Sólin Sólin Rís 07:03 • sest 19:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:28 • Sest 09:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:55 • Síðdegis: 19:13 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:52 • Síðdegis: 13:06 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 07:03 • sest 19:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:28 • Sest 09:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:55 • Síðdegis: 19:13 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:52 • Síðdegis: 13:06 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hjálpið okkur að leysa úr miklu deilumáli í stórum íslenskum banka, hvort á að hafa eitt eða tvö bil á eftir punkti?

Ritstjórn Vísindavefsins

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona:

Er ástæða til þess að endurskoða svar við spurningunni Hvort eiga að vera eitt eða tvö bil á eftir punkti í texta? frá 2010? Þetta álitamál hefur valdið miklum en góðlátlegum deilum í stórum íslenskum banka á Íslandi og vil ég því kanna hvort ástæða sé til endurskoðunar til að fá fram afdráttarlausari niðurstöðu. Eldra fólk vill ekki taka "...og er almennt mælt með þeirri venju." sem reglu um þetta. Er eitt stafbil eða tvö á eftir punkti?

Vísindavefurinn vill að sjálfsögðu reyna að lægja deilur manna á milli, hvort sem þær eiga sér stað í bankageiranum eða á öðrum vettvangi. Fyrir nokkru stilltum við til dæmis til friðar í viðkvæmu deilumáli hjóna vegna stafsetningar. Um það má lesa í svari við spurningunni Segir maður stemming, stemning eða stemmning? Svarið fljótt því hér stefnir í hjónaskilnað!

Til þess að viðhalda góðum starfsanda í íslenska bankakerfinu er rétt að við tökum þessa spurningu nú til efnislegrar meðferðar.

Í íslenska bankakerfinu á sér nú stað mikil endurmenntun meðal þeirra starfsmanna sem hafa notað tvö bil á eftir punkti. Ýmsar aðferðir eru notaðar við kennsluna.

Það er sannarlega rétt hjá spyrjanda að svar Guðrúnar Kvaran frá árinu 2010 er ekki afdráttarlaust. Þar er einfaldlega mælt með þeirri venju að nota einfalt bil á eftir punkti. Eldra fólk sem starfar í bankageiranum tekur slíkt greinlega ekki gott og gilt, enda hefur það líklega lært að vélrita á svonefndar ritvélar sem voru algengar á seinni hluta 20. aldar. Á þær var yfirleitt kennt að setja tvö bil á eftir punkti.

Í ritreglum Stafsetningarorðabókarinnar frá 2006 er ekki tekið á þessu atriði. Það er miður.

Í Handbók um íslensku, frá 2011, er hins vegar fjallað beinlínis um bil á eftir punkti. Bókin er ítarlegt uppsláttar- og yfirlitsrit og í hana skrifuðu margir af helstu fræðimönnum Háskóla Íslands á sviði málvísinda.

Á blaðsíðu 154 í bókinni stendur:
Á eftir punkti í lok málsgreinar er einfalt bil en ekki tvöfalt.

Skýrara gæti þetta ekki verið. Vísindavefurinn veitir sitt leyfi fyrir því að ungir bankastarfsmenn fjölriti þetta svar og dreifi meðal þeirra eldri sem enn þrjóskast við og setja tvö bil á eftir punkti.

Þessir starfsmenn eru saklausir af því að setja tvöfalt bil á eftir punkti.

Við vonum að með þessu svari færist ró yfir íslenska bankakerfið. Ensk þýðing á þessu svari er í bígerð. Gera má ráð fyrir að með henni verði hægt að róa erlenda fjármálamarkaði.

Myndir:

Útgáfudagur

16.1.2015

Spyrjandi

Bjarni Herrera Þórisson

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins. „Hjálpið okkur að leysa úr miklu deilumáli í stórum íslenskum banka, hvort á að hafa eitt eða tvö bil á eftir punkti?“ Vísindavefurinn, 16. janúar 2015, sótt 19. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=65082.

Ritstjórn Vísindavefsins. (2015, 16. janúar). Hjálpið okkur að leysa úr miklu deilumáli í stórum íslenskum banka, hvort á að hafa eitt eða tvö bil á eftir punkti? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=65082

Ritstjórn Vísindavefsins. „Hjálpið okkur að leysa úr miklu deilumáli í stórum íslenskum banka, hvort á að hafa eitt eða tvö bil á eftir punkti?“ Vísindavefurinn. 16. jan. 2015. Vefsíða. 19. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=65082>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hjálpið okkur að leysa úr miklu deilumáli í stórum íslenskum banka, hvort á að hafa eitt eða tvö bil á eftir punkti?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona:

Er ástæða til þess að endurskoða svar við spurningunni Hvort eiga að vera eitt eða tvö bil á eftir punkti í texta? frá 2010? Þetta álitamál hefur valdið miklum en góðlátlegum deilum í stórum íslenskum banka á Íslandi og vil ég því kanna hvort ástæða sé til endurskoðunar til að fá fram afdráttarlausari niðurstöðu. Eldra fólk vill ekki taka "...og er almennt mælt með þeirri venju." sem reglu um þetta. Er eitt stafbil eða tvö á eftir punkti?

Vísindavefurinn vill að sjálfsögðu reyna að lægja deilur manna á milli, hvort sem þær eiga sér stað í bankageiranum eða á öðrum vettvangi. Fyrir nokkru stilltum við til dæmis til friðar í viðkvæmu deilumáli hjóna vegna stafsetningar. Um það má lesa í svari við spurningunni Segir maður stemming, stemning eða stemmning? Svarið fljótt því hér stefnir í hjónaskilnað!

Til þess að viðhalda góðum starfsanda í íslenska bankakerfinu er rétt að við tökum þessa spurningu nú til efnislegrar meðferðar.

Í íslenska bankakerfinu á sér nú stað mikil endurmenntun meðal þeirra starfsmanna sem hafa notað tvö bil á eftir punkti. Ýmsar aðferðir eru notaðar við kennsluna.

Það er sannarlega rétt hjá spyrjanda að svar Guðrúnar Kvaran frá árinu 2010 er ekki afdráttarlaust. Þar er einfaldlega mælt með þeirri venju að nota einfalt bil á eftir punkti. Eldra fólk sem starfar í bankageiranum tekur slíkt greinlega ekki gott og gilt, enda hefur það líklega lært að vélrita á svonefndar ritvélar sem voru algengar á seinni hluta 20. aldar. Á þær var yfirleitt kennt að setja tvö bil á eftir punkti.

Í ritreglum Stafsetningarorðabókarinnar frá 2006 er ekki tekið á þessu atriði. Það er miður.

Í Handbók um íslensku, frá 2011, er hins vegar fjallað beinlínis um bil á eftir punkti. Bókin er ítarlegt uppsláttar- og yfirlitsrit og í hana skrifuðu margir af helstu fræðimönnum Háskóla Íslands á sviði málvísinda.

Á blaðsíðu 154 í bókinni stendur:
Á eftir punkti í lok málsgreinar er einfalt bil en ekki tvöfalt.

Skýrara gæti þetta ekki verið. Vísindavefurinn veitir sitt leyfi fyrir því að ungir bankastarfsmenn fjölriti þetta svar og dreifi meðal þeirra eldri sem enn þrjóskast við og setja tvö bil á eftir punkti.

Þessir starfsmenn eru saklausir af því að setja tvöfalt bil á eftir punkti.

Við vonum að með þessu svari færist ró yfir íslenska bankakerfið. Ensk þýðing á þessu svari er í bígerð. Gera má ráð fyrir að með henni verði hægt að róa erlenda fjármálamarkaði.

Myndir:

...