Sólin Sólin Rís 11:13 • sest 15:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:20 • Sest 09:25 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:21 • Síðdegis: 16:45 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:42 • Síðdegis: 22:57 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:13 • sest 15:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:20 • Sest 09:25 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:21 • Síðdegis: 16:45 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:42 • Síðdegis: 22:57 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver var fyrsti drekafræðingur í heiminum?

Jón Gunnar Þorsteinsson

Eins og við höfum áður fjallað um á Vísindavefnum þá eru drekar eins og við þekkjum þá úr þjóðsögum, ævintýrum og goðsögum, ekki til í raunveruleikanum. Um þetta er hægt að lesa í svari við spurningunni Eru drekar til?

Vísindagrein sem fjallar um dreka sem veruleika er þess vegna ekki til, en auðvitað geta vísindin fjallað um hugmyndir manna um sitthvað sem augljóslega telst ekki til veruleikans, og eru mörg dæmi um það á Vísindavefnum, einkum í efnisflokkunum mannfræði og þjóðfræði. Samsvarandi athugasemd á einnig við um drekafræðinga; ekki er sjálfsagt mál að þeir séu til nema þá að útskýrt sé nánar hvað við er átt.

Um dreka gildir það sama og um hugtökin ófreskja og skrímsli. Þetta eru ekki fyrirbæri í efnisheiminum heldur tengjast þau hinu dulræna og yfirnáttúrulega. Drekar og aðrar ófreskjur tilheyra frekar heimi bókmennta, trúarbragða og dulspeki en vísinda.

Um þetta má lesa nánar í svari við spurningunni Eru til einhverjar staðfestar heimildir um ófreskjur?

Okkur sýnist að umfjöllun um drekafræðinga spretti meðal annars af bók sem kom út hjá bókaútgáfunni Bjarti árið 2006. Bókin heitir Drekafræði. Í umfjöllun um bókina á vefsíðu bókaútgáfunnar segir að höfundur hennar sé Doktor Ernest Drake sem hafi verið drekameistari og lifað lengi meðal dreka. Það er rétt að taka fram að þetta er auðvitað skáldskapur en ekki raunveruleiki.

Í bókmenntafræði er hugtakið raunveruleikaáhrif (e. reality effect) stundum notað um það þegar þættir í frásögn, sem hafa enga sérstaka þýðingu fyrir atburðarásina, eru notaðir til að skapa eins konar blekkingu sem gefi til kynna að veröld textans sé hliðstæða raunveruleikans. Oft eru þetta smáatriði, til dæmis í umhverfislýsingum eða í hversdagslegum athöfnum persónanna.

Í umfjöllun um bókina Drekafræði eru raunveruleikaáhrif notuð. Til dæmis er gefið til kynna að höfundurinn sé vísindamaður eins og þeir sem við þekkjum úr raunveruleikanum. Hann er titlaður Doktor og sagt að hann hafi lifað meðal dreka. Í erlendum textum um bókina höfum við síðan lesið að höfundurinn hafi búið í skógi í Sussex-héraði á Englandi seint á 19. öld og gefið út bók í takmörkuð upplagi um dreka. Eitt eintak bókarinnar á síðan að hafa fundist í fornbókasölu í London árið 1987 og meðfylgjandi var bréf frá höfundinum frá árinu 1904. Allt er þetta hluti af raunveruleikaáhrifum bókarinnar og reynt er að skapa forsögu fræðimanns sem lifði meðal dreka og gaf út bók um þá sem týndist í tæp hundrað ár.


Mynd af skóginum sem Doktor Ernest Drake átti að hafa búið í.

Við bendum lesendum okkar á að í nafni höfundarins er líklega fólgin vísbending um að ekki sé allt sem sýnist. Fornafn hans er Ernest eins konar brengluð mynd af enska nafnorðinu earnest sem merkir meðal annars einlægur og alvarlegur. Þetta er semsagt einlægur og alvarlegur höfundur sem engu að síður tekur sjálfan sig líklega ekki mjög hátíðlega. Eftirnafn höfundarins er tilbrigði við enska heitið á drekum sem er dragon. Fræðimaðurinn ber þannig heiti skepnanna sem hann rannsakar og hann sjálfur er þess vegna tæpast annað en ímyndun, alveg eins og drekarnir. Svo má að lokum geta þess að orðið drake á ensku er haft um andarsteggi. Kannski var Ernest Drake bara að rannsaka endur í skóglendi og hélt að þær væru drekar?

Einu raunverulegu drekafræðingarnir sem við þekkjum eru þeir sem fást við rannsóknir á drekum sem tilheyra flokki áttfætlna innan fylkingar liðdýra. Um þess háttar dreka er hægt að lesa í svari við spurningunni Eru til drekar á Íslandi? Eins gætum við líka kallað þá sem rannsaka kómódódreka drekafræðinga. Um kómódódreka er meðal annars fjallað í svari við spurningunni Getur þú sagt mér eitthvað um kómódódreka?

