Sólin Sólin Rís 02:55 • sest 24:03 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:12 • Sest 01:42 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:44 • Síðdegis: 15:27 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:04 • Síðdegis: 21:42 í Reykjavík

Er döðlukaka hollari en kaka með hvítum sykri? Tekur líkaminn sykurinn upp á mismunandi hátt?

Anna Ragna Fossberg Jóhönnudóttir

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona:
Hver er munurinn á köku með hvítum sykri og köku með döðlum, ef sykurinnihaldið er það sama? Er döðlukakan hollari? Hvernig lýsir það sér? Tekur líkaminn upp sykurinn á mismunandi hátt?

Ég býst við að hér sé verið að bera saman annars vegar hefðbundna köku sem inniheldur mikinn hvítan sykur og hins vegar köku sem inniheldur nógu mikið af döðlum til þess að magn einfaldra kolvetna (einsykra og tvísykra) sé það sama og í hefðbundnu kökunni. Hvorug kakan innihaldi önnur sætuefni.

Kolvetni eru 74,4% af þyngd daðla.[1] Aðallega er um ein- og tvísykrur að ræða.[2] Í hvítum sykri er aftur á móti ekkert nema tvísykran súkrósi.

Döðlur eru ávöxtur döðlupálmans (Phoenix dactylifera) sem er hávaxin trjátegund af pálmaætt.

Rúmur fjórðungur af þyngd döðlunnar eru önnur næringarefni en kolvetni. Í döðlum er sáralítið af fitu en dálítið af prótíni og mikið af trefjum[3]. Ýmis vítamín og steinefni má finna í döðlum, til dæmis fólat og járn, en þó ekki C-vítamín sem er óvenjulegt miðað við ávöxt.[4] Í hvítum sykri eru aftur á móti engin næringarefni nema súkrósi sem gefur ekkert nema orku.

Gerum ráð fyrir að kökurnar séu bakaðar úr sömu hráefnum að öðru leyti en því að í annarri séu döðlur en í hinni hvítur sykur. Við fáum meira af hollum og góðum næringarefnum úr döðlukökunni en hefðbundnu kökunni þó sykurinnihaldið sé það sama.

Ein- og tvísykrur eru meðhöndlaðar eins í líkamanum, hvort sem þær koma úr döðlum eða hvítum sykri. Tvísykrurnar eru klofnar niður í einsykrurnar glúkósa og frúktósa og frásogaðar úr meltingarvegi. Glúkósinn hækkar blóðsykurinn hratt og það örvar insúlínseyti frá briskirtli. Insúlínið veldur því að blóðsykurinn lækkar aftur hratt og getur farið tímabundið undir normalgildi.[5] Fæða með háum sykurstuðli veldur miklum sykursveiflum í blóði. Með aldrinum geta miklar sykursveiflur stuðlað að sykursýki af tegund 2, kransæðasjúkdómi og aldursbundinni augnbotnahrörnun.[6]

Ef tvær kökur eru bakaðar úr sömu hráefnum að öðru leyti en því að í annarri eru döðlur en í hinni hvítur sykur, þá er döðlukakan hollari. Það er ekki þar með sagt að döðlukakan sé holl enda er ekki talið hollt að borða mikið af ein- og tvísykrum.

Frúktósinn fer hins vegar beint til lifrar frá meltingarveginum og er umbreytt þar meðal annars í þríglýseríð. Frúktósi hefur minni áhrif á blóðsykur heldur en glúkósi, en í miklu magni getur frúktósi haft óæskileg áhrif á efnaskipti líkamans með því að stuðla að uppsöfnun fitu í lifrinni og hækka þríglýseríð og þvagsýru í blóði.[7]

Samsetning máltíðarinnar hefur áhrif á blóðsykursveifluna. Trefjar í döðlunum draga úr blóðsykursveiflunni og hafa margvísleg jákvæð áhrif á meltingu og efnaskipti.[8] Væntanlega er fita til staðar í kökunum báðum eða er borðuð með þeim á formi rjóma. Fita hægir á magatæmingunni svo sykrurnar berast hægar út í blóðrásina.[9]

Trefjar og önnur næringarefni gera döðlukökuna hollari en hefðbundnu kökuna. Það er ekki þar með sagt að döðlukakan sé holl. Það er ekki hollt að borða mikið af ein- og tvísykrum og ekki víst að annað hráefni döðlukökunnar sé hollt.

Tilvísanir:
 1. ^ Næringarefnatöflur á vef MATÍS: Íslenski gagnagrunnurinn um efnainnihald matvæla (ÍSGEM) - The Icelandic Food Composition Database. (Sótt 2.12.2015).
 2. ^ What Kind of Carbohydrates in Dates? - Healthy Eating - SF Gate. (Sótt 2.12.2015).
 3. ^ Sama og 1.
 4. ^ Sama og 1. Dates Nutrition Facts. Fruit Fact Date. (Sótt 2.12.2015).
 5. ^ Shils ME, Olson JA, Shike M, Ross AC. Modern nutrition in Health and Disease, 9th ed. 1999 Lippincott Williams & Wilkins. ISBN 0-683-30769-X.
 6. ^ Chiu CJ, Liu S, Willett WC, et al. (2011): Informing food choices and health outcomes by use of the dietary glycemic index. Nutr Rev 69 (4): 231-242.
 7. ^ Malik VS, Hu FB (2015): Fructose and Cardiometabolic Health : What the Evidence From Sugar-Sweetened Beverages Tells Us. Journal of the American College of Cardiology 66 (14): 1615-1624. Ouyang X, Cirillo P et al. (2008): Fructose consumption as a risk factor for non-alcoholic fatty liver disease. Journal of Hepatology 48 (6): 993-999.
 8. ^ Weickert MO, Pfeiffer AF (2008): Metabolic effects of dietary fiber consumption and prevention of diabetes. J Nutr 138 (3): 439-442.
 9. ^ Sama og 5.

Myndir:

Höfundur

Anna Ragna Fossberg Jóhönnudóttir

næringarfræðingur, doktor í heilbrigðisvísindum

Útgáfudagur

4.12.2015

Spyrjandi

Hekla Arnardóttir

Tilvísun

Anna Ragna Fossberg Jóhönnudóttir. „Er döðlukaka hollari en kaka með hvítum sykri? Tekur líkaminn sykurinn upp á mismunandi hátt?“ Vísindavefurinn, 4. desember 2015. Sótt 17. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=71017.

Anna Ragna Fossberg Jóhönnudóttir. (2015, 4. desember). Er döðlukaka hollari en kaka með hvítum sykri? Tekur líkaminn sykurinn upp á mismunandi hátt? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=71017

Anna Ragna Fossberg Jóhönnudóttir. „Er döðlukaka hollari en kaka með hvítum sykri? Tekur líkaminn sykurinn upp á mismunandi hátt?“ Vísindavefurinn. 4. des. 2015. Vefsíða. 17. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=71017>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er döðlukaka hollari en kaka með hvítum sykri? Tekur líkaminn sykurinn upp á mismunandi hátt?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona:

Hver er munurinn á köku með hvítum sykri og köku með döðlum, ef sykurinnihaldið er það sama? Er döðlukakan hollari? Hvernig lýsir það sér? Tekur líkaminn upp sykurinn á mismunandi hátt?

Ég býst við að hér sé verið að bera saman annars vegar hefðbundna köku sem inniheldur mikinn hvítan sykur og hins vegar köku sem inniheldur nógu mikið af döðlum til þess að magn einfaldra kolvetna (einsykra og tvísykra) sé það sama og í hefðbundnu kökunni. Hvorug kakan innihaldi önnur sætuefni.

Kolvetni eru 74,4% af þyngd daðla.[1] Aðallega er um ein- og tvísykrur að ræða.[2] Í hvítum sykri er aftur á móti ekkert nema tvísykran súkrósi.

Döðlur eru ávöxtur döðlupálmans (Phoenix dactylifera) sem er hávaxin trjátegund af pálmaætt.

Rúmur fjórðungur af þyngd döðlunnar eru önnur næringarefni en kolvetni. Í döðlum er sáralítið af fitu en dálítið af prótíni og mikið af trefjum[3]. Ýmis vítamín og steinefni má finna í döðlum, til dæmis fólat og járn, en þó ekki C-vítamín sem er óvenjulegt miðað við ávöxt.[4] Í hvítum sykri eru aftur á móti engin næringarefni nema súkrósi sem gefur ekkert nema orku.

Gerum ráð fyrir að kökurnar séu bakaðar úr sömu hráefnum að öðru leyti en því að í annarri séu döðlur en í hinni hvítur sykur. Við fáum meira af hollum og góðum næringarefnum úr döðlukökunni en hefðbundnu kökunni þó sykurinnihaldið sé það sama.

Ein- og tvísykrur eru meðhöndlaðar eins í líkamanum, hvort sem þær koma úr döðlum eða hvítum sykri. Tvísykrurnar eru klofnar niður í einsykrurnar glúkósa og frúktósa og frásogaðar úr meltingarvegi. Glúkósinn hækkar blóðsykurinn hratt og það örvar insúlínseyti frá briskirtli. Insúlínið veldur því að blóðsykurinn lækkar aftur hratt og getur farið tímabundið undir normalgildi.[5] Fæða með háum sykurstuðli veldur miklum sykursveiflum í blóði. Með aldrinum geta miklar sykursveiflur stuðlað að sykursýki af tegund 2, kransæðasjúkdómi og aldursbundinni augnbotnahrörnun.[6]

Ef tvær kökur eru bakaðar úr sömu hráefnum að öðru leyti en því að í annarri eru döðlur en í hinni hvítur sykur, þá er döðlukakan hollari. Það er ekki þar með sagt að döðlukakan sé holl enda er ekki talið hollt að borða mikið af ein- og tvísykrum.

Frúktósinn fer hins vegar beint til lifrar frá meltingarveginum og er umbreytt þar meðal annars í þríglýseríð. Frúktósi hefur minni áhrif á blóðsykur heldur en glúkósi, en í miklu magni getur frúktósi haft óæskileg áhrif á efnaskipti líkamans með því að stuðla að uppsöfnun fitu í lifrinni og hækka þríglýseríð og þvagsýru í blóði.[7]

Samsetning máltíðarinnar hefur áhrif á blóðsykursveifluna. Trefjar í döðlunum draga úr blóðsykursveiflunni og hafa margvísleg jákvæð áhrif á meltingu og efnaskipti.[8] Væntanlega er fita til staðar í kökunum báðum eða er borðuð með þeim á formi rjóma. Fita hægir á magatæmingunni svo sykrurnar berast hægar út í blóðrásina.[9]

Trefjar og önnur næringarefni gera döðlukökuna hollari en hefðbundnu kökuna. Það er ekki þar með sagt að döðlukakan sé holl. Það er ekki hollt að borða mikið af ein- og tvísykrum og ekki víst að annað hráefni döðlukökunnar sé hollt.

Tilvísanir:
 1. ^ Næringarefnatöflur á vef MATÍS: Íslenski gagnagrunnurinn um efnainnihald matvæla (ÍSGEM) - The Icelandic Food Composition Database. (Sótt 2.12.2015).
 2. ^ What Kind of Carbohydrates in Dates? - Healthy Eating - SF Gate. (Sótt 2.12.2015).
 3. ^ Sama og 1.
 4. ^ Sama og 1. Dates Nutrition Facts. Fruit Fact Date. (Sótt 2.12.2015).
 5. ^ Shils ME, Olson JA, Shike M, Ross AC. Modern nutrition in Health and Disease, 9th ed. 1999 Lippincott Williams & Wilkins. ISBN 0-683-30769-X.
 6. ^ Chiu CJ, Liu S, Willett WC, et al. (2011): Informing food choices and health outcomes by use of the dietary glycemic index. Nutr Rev 69 (4): 231-242.
 7. ^ Malik VS, Hu FB (2015): Fructose and Cardiometabolic Health : What the Evidence From Sugar-Sweetened Beverages Tells Us. Journal of the American College of Cardiology 66 (14): 1615-1624. Ouyang X, Cirillo P et al. (2008): Fructose consumption as a risk factor for non-alcoholic fatty liver disease. Journal of Hepatology 48 (6): 993-999.
 8. ^ Weickert MO, Pfeiffer AF (2008): Metabolic effects of dietary fiber consumption and prevention of diabetes. J Nutr 138 (3): 439-442.
 9. ^ Sama og 5.

Myndir:

...