsivity. Science, 329(5991), 532.
- ^ Mitchell, D. G. V., Colledge, E., Leonard, A. og Blair, R. J. R. (2002) Risky decisions and response reversal: Is there evidence of orbitofrontal cortex dysfunction in psychopathic individuals? Neuropsychologia, 40, 2013-2022.
- Wikimedia Commons. Robert Walker in Strangers on a Train trailer. (Sótt 12.3.2019).
- Wikimedia Commons. Non-PsyVpsyBrain. Birt undir CC BY-SA 4.0-leyfi Creative Commons. (Sótt 12.3.2019).