Mynd:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

22.2.2008

Spyrjandi

Vitalia, Fanney, Björg

Tilvísun

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Hver var fyrsti drekafræðingur í heiminum?“ Vísindavefurinn, 22. febrúar 2008, sótt 13. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=7098.

Jón Gunnar Þorsteinsson. (2008, 22. febrúar). Hver var fyrsti drekafræðingur í heiminum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=7098

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Hver var fyrsti drekafræðingur í heiminum?“ Vísindavefurinn. 22. feb. 2008. Vefsíða. 13. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=7098>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver var fyrsti drekafræðingur í heiminum?
Eins og við höfum áður fjallað um á Vísindavefnum þá eru drekar eins og við þekkjum þá úr þjóðsögum, ævintýrum og goðsögum, ekki til í raunveruleikanum. Um þetta er hægt að lesa í svari við spurningunni Eru drekar til?

Vísindagrein sem fjallar um dreka sem veruleika er þess vegna ekki til, en auðvitað geta vísindin fjallað um hugmyndir manna um sitthvað sem augljóslega telst ekki til veruleikans, og eru mörg dæmi um það á Vísindavefnum, einkum í efnisflokkunum mannfræði og þjóðfræði. Samsvarandi athugasemd á einnig við um drekafræðinga; ekki er sjálfsagt mál að þeir séu til nema þá að útskýrt sé nánar hvað við er átt.

Um dreka gildir það sama og um hugtökin ófreskja og skrímsli. Þetta eru ekki fyrirbæri í efnisheiminum heldur tengjast þau hinu dulræna og yfirnáttúrulega. Drekar og aðrar ófreskjur tilheyra frekar heimi bókmennta, trúarbragða og dulspeki en vísinda.

Um þetta má lesa nánar í svari við spurningunni Eru til einhverjar staðfestar heimildir um ófreskjur?

Okkur sýnist að umfjöllun um drekafræðinga spretti meðal annars af bók sem kom út hjá bókaútgáfunni Bjarti árið 2006. Bókin heitir Drekafræði. Í umfjöllun um bókina á vefsíðu bókaútgáfunnar segir að höfundur hennar sé Doktor Ernest Drake sem hafi verið drekameistari og lifað lengi meðal dreka. Það er rétt að taka fram að þetta er auðvitað skáldskapur en ekki raunveruleiki.

Í bókmenntafræði er hugtakið raunveruleikaáhrif (e. reality effect) stundum notað um það þegar þættir í frásögn, sem hafa enga sérstaka þýðingu fyrir atburðarásina, eru notaðir til að skapa eins konar blekkingu sem gefi til kynna að veröld textans sé hliðstæða raunveruleikans. Oft eru þetta smáatriði, til dæmis í umhverfislýsingum eða í hversdagslegum athöfnum persónanna.

Í umfjöllun um bókina Drekafræði eru raunveruleikaáhrif notuð. Til dæmis er gefið til kynna að höfundurinn sé vísindamaður eins og þeir sem við þekkjum úr raunveruleikanum. Hann er titlaður Doktor og sagt að hann hafi lifað meðal dreka. Í erlendum textum um bókina höfum við síðan lesið að höfundurinn hafi búið í skógi í Sussex-héraði á Englandi seint á 19. öld og gefið út bók í takmörkuð upplagi um dreka. Eitt eintak bókarinnar á síðan að hafa fundist í fornbókasölu í London árið 1987 og meðfylgjandi var bréf frá höfundinum frá árinu 1904. Allt er þetta hluti af raunveruleikaáhrifum bókarinnar og reynt er að skapa forsögu fræðimanns sem lifði meðal dreka og gaf út bók um þá sem týndist í tæp hundrað ár.


Mynd af skóginum sem Doktor Ernest Drake átti að hafa búið í.

Við bendum lesendum okkar á að í nafni höfundarins er líklega fólgin vísbending um að ekki sé allt sem sýnist. Fornafn hans er Ernest eins konar brengluð mynd af enska nafnorðinu earnest sem merkir meðal annars einlægur og alvarlegur. Þetta er semsagt einlægur og alvarlegur höfundur sem engu að síður tekur sjálfan sig líklega ekki mjög hátíðlega. Eftirnafn höfundarins er tilbrigði við enska heitið á drekum sem er dragon. Fræðimaðurinn ber þannig heiti skepnanna sem hann rannsakar og hann sjálfur er þess vegna tæpast annað en ímyndun, alveg eins og drekarnir. Svo má að lokum geta þess að orðið drake á ensku er haft um andarsteggi. Kannski var Ernest Drake bara að rannsaka endur í skóglendi og hélt að þær væru drekar?

Einu raunverulegu drekafræðingarnir sem við þekkjum eru þeir sem fást við rannsóknir á drekum sem tilheyra flokki áttfætlna innan fylkingar liðdýra. Um þess háttar dreka er hægt að lesa í svari við spurningunni Eru til drekar á Íslandi? Eins gætum við líka kallað þá sem rannsaka kómódódreka drekafræðinga. Um kómódódreka er meðal annars fjallað í svari við spurningunni Getur þú sagt mér eitthvað um kómódódreka?

Mynd:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur....