Sólin Sólin Rís 03:51 • sest 23:15 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:50 • Síðdegis: 16:30 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:03 • Síðdegis: 22:50 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 03:51 • sest 23:15 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:50 • Síðdegis: 16:30 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:03 • Síðdegis: 22:50 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Á hverju nærast sveppir?

Jón Már Halldórsson

Allir sveppir eru ófrumbjarga og fá því mestan hluta næringar sinnar úr lífrænum efnasamböndum sem langoftast hafa orðið til við starfsemi plantna.

Sveppir innbyrða lífræn næringarefni í gegnum frumuveggi (himnur). Það gera þeir með því að taka efnin inn á einföldu sameindaformi beint úr frumum annarra lífvera eða með því að ráðast á stærri sameindir sem geta verið á formi lífrænna leifa, til dæmis hræ lífvera, en í þeim tilvikum seyta sveppirnir meltingahvötum sem leysa hræin upp. Með þessu brjóta þeir efnin niður í einfaldar sameindir og taka þau þannig upp í gegnum frumuvegg eða -himnu. Þetta kallast útvortis melting. Sveppir eru þráðlaga lífverur og hentar vaxtalag þeirra mjög vel við slíkt næringarnám. Hattarnir sem við sjáum eftir rigningar seint á sumrin og haustin eru einungis æxlunarfæri sveppa.

Sveppir fá mestan hluta næringar sinnar úr lífrænum efnasamböndum.

Sveppir fyrirfinnast víða í vistkerfinu. Þeir eru mikilvægir sundrendur í vistkerfinu þar sem þeir eru rotverur og leggjast á hræ dýra eða dauðar plöntur og valda fúa eða rotnun. Stór hluti sveppa lifir slíku lífi og kallast rotsveppir (e. saprotrophic fungi). Til eru fjölmargar tegundir sveppa sem lifa í sambýli við aðrar lífverur. Þetta geta verið sníkjusveppir, gistisveppir eða stoðlífissveppir, það fer eftir því hvort annar eða báðir aðilar hagnast á tengslunum. Rotsveppur getur byrjað sem sníkjusveppur en gengur að hýslinum dauðum og byrjar þá að valda rotnun á hýslinum.

Merkilegur flokkur sveppa inniheldur tegundir sem stunda ránlífi. Þetta eru svokallaðir ránsveppir (e. predacious fungi). Oftast eru það ömbur eða þráðormar sem slíkir sveppir veiða en þeir hafa þá komið sér upp límkenndum ímum eða netum sem smádýr festast í. Eftir að bráðin er föst seytir sveppurinn meltingavökva og leysir hana upp.

Heimild:
  • Helgi Hallgrímsson. (2010). Sveppabókin. Reykjavík: Skrudda.

Mynd:
  • Pixabay. Mynd birt af adege. (Sótt 27.8.2019).

Upprunalega spurningin var:

Hvernig fá sveppir næringu sína?

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

17.9.2019

Spyrjandi

Nikulás Nói Bjarnason

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Á hverju nærast sveppir?“ Vísindavefurinn, 17. september 2019, sótt 18. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=70641.

Jón Már Halldórsson. (2019, 17. september). Á hverju nærast sveppir? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=70641

Jón Már Halldórsson. „Á hverju nærast sveppir?“ Vísindavefurinn. 17. sep. 2019. Vefsíða. 18. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=70641>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Á hverju nærast sveppir?
Allir sveppir eru ófrumbjarga og fá því mestan hluta næringar sinnar úr lífrænum efnasamböndum sem langoftast hafa orðið til við starfsemi plantna.

Sveppir innbyrða lífræn næringarefni í gegnum frumuveggi (himnur). Það gera þeir með því að taka efnin inn á einföldu sameindaformi beint úr frumum annarra lífvera eða með því að ráðast á stærri sameindir sem geta verið á formi lífrænna leifa, til dæmis hræ lífvera, en í þeim tilvikum seyta sveppirnir meltingahvötum sem leysa hræin upp. Með þessu brjóta þeir efnin niður í einfaldar sameindir og taka þau þannig upp í gegnum frumuvegg eða -himnu. Þetta kallast útvortis melting. Sveppir eru þráðlaga lífverur og hentar vaxtalag þeirra mjög vel við slíkt næringarnám. Hattarnir sem við sjáum eftir rigningar seint á sumrin og haustin eru einungis æxlunarfæri sveppa.

Sveppir fá mestan hluta næringar sinnar úr lífrænum efnasamböndum.

Sveppir fyrirfinnast víða í vistkerfinu. Þeir eru mikilvægir sundrendur í vistkerfinu þar sem þeir eru rotverur og leggjast á hræ dýra eða dauðar plöntur og valda fúa eða rotnun. Stór hluti sveppa lifir slíku lífi og kallast rotsveppir (e. saprotrophic fungi). Til eru fjölmargar tegundir sveppa sem lifa í sambýli við aðrar lífverur. Þetta geta verið sníkjusveppir, gistisveppir eða stoðlífissveppir, það fer eftir því hvort annar eða báðir aðilar hagnast á tengslunum. Rotsveppur getur byrjað sem sníkjusveppur en gengur að hýslinum dauðum og byrjar þá að valda rotnun á hýslinum.

Merkilegur flokkur sveppa inniheldur tegundir sem stunda ránlífi. Þetta eru svokallaðir ránsveppir (e. predacious fungi). Oftast eru það ömbur eða þráðormar sem slíkir sveppir veiða en þeir hafa þá komið sér upp límkenndum ímum eða netum sem smádýr festast í. Eftir að bráðin er föst seytir sveppurinn meltingavökva og leysir hana upp.

Heimild:
  • Helgi Hallgrímsson. (2010). Sveppabókin. Reykjavík: Skrudda.

Mynd:
  • Pixabay. Mynd birt af adege. (Sótt 27.8.2019).

Upprunalega spurningin var:

Hvernig fá sveppir næringu sína?

...