Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík

Getur kona á einhvern hátt orðið ólétt þótt hún sé hrein mey?

Þuríður Þorbjarnardóttir

Áður en spurningunni er svarað beint er vert að huga aðeins að orðanotkun. Orðasamböndin 'hrein mey' og 'hreinn sveinn' hafa löngum verið notuð um einstaklinga sem eru orðnir kynþroska en hafa ekki haft samfarir. Þessi orðanotkun hefur sætt gagnrýni enda felst í henni að kynlíf sé eitthvað óhreint og skítugt. Með þetta í huga væri eðlilegra að spyrja hvort getnaður geti átt sér stað í fyrsta skipti sem kona hefur samræði við karlmann. Einnig mætti skilja spurninguna á þann veg að hér sé spurt um það hvort kona geti orðið barnshafandi án þess að karlmaður komi nokkuð þar við sögu.

Í stuttu máli þá er svarið við því já sama á hvorn hátt spurningin er túlkuð. Það sem skiptir máli er hvar konan er stödd í tíðahringnum þegar samfarir eiga sér stað. Ef samfarirnar eiga sér stað nálægt egglosi eru ákveðnar líkur á getnaði alveg óháð því hvort konan hefur áður haft mök eða ekki. Nú á tímum er líka tæknilega mögulegt að verða ólétt eftir tæknifrjóvgun án þess að hafa nokkurn tíma haft samfarir við karlmann.

Nú er það tæknin en ekki heilagur andi sem gerir hreinni mey mögulegt að verða barnshafandi. Ekki er þó víst að tæknifrjóvganir verið jafn mörgum listamönnum innblástur og boðun Maríu hefur verið í gegnum tíðina. Hér má sjá túlkun Leonardó da Vinci á þeim atburði (1472–1475).

Áður fyrr var gjarnan litið svo á að allar „hreinar meyjar“ hafi órofið meyjarhaft og blæðingar við fyrstu samfarir taldar sönnun þess að stúlkan sé óspjölluð. Þetta gat (og getur sjálfsagt enn í einhverjum samfélögum) skipt miklu máli ef brúðir máttu ekki hafa átt samræði fyrir hjónaband. Þessa aldagömlu viðhorf byggjast hins vegar á nokkrum misskilningi og mýtu á þessum hluta kvenlíkamans sem lengi hefur verið sveipaður dulúð. Ef blæðir við fyrstu samfarir er það ekki vegna þess að eitthvað var að „rofna“ heldur er líklegt að litlar rifur hafi myndast á meyjarhaftinu sem gróa fljótt aftur.

Reyndar er meyjarhaft líka umdeilt orð en þar sem ekki er til annað almennt viðurkennt hugtak á íslensku þá er það notað hér. Meyjarhaftið er slímkenndur vefur um 1-2 cm innan við leggangaopið. Það er mjög einstaklingsbundið hvernig þessi vefur lítur út, til að mynda lögun hans, stærð, litur og þykkt. Meyjarhaftið er teygjanlegt og það þarf ekki að rofna við samfarir. Það er því líka mýta að hægt sé að nota tilvist eða útlit meyjarhaftsins sem sönnun þess hvort kona hafi haft samfarir eða ekki.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Heimildir og mynd:


Þetta svar var upphaflega birt 2008 en uppfært 2019 eftir ábendingu frá lesanda.

Höfundur

Útgáfudagur

17.1.2008

Spyrjandi

N.N.

Tilvísun

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Getur kona á einhvern hátt orðið ólétt þótt hún sé hrein mey?“ Vísindavefurinn, 17. janúar 2008. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=7011.

Þuríður Þorbjarnardóttir. (2008, 17. janúar). Getur kona á einhvern hátt orðið ólétt þótt hún sé hrein mey? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=7011

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Getur kona á einhvern hátt orðið ólétt þótt hún sé hrein mey?“ Vísindavefurinn. 17. jan. 2008. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=7011>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Getur kona á einhvern hátt orðið ólétt þótt hún sé hrein mey?
Áður en spurningunni er svarað beint er vert að huga aðeins að orðanotkun. Orðasamböndin 'hrein mey' og 'hreinn sveinn' hafa löngum verið notuð um einstaklinga sem eru orðnir kynþroska en hafa ekki haft samfarir. Þessi orðanotkun hefur sætt gagnrýni enda felst í henni að kynlíf sé eitthvað óhreint og skítugt. Með þetta í huga væri eðlilegra að spyrja hvort getnaður geti átt sér stað í fyrsta skipti sem kona hefur samræði við karlmann. Einnig mætti skilja spurninguna á þann veg að hér sé spurt um það hvort kona geti orðið barnshafandi án þess að karlmaður komi nokkuð þar við sögu.

Í stuttu máli þá er svarið við því já sama á hvorn hátt spurningin er túlkuð. Það sem skiptir máli er hvar konan er stödd í tíðahringnum þegar samfarir eiga sér stað. Ef samfarirnar eiga sér stað nálægt egglosi eru ákveðnar líkur á getnaði alveg óháð því hvort konan hefur áður haft mök eða ekki. Nú á tímum er líka tæknilega mögulegt að verða ólétt eftir tæknifrjóvgun án þess að hafa nokkurn tíma haft samfarir við karlmann.

Nú er það tæknin en ekki heilagur andi sem gerir hreinni mey mögulegt að verða barnshafandi. Ekki er þó víst að tæknifrjóvganir verið jafn mörgum listamönnum innblástur og boðun Maríu hefur verið í gegnum tíðina. Hér má sjá túlkun Leonardó da Vinci á þeim atburði (1472–1475).

Áður fyrr var gjarnan litið svo á að allar „hreinar meyjar“ hafi órofið meyjarhaft og blæðingar við fyrstu samfarir taldar sönnun þess að stúlkan sé óspjölluð. Þetta gat (og getur sjálfsagt enn í einhverjum samfélögum) skipt miklu máli ef brúðir máttu ekki hafa átt samræði fyrir hjónaband. Þessa aldagömlu viðhorf byggjast hins vegar á nokkrum misskilningi og mýtu á þessum hluta kvenlíkamans sem lengi hefur verið sveipaður dulúð. Ef blæðir við fyrstu samfarir er það ekki vegna þess að eitthvað var að „rofna“ heldur er líklegt að litlar rifur hafi myndast á meyjarhaftinu sem gróa fljótt aftur.

Reyndar er meyjarhaft líka umdeilt orð en þar sem ekki er til annað almennt viðurkennt hugtak á íslensku þá er það notað hér. Meyjarhaftið er slímkenndur vefur um 1-2 cm innan við leggangaopið. Það er mjög einstaklingsbundið hvernig þessi vefur lítur út, til að mynda lögun hans, stærð, litur og þykkt. Meyjarhaftið er teygjanlegt og það þarf ekki að rofna við samfarir. Það er því líka mýta að hægt sé að nota tilvist eða útlit meyjarhaftsins sem sönnun þess hvort kona hafi haft samfarir eða ekki.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Heimildir og mynd:


Þetta svar var upphaflega birt 2008 en uppfært 2019 eftir ábendingu frá lesanda....