Sólin Sólin Rís 10:49 • sest 15:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:52 • Síðdegis: 19:06 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:36 • Síðdegis: 13:09 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:49 • sest 15:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:52 • Síðdegis: 19:06 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:36 • Síðdegis: 13:09 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað merkir orðið purkur hjá svefnpurkunum?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Orðið purka, sem er síðari liðurinn í orðinu svefnpurka, hefur fleiri en eina merkingu. Það getur merkt ‘gylta’ og ‘nirfill’, ‘eitthvað smávaxið’, til dæmis um smásilung, og er þá merkingu að finna í danska orðinu purk ‘smástrákur’ og í sænskum mállýskum í orðinu purka ‘stutt og digur kona’. En purka getur einnig merkt ‘vesældarleg og syfjuð manneskja’ og er það sú merking sem finna má í orðinu svefnpurka.


Hér er engu líkara en margar svefnpurkur séu staddar á leiðinlegum og þreytandi fundi.

Elsta dæmi Orðabókar Háskólans um svefnpurku er úr latnesk-íslenskri orðabók sem Jón Árnason, biskup í Skálholti, tók saman og gaf út 1738. Þar er við latneska orðið dormitor gefin merkingin ‘svefnpurka, sísofandi’ en sögnin dormio merkir ‘ég sef’. Hugsanlegt er að Jón hafi sjálfur búið til þessa samsetningu því að fjöldi íslenskra orða í bókinni er frá honum kominn.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

21.2.2008

Spyrjandi

Drífa Magnúsdóttir

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvað merkir orðið purkur hjá svefnpurkunum?“ Vísindavefurinn, 21. febrúar 2008, sótt 2. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=7082.

Guðrún Kvaran. (2008, 21. febrúar). Hvað merkir orðið purkur hjá svefnpurkunum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=7082

Guðrún Kvaran. „Hvað merkir orðið purkur hjá svefnpurkunum?“ Vísindavefurinn. 21. feb. 2008. Vefsíða. 2. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=7082>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað merkir orðið purkur hjá svefnpurkunum?
Orðið purka, sem er síðari liðurinn í orðinu svefnpurka, hefur fleiri en eina merkingu. Það getur merkt ‘gylta’ og ‘nirfill’, ‘eitthvað smávaxið’, til dæmis um smásilung, og er þá merkingu að finna í danska orðinu purk ‘smástrákur’ og í sænskum mállýskum í orðinu purka ‘stutt og digur kona’. En purka getur einnig merkt ‘vesældarleg og syfjuð manneskja’ og er það sú merking sem finna má í orðinu svefnpurka.


Hér er engu líkara en margar svefnpurkur séu staddar á leiðinlegum og þreytandi fundi.

Elsta dæmi Orðabókar Háskólans um svefnpurku er úr latnesk-íslenskri orðabók sem Jón Árnason, biskup í Skálholti, tók saman og gaf út 1738. Þar er við latneska orðið dormitor gefin merkingin ‘svefnpurka, sísofandi’ en sögnin dormio merkir ‘ég sef’. Hugsanlegt er að Jón hafi sjálfur búið til þessa samsetningu því að fjöldi íslenskra orða í bókinni er frá honum kominn.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd: