Sólin Sólin Rís 11:08 • sest 15:33 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:06 • Sest 03:07 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:24 • Síðdegis: 13:51 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:38 • Síðdegis: 20:14 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:08 • sest 15:33 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:06 • Sest 03:07 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:24 • Síðdegis: 13:51 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:38 • Síðdegis: 20:14 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Deyja geitungar ef þeir missa broddinn?

Jón Már Halldórsson

Upprunalega hljómaði spurningin svona:
Ég heyrði um daginn að geitungur sem hafði verið fangaður í krukku hafi reynt að stinga sig í gegnum krukkuna og þá datt broddurinn af. Hvað gerist þegar broddurinn dettur af? Kemur þá nýr broddur á?

Broddur geitunga, rétt eins og broddur hunangsflugna og býflugna, er ummynduð varppípa. Hjá hunangsflugum og býflugum hefur broddurinn krók á endanum, eins konar öngul, sem situr eftir í stungusárinu þegar flugurnar stinga. Við stunguna dregst broddurinn út úr flugunni ásamt eiturpoka og jafnvel hluta af innyflum og flugan deyr.

Þegar hunangsflugur og býflugur stinga festist broddurinn í fórnarlambinu og eiturpoki og jafnvel innyfli dragast út úr flugunni.

Broddur geitunga hefur hins vegar ekki svona krók á endanum og því geta geitungar dregið hann út aftur eftir stungu án þess að hljóta skaða af. Þess vegna geta geitungar stungið aftur og aftur.

Hins vegar gæti það vel komið fyrir að broddur geitunga brotni af einhverjum orsökum og þá er eðlilegt að menn spyrji hvað verður um geitunginn þá? Hunangsflugur deyja ekki eftir stungu af því að broddurinn er brotinn heldur af því að þær hafa misst hluta af innyflunum. Ef geitungur brýtur aðeins broddinn en skaðast ekki að öðru leyti má kannski líkja honum við riddara með brotið sverð. Hann verður varnarlausari en áður en brotinn broddur hefur ekki bein áhrif á líkamlegt heilbrigði hans.

Geitungur án brodds er ef til vill eins og riddari án sverðs.

Höfundur þessa svars gat ekki fundið neinar heimildir um það að nýr broddur mundi vaxa ef geitungur lendir í því að brjóta eða missa þann upprunalega.

Myndir:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

15.9.2015

Spyrjandi

Ásta Kristbjörnsdóttir

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Deyja geitungar ef þeir missa broddinn?“ Vísindavefurinn, 15. september 2015, sótt 10. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=70457.

Jón Már Halldórsson. (2015, 15. september). Deyja geitungar ef þeir missa broddinn? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=70457

Jón Már Halldórsson. „Deyja geitungar ef þeir missa broddinn?“ Vísindavefurinn. 15. sep. 2015. Vefsíða. 10. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=70457>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Deyja geitungar ef þeir missa broddinn?
Upprunalega hljómaði spurningin svona:

Ég heyrði um daginn að geitungur sem hafði verið fangaður í krukku hafi reynt að stinga sig í gegnum krukkuna og þá datt broddurinn af. Hvað gerist þegar broddurinn dettur af? Kemur þá nýr broddur á?

Broddur geitunga, rétt eins og broddur hunangsflugna og býflugna, er ummynduð varppípa. Hjá hunangsflugum og býflugum hefur broddurinn krók á endanum, eins konar öngul, sem situr eftir í stungusárinu þegar flugurnar stinga. Við stunguna dregst broddurinn út úr flugunni ásamt eiturpoka og jafnvel hluta af innyflum og flugan deyr.

Þegar hunangsflugur og býflugur stinga festist broddurinn í fórnarlambinu og eiturpoki og jafnvel innyfli dragast út úr flugunni.

Broddur geitunga hefur hins vegar ekki svona krók á endanum og því geta geitungar dregið hann út aftur eftir stungu án þess að hljóta skaða af. Þess vegna geta geitungar stungið aftur og aftur.

Hins vegar gæti það vel komið fyrir að broddur geitunga brotni af einhverjum orsökum og þá er eðlilegt að menn spyrji hvað verður um geitunginn þá? Hunangsflugur deyja ekki eftir stungu af því að broddurinn er brotinn heldur af því að þær hafa misst hluta af innyflunum. Ef geitungur brýtur aðeins broddinn en skaðast ekki að öðru leyti má kannski líkja honum við riddara með brotið sverð. Hann verður varnarlausari en áður en brotinn broddur hefur ekki bein áhrif á líkamlegt heilbrigði hans.

Geitungur án brodds er ef til vill eins og riddari án sverðs.

Höfundur þessa svars gat ekki fundið neinar heimildir um það að nýr broddur mundi vaxa ef geitungur lendir í því að brjóta eða missa þann upprunalega.

Myndir:

...