Sólin Sólin Rís 09:22 • sest 17:00 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:36 • Síðdegis: 19:51 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:25 • Síðdegis: 13:54 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:22 • sest 17:00 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:36 • Síðdegis: 19:51 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:25 • Síðdegis: 13:54 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða þættir eru ráðandi í vexti plöntusvifs á íslenska hafsvæðinu?

Jón Már Halldórsson

Í heild hljóðaði spurningin svona:
Hvaða þættir eru ráðandi í vexti plöntusvifs á íslenska hafsvæðinu og að hvaða leyti er hafsvæðið frábrugðið hér við land en á svipuðum breiddargráðum?

Það sem helst ræður þeim þörungablóma sem verður á grunnsævinu við landið og öðrum svæðum í Norðaustur-Atlantshafi og sambærilegum svæðum á Kyrrahafinu, er sólarljósið og ólífræn næringarefni.

Á veturna þegar efstu lög sjávar kólna og vindar gnauða á hafinu blandast yfirborðssjórinn niður á mikið dýpi og næringarefni úr neðri lögum sjávar berast til yfirborðsins. Hins vegar er sólarljós mjög takmarkað á þessum árstíma og vöxtur þörunga verður að þeim sökum hverfandi auk þess sem sviflægir þörungar haldast ekki nægilega lengi í efstu lögum sjávarins (ljóstillífunarlaginu) til að vöxtur og blómi verði.

Aðstæður breytast nokkuð þegar vorið gengur í garð. Þá hlýnar yfirborðssjórinn og blandast ekki djúpsjónum eins og á veturna heldur verður sjórinn lagskiptur. Við þessar aðstæður skapast kjörskilyrði fyrir þörunga og þeim fjölgar þá afar hratt. Fjöldinn getur orðið nokkrar milljónir svifþörunga í hverjum millilítra og heilu hafsvæðin geta þá breytt um lit, eins og til dæmis gerist á hverju vori á grunnsævinu við strendur Íslands.

Þörungablómi úti fyrir Vesturlandi og Snæfellsnesi. Mynd frá 24. júní 2010.

Þörungablóminn eða vorhámarkið í vexti svifþörunga hér við land er mjög mikill enda er frumframleiðnin og afrakstursgeta vistkerfisins á landgrunninu umhverfis Ísland með því mesta sem gerist á norðurhveli jarðar. Þessar aðstæður sem myndast hér við land eru að einhverju leyti sérstakar en ekki einstakar. Mikil frumframleiðni þekkist víðar á þessum svæðum, svo sem við stendur Noregs og í Norðursjónum, við strendur Alaska og við Kyrrahafsströnd Kanada.

Rétt er að hafa í huga að það er breytileiki í frumframleiðslu hér við land og þar af leiðandi breytingar á afrakstursgetu vistkerfisins milli ára og milli tímabila. Þetta er tilkomið vegna breytinga á sjávarhita, seltu og vindafari á Norðaustur-Atlantshafi, auk þess sem styrkur næringarefna í efstu lögum getur einnig verið breytilegur.

Mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

2.12.2015

Spyrjandi

Haraldur Ágúst Konráðsson

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvaða þættir eru ráðandi í vexti plöntusvifs á íslenska hafsvæðinu?“ Vísindavefurinn, 2. desember 2015, sótt 4. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=70696.

Jón Már Halldórsson. (2015, 2. desember). Hvaða þættir eru ráðandi í vexti plöntusvifs á íslenska hafsvæðinu? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=70696

Jón Már Halldórsson. „Hvaða þættir eru ráðandi í vexti plöntusvifs á íslenska hafsvæðinu?“ Vísindavefurinn. 2. des. 2015. Vefsíða. 4. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=70696>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaða þættir eru ráðandi í vexti plöntusvifs á íslenska hafsvæðinu?
Í heild hljóðaði spurningin svona:

Hvaða þættir eru ráðandi í vexti plöntusvifs á íslenska hafsvæðinu og að hvaða leyti er hafsvæðið frábrugðið hér við land en á svipuðum breiddargráðum?

Það sem helst ræður þeim þörungablóma sem verður á grunnsævinu við landið og öðrum svæðum í Norðaustur-Atlantshafi og sambærilegum svæðum á Kyrrahafinu, er sólarljósið og ólífræn næringarefni.

Á veturna þegar efstu lög sjávar kólna og vindar gnauða á hafinu blandast yfirborðssjórinn niður á mikið dýpi og næringarefni úr neðri lögum sjávar berast til yfirborðsins. Hins vegar er sólarljós mjög takmarkað á þessum árstíma og vöxtur þörunga verður að þeim sökum hverfandi auk þess sem sviflægir þörungar haldast ekki nægilega lengi í efstu lögum sjávarins (ljóstillífunarlaginu) til að vöxtur og blómi verði.

Aðstæður breytast nokkuð þegar vorið gengur í garð. Þá hlýnar yfirborðssjórinn og blandast ekki djúpsjónum eins og á veturna heldur verður sjórinn lagskiptur. Við þessar aðstæður skapast kjörskilyrði fyrir þörunga og þeim fjölgar þá afar hratt. Fjöldinn getur orðið nokkrar milljónir svifþörunga í hverjum millilítra og heilu hafsvæðin geta þá breytt um lit, eins og til dæmis gerist á hverju vori á grunnsævinu við strendur Íslands.

Þörungablómi úti fyrir Vesturlandi og Snæfellsnesi. Mynd frá 24. júní 2010.

Þörungablóminn eða vorhámarkið í vexti svifþörunga hér við land er mjög mikill enda er frumframleiðnin og afrakstursgeta vistkerfisins á landgrunninu umhverfis Ísland með því mesta sem gerist á norðurhveli jarðar. Þessar aðstæður sem myndast hér við land eru að einhverju leyti sérstakar en ekki einstakar. Mikil frumframleiðni þekkist víðar á þessum svæðum, svo sem við stendur Noregs og í Norðursjónum, við strendur Alaska og við Kyrrahafsströnd Kanada.

Rétt er að hafa í huga að það er breytileiki í frumframleiðslu hér við land og þar af leiðandi breytingar á afrakstursgetu vistkerfisins milli ára og milli tímabila. Þetta er tilkomið vegna breytinga á sjávarhita, seltu og vindafari á Norðaustur-Atlantshafi, auk þess sem styrkur næringarefna í efstu lögum getur einnig verið breytilegur.

Mynd:

...