Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Getur kona á einhvern hátt orðið ólétt þótt hún sé hrein mey?

Til að svara þessari spurningu þarf fyrst að skilgreina hugtakið hrein mey. Hrein mey eða hreinn sveinn er einstaklingur sem aldrei hefur haft samfarir. Hrein mey getur orðið ólétt eftir fyrstu samfarir sínar, en þá er hún að sjálfsögðu ekki hrein mey lengur. Það sem skiptir máli er hvar hún er stödd í tíðahringnum þegar samfarir eiga sér stað. Ef samfarirnar eiga sér stað nálægt egglosi eru ákveðnar líkur á getnaði alveg óháð því hvort stúlkan/konan hefur áður haft mök eða ekki.

Nú á tímum er einnig tæknilega mögulegt að hrein mey verði ólétt eftir tæknifrjóvgun. Samkvæmt skilgreiningunni væri hún enn hrein mey jafnvel eftir getnað, meðgöngu og fæðingu að því gefnu að hún væri ekki enn búin að hafa samfarir við karlmann.Nú er það tæknin en ekki heilagur andi sem gerir hreinni mey mögulegt að verða barnshafandi. Ekki er þó víst að tæknifrjóvganir verið jafn mörgum listamönnum innblástur og boðun Maríu hefur verið í gegnum tíðina. Hér má sjá túlkun Leonardó da Vinci á þeim atburði (1472–1475).

Í gegnum tíðina hefur gjarnan verið litið svo á að allar hreinar meyjar hafi órofið meyjarhaft og blæðingar við fyrstu samfarir taldar sönnun þess að stúlkan sé óspjölluð. Þetta gat (og getur sjálfsagt enn í einhverjum samfélögum) skipt miklu máli ef brúðir áttu að vera hreinar meyjar við hjónaband. Raunin er hins vegar sú að meyjarhaftið getur vel rofnað án þess að stúlka hafi haft samfarir.

Meyjarhaftið er þunn himna sem tilheyrir ytri kynfærum kvenna. Hún er fyrir utan leggöngin og í miðju haftsins er svolítið op sem tíðablæðingar komast í gegnum. Það er mjög einstaklingsbundið hversu þykkt haftið er og hversu stórt opið er. Almennt er meyjarhaftið mjög þunnt og viðkvæmt fyrir kynþroska og algengt er að það rifni eða rofni alveg í íþróttum eins og fimleikum, hjólreiðum og hestamennsku, við notkun tíðatappa eða við sjálfsfróun. Þetta gerist oft án þess að stúlkan átti sig á því þar sem það er alls ekki algilt að sársauki og blóð fylgi því að meyjarhaftið rofni.

Ef meyjarhaftið hefur ekki rofnað við íþróttaiðkun, sjálfsfróun eða af annarri ástæðu rofnar það oftast við fyrstu samfarir. Í sumum tilfellum er meyjarhaftið þó teygjanlegt og rofnar ekki alveg fyrr en eftir nokkur skipti. Leifar af meyjarhafti hverfa úr líkamanum við fæðingu fyrsta barns.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Heimild og mynd:

Útgáfudagur

17.1.2008

Spyrjandi

N.N.

Höfundur

Tilvísun

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Getur kona á einhvern hátt orðið ólétt þótt hún sé hrein mey?“ Vísindavefurinn, 17. janúar 2008. Sótt 8. desember 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=7011.

Þuríður Þorbjarnardóttir. (2008, 17. janúar). Getur kona á einhvern hátt orðið ólétt þótt hún sé hrein mey? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=7011

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Getur kona á einhvern hátt orðið ólétt þótt hún sé hrein mey?“ Vísindavefurinn. 17. jan. 2008. Vefsíða. 8. des. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=7011>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Guðbjörg Linda Rafnsdóttir

1957

Guðbjörg Linda Rafnsdóttir er prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands og aðstoðarrektor vísinda. Rannsóknir hennar spanna vítt svið innan félagsfræði atvinnulífs og kynja.