Sólin Sólin Rís 07:55 • sest 18:34 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:27 • Síðdegis: 20:42 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:18 • Síðdegis: 14:45 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 07:55 • sest 18:34 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:27 • Síðdegis: 20:42 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:18 • Síðdegis: 14:45 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Slær hjarta hunda tvisvar sinnum hraðar en manna?

Jón Már Halldórsson

Hjartsláttartíðni spendýra er afar breytileg milli tegunda. Grunnreglan er sú að því stærri sem dýr eru því hægari er hjartslátturinn. Sem dæmi má nefna að hjá sumum smáum spendýrum, svo sem leðurblökum (Microchiroptera) er hjartsláttartíðnin um 750 slög á mínútu (sl./mín.) en að jafnaði um 30 sl./mín. hjá fullorðnu kameldýri (Camelus sp.). Hjá steypireyði (Balaenoptera musculus), stærsta spendýri jarðar, slær hjartað aðeins 6 sinnum á mínútu enda er hjartavöðvinn á stærð við smábíl. Þá má geta þess að hjartsláttartíðni ungviða er hærri en hjá fullorðnum einstaklingum.

Hjartað í þessum tveimur hundum slær örugglega mishratt þar sem hjartað í litlum dýrum slær almennt hraðar en í stórum.

Hundar eru af ýmsum stærðum og með mjög mismunandi hjartsláttartíðni. Þannig er hjartsláttur chihuahua-hunda töluvert örari en hjartsláttur sankti bernharðshunda. Í hvíld eru fullorðnir hundar með hjartsláttartíðni á bilinu 60-160 sl./mín. og fer það eftir stærð ræktunarafbrigðis og aldri. Til samanburðar þá slær hjarta mannsins að jafnaði um 60-80 sl./mín. í hvíld.

Það má því svara spurningunni hér að ofan bæði játandi og neitandi. Það er sjálfsagt hægt að finna hundakyn með helmingi örari hjartslátt en menn, en það á alls ekki við um alla hunda.

Mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

23.3.2016

Spyrjandi

Adam Snær Kristjánsson, f. 2003

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Slær hjarta hunda tvisvar sinnum hraðar en manna?“ Vísindavefurinn, 23. mars 2016, sótt 7. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=71561.

Jón Már Halldórsson. (2016, 23. mars). Slær hjarta hunda tvisvar sinnum hraðar en manna? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=71561

Jón Már Halldórsson. „Slær hjarta hunda tvisvar sinnum hraðar en manna?“ Vísindavefurinn. 23. mar. 2016. Vefsíða. 7. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=71561>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Slær hjarta hunda tvisvar sinnum hraðar en manna?
Hjartsláttartíðni spendýra er afar breytileg milli tegunda. Grunnreglan er sú að því stærri sem dýr eru því hægari er hjartslátturinn. Sem dæmi má nefna að hjá sumum smáum spendýrum, svo sem leðurblökum (Microchiroptera) er hjartsláttartíðnin um 750 slög á mínútu (sl./mín.) en að jafnaði um 30 sl./mín. hjá fullorðnu kameldýri (Camelus sp.). Hjá steypireyði (Balaenoptera musculus), stærsta spendýri jarðar, slær hjartað aðeins 6 sinnum á mínútu enda er hjartavöðvinn á stærð við smábíl. Þá má geta þess að hjartsláttartíðni ungviða er hærri en hjá fullorðnum einstaklingum.

Hjartað í þessum tveimur hundum slær örugglega mishratt þar sem hjartað í litlum dýrum slær almennt hraðar en í stórum.

Hundar eru af ýmsum stærðum og með mjög mismunandi hjartsláttartíðni. Þannig er hjartsláttur chihuahua-hunda töluvert örari en hjartsláttur sankti bernharðshunda. Í hvíld eru fullorðnir hundar með hjartsláttartíðni á bilinu 60-160 sl./mín. og fer það eftir stærð ræktunarafbrigðis og aldri. Til samanburðar þá slær hjarta mannsins að jafnaði um 60-80 sl./mín. í hvíld.

Það má því svara spurningunni hér að ofan bæði játandi og neitandi. Það er sjálfsagt hægt að finna hundakyn með helmingi örari hjartslátt en menn, en það á alls ekki við um alla hunda.

Mynd:

...