Sólin Sólin Rís 05:26 • sest 21:28 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:24 • Sest 05:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:10 • Síðdegis: 18:30 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:11 • Síðdegis: 12:20 í Reykjavík

Hvenær var rúnaletur síðast notað á Íslandi?

Þórgunnur Snædal

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona:

Hvenær var rúnaletur síðast notað á Íslandi? Samanber þessa grein: Isoleret folk i Sverige brugte runer helt op i 1900-tallet | Videnskab.dk.

Rúnaletur var notað á Íslandi eiginlega alveg fram á 20. öldina en við lok 19. aldar var farið að birta greinar um rúnir á íslensku, meðal annars skrifaði Björn M. Ólsen, prófessor í íslenskri tungu og menningarsögu, greinar í Árbók Fornleifafélagsins og Finnur Jónsson ritaði einnig um íslenskar rúnaristur og þá hvarf íslenska rúnahefðin og vitnskja um rúnir var sótt í þessi rit.

Kort sem sýnir dreifingu á munum með rúnristum.

Ég hef þess vegna dregið línu við aldamótin 1900 og skrái ekki yngri ristur. Ein af þeim yngstu og merkilegustu er frá 1878 og auðvitað úr Skagafirði. Hér fyrir neðan er texti um rúnfjölina frá Löngumýri. En frekari upplýsingar eru í skrá minni yfir íslenskar rúnaristur sem birtist í Árbók Fornleifafélagsins 2001.

76. Langamýri, Skagafjarðarsýsla, í einkaeign.

Kenn mér Jesús kraft þíns orða
á hvílu minnar rista fjöl,
þeirra mig í skjóli skorða
skelfi ekkert svefna böl.
Víggirðing svo völd sé rúms
valdkröftugri öndum húms,
Verndarenglar vakt hjá standi
voða sálar móti grandi.

Á fjölinni er ártalið 1878 og fangamörkin O.G. (Ólafur Guðmundsson) og I.E. (Ingibjörg Einarsdóttir). Sálmurinn er eftir Ólaf, sem einnig skar út rúmfjölina.

Mynd:

Höfundur

Þórgunnur Snædal

rúnafræðingur

Útgáfudagur

8.6.2015

Spyrjandi

Snæbjörn Kristjánsson

Tilvísun

Þórgunnur Snædal. „Hvenær var rúnaletur síðast notað á Íslandi? “ Vísindavefurinn, 8. júní 2015. Sótt 23. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=70101.

Þórgunnur Snædal. (2015, 8. júní). Hvenær var rúnaletur síðast notað á Íslandi? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=70101

Þórgunnur Snædal. „Hvenær var rúnaletur síðast notað á Íslandi? “ Vísindavefurinn. 8. jún. 2015. Vefsíða. 23. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=70101>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvenær var rúnaletur síðast notað á Íslandi?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona:

Hvenær var rúnaletur síðast notað á Íslandi? Samanber þessa grein: Isoleret folk i Sverige brugte runer helt op i 1900-tallet | Videnskab.dk.

Rúnaletur var notað á Íslandi eiginlega alveg fram á 20. öldina en við lok 19. aldar var farið að birta greinar um rúnir á íslensku, meðal annars skrifaði Björn M. Ólsen, prófessor í íslenskri tungu og menningarsögu, greinar í Árbók Fornleifafélagsins og Finnur Jónsson ritaði einnig um íslenskar rúnaristur og þá hvarf íslenska rúnahefðin og vitnskja um rúnir var sótt í þessi rit.

Kort sem sýnir dreifingu á munum með rúnristum.

Ég hef þess vegna dregið línu við aldamótin 1900 og skrái ekki yngri ristur. Ein af þeim yngstu og merkilegustu er frá 1878 og auðvitað úr Skagafirði. Hér fyrir neðan er texti um rúnfjölina frá Löngumýri. En frekari upplýsingar eru í skrá minni yfir íslenskar rúnaristur sem birtist í Árbók Fornleifafélagsins 2001.

76. Langamýri, Skagafjarðarsýsla, í einkaeign.

Kenn mér Jesús kraft þíns orða
á hvílu minnar rista fjöl,
þeirra mig í skjóli skorða
skelfi ekkert svefna böl.
Víggirðing svo völd sé rúms
valdkröftugri öndum húms,
Verndarenglar vakt hjá standi
voða sálar móti grandi.

Á fjölinni er ártalið 1878 og fangamörkin O.G. (Ólafur Guðmundsson) og I.E. (Ingibjörg Einarsdóttir). Sálmurinn er eftir Ólaf, sem einnig skar út rúmfjölina.

Mynd:

...