Sólin Sólin Rís 07:30 • sest 19:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:12 • Sest 07:14 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:04 • Síðdegis: 18:21 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:00 • Síðdegis: 12:14 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Það hefur myndast togstreita á milli mín og mannsins mín, því ég nota orðið ristavél. Er orðið ekki til?

Guðrún Kvaran

Spurningin frá Hlín hljóðaði svona í fullri lengd:
Á mínu heimili hefur myndast smá togstreita á milli mín og mannsins míns en ég nota iðulega orðið ristavél en hann tekur það ekki gott og gilt og notar orðið brauðrist. Því spyr ég: Er orðið ristavél ekki til?
Margir spyrjendur hafa spurt Vísindavefinn sambærilegra spurninga.

Elstu dæmi Orðabókar Háskólans um brauðrist eru frá fyrri hluta 20. aldar. Orðið ristavél kemur þar ekki fyrir. Sama er að segja um Íslenska orðabók sem síðast var gefin út hjá Eddu. Ristavél finnst þó í Beygingarlýsingu íslensks nútímamáls sem aðgengileg er á heimasíðu Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og hún er einnig í Stafsetningarorðabókinni frá 2006. Elstu dæmi um ristavél á timarit.is eru úr auglýsingum frá níunda tug síðustu aldar.

Bæði orðin brauðrist og ristavél eru til en brauðrist er þó algengara orð yfir sama hlut.

Orðið ristavél er því greinilega til en brauðrist er þó algengara orð yfir sama hlut.

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

1.7.2016

Spyrjandi

Hlín Jóhannesdóttir, Heiðar Ólason, Ingi Karl Sigríðarson, Geiri Long, Védís Eyjólfsdóttir, Helga Einarsdóttir

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Það hefur myndast togstreita á milli mín og mannsins mín, því ég nota orðið ristavél. Er orðið ekki til? “ Vísindavefurinn, 1. júlí 2016. Sótt 29. september 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=71864.

Guðrún Kvaran. (2016, 1. júlí). Það hefur myndast togstreita á milli mín og mannsins mín, því ég nota orðið ristavél. Er orðið ekki til? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=71864

Guðrún Kvaran. „Það hefur myndast togstreita á milli mín og mannsins mín, því ég nota orðið ristavél. Er orðið ekki til? “ Vísindavefurinn. 1. júl. 2016. Vefsíða. 29. sep. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=71864>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Það hefur myndast togstreita á milli mín og mannsins mín, því ég nota orðið ristavél. Er orðið ekki til?
Spurningin frá Hlín hljóðaði svona í fullri lengd:

Á mínu heimili hefur myndast smá togstreita á milli mín og mannsins míns en ég nota iðulega orðið ristavél en hann tekur það ekki gott og gilt og notar orðið brauðrist. Því spyr ég: Er orðið ristavél ekki til?
Margir spyrjendur hafa spurt Vísindavefinn sambærilegra spurninga.

Elstu dæmi Orðabókar Háskólans um brauðrist eru frá fyrri hluta 20. aldar. Orðið ristavél kemur þar ekki fyrir. Sama er að segja um Íslenska orðabók sem síðast var gefin út hjá Eddu. Ristavél finnst þó í Beygingarlýsingu íslensks nútímamáls sem aðgengileg er á heimasíðu Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og hún er einnig í Stafsetningarorðabókinni frá 2006. Elstu dæmi um ristavél á timarit.is eru úr auglýsingum frá níunda tug síðustu aldar.

Bæði orðin brauðrist og ristavél eru til en brauðrist er þó algengara orð yfir sama hlut.

Orðið ristavél er því greinilega til en brauðrist er þó algengara orð yfir sama hlut.

Mynd:

